Hinsegin

Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru
Silja Bára Ómarsdóttir býður sig fram sem rektor Háskóla Íslands. Hún hefur farið með ýmis hlutverk í okkar lífi, kennari, leiðbeinandi, yfirmaður og vinkona. Það sem dró okkur að henni sem hinsegin aktívistar var áhersla hennar á inngildingu, bæði í háskólanum og í samfélaginu öllu. Við, sem erum bæði kynsegin, fundum fyrir hversu velkomin við vorum inn í hennar kennslustofu frá fyrsta degi. Í hennar augum stungum við ekki í stúf sem tvö af örfáum kynsegin nemendum í 14.000 nemenda skóla. Þess þá heldur tók hún okkur sem sjálfsögðum hluta af skólasamfélaginu.

Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna
Forseti Trans Íslands segir marga veigra sér við því að ferðast til Bandaríkjanna, sérstaklega kynsegin fólk og þeir sem eru sýnilega hinsegin. Íslendingar þurfi að vera vakandi fyrir bakslagi og berjast gegn áhrifum frá Bandaríkjunum.

Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington
Hinsegin kórnum hafði þegið boð um að koma fram á World Pride í Washington D.C. í Bandaríkjunum í sumar en er hættur við. Hinsegin fólk er uggandi vegna öryggis trans fólks vestanhafs og hvort kynsegin einstaklingum verði yfir höfuð hleypt inn í landið.

Bann trans kvenna vegna fordóma fremur en öryggis
Stjórnarkona hjá bæði ÍSÍ og jafnréttisnefnd Ólympíunefndar Evrópu segir bann Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, við þátttöku trans kvenna í íþróttum áhyggjuefni. Íslenska íþróttahreyfingin eigi að standa með inngildingu fremur en útilokun.

Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana
Muhsin Hendricks, sem var þekktur fyrir að vera fyrsti imaminn til að koma út úr skápnum opinberlega, var skotinn til bana í Suður-Afríku á laugardag.

Tíminn er núna
Við sem samfélag höfum aldrei staðið frammi fyrir stærri áskorun þegar kemur að réttmæti og áreiðanleika í opinberri umræðu og upplýsingaóreiðu.

Sakar Helgu um „helvítis lygar“
Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, segist ekki geta orða bundist vegna greinar grunnskólakennarans Helgu Daggar Sverrisdóttur þar sem hún fjallar um umdeildar forsetatilskipanir nýinnsvarins Bandaríkjaforseta.

Lygar og helvítis lygar
Ég get ekki orða bundist vegna greinar sem kom út á vísi núna nýlega um forsetatilskipanir Trump, eftir Helgu Dögg Sverrisdóttur. Skemmst er frá að segja að þessi grein, og þessi hugsunarháttur, eru hluti af bakslaginu gegn réttindum hinseginfólks.

Margar milljónir í menninguna
Hátt í hundrað verkefni hlutu styrk úr borgarsjóði á sviði menningarmála, en 225 umsóknir bárust í haust um styrki sem hljóða upp á tæplega 390 milljónir króna. Útnefning Listhóps Reykjavíkur 2025 fór fram í Iðnó í dag.

Trump, trans og eitt titrandi smáblóm…
Alveg eins langt og mitt minni nær, þá man ég eftir því að almennt hneykslaðist fólk á þeim kynslóðum fólks sem stóð hjá og gerði ekki neitt á meðan Nasistar tóku völdin í Þýskalandi á þriðja áratug síðustu aldar og hneykslaðist enn meira á aðgerðaleysi stjórnvalda í öðrum löndum vegna uppgangs nasisma og fasisma víða í Evrópu, sérstaklega þó í Þýskalandi og Ítalíu.

„Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum
Utanríkisráðherra þykir miður að sjá það raungerast að bandarísk stjórnvöld hverfi frá þeirri afstöðu sem stjórnvöld hafa sýnt á alþjóðavettvangi í mannréttindamálum undanfarin ár.

Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt
Paul Reubens, sem er þekktastur fyrir að leika Pee-wee Herman, hefur komið út úr skápnum í nýrri heimildamynd um líf leikarans sem lést fyrir tveimur árum síðan.

Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi
Við sem erum trans, kynsegin, hinsegin og á einhvern hátt fyrir utan box þeirra sem nú ráða nánast öllu í BNA, erum hér enn, höfum alltaf verið hér og munum alltaf halda áfram að fæðast og vera til á meðan mannkynið verður til. Því við fæðumst trans, það er byggt í okkar kjarna, okkar vitund, okkar alheims neista frá fyrsta augnabliki.

„Ég held að það sé full ástæða til að óttast“
Formaður Samtakanna 78 skorar á íslensk stjórnvöld að fordæma tilskipanir Donalds Trumps Bandaríkjaforseta sem skerða réttindi trans fólks. Hún segir stöðuna í Bandaríkjunum hræðilega og öryggi hinsegin fólks sé beinlínis ógnað.

Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola
Erótíska hommablaðið Elska ætlar að setja sérstakan fókus á Akureyri í 54. tölublaði sínu. Nafn tímaritsins ber íslenskt heiti sem ræðst af Íslandsáhuga helsta aðstandenda.

Anita Bryant er látin
Anita Bryant, söngkona og fyrrverandi Ungfrú Oklahoma sem varð síðar einn ötulasta baráttukona Bandaríkjanna gegn réttindum samkynhneigðra, er látin 84 ára að aldri.

Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans
Guðrún Karls Helgudóttir biskup Íslands segir að árið sem dóttir hennar kom út sem trans stelpa hafi verið mjög erfiður tími, en löng bið var eftir meðferð hjá transteyminu og vanlíðan barnsins mikil. Þá segir hún að kirkjan hafi dregið lappirnar óhóflega í að fagna fjölbreytileikanum og segir hana skulda hinsegin samfélaginu töluvert.

Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin
„Ég er nokkuð viss um að ef við værum gagnkynhneigt par hefði þessi maður ekki haft svona mikinn áhuga á okkur,“ segir ljósmyndarinn Sigríður Hermannsdóttir. Hún var að ljúka við nám í Ljósmyndaskólanum og hefur útskrifarverk hennar „Can I be next?“ vakið athygli. Verkið byggir á upplifun Sigríðar sem hinsegin manneskja í sundi en hún og kærasta hennar hafa þar orðið fyrir áreiti og aðkasti.

Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu
Helga Vala Helgadóttir lögmaður segir að með ummælum sínum um trans fólk sé Eldur Smári Kristinsson að ráðast á minnihlutahóp með markvissum aðgerðum. Það sé hatursorðræða sem hvetji til ofbeldis og það megi sjá þá þróun í samfélaginu um allan heim. Brynjar Níelsson lögmaður segist ekki sammála. Ummælin séu hörð gagnrýni en eigi ekki að flokka sem hatursorðræðu.

Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson
Það er tjáningarfrelsi á Íslandi. Þetta er staðreynd - og sem betur fer. Lýðræðislegt samfélag á allt sitt undir því að tjáningarfrelsi sé tryggt og virt, það þekkjum við hinsegin fólk vel. Hins vegar eru tjáningarfrelsinu settar ákveðnar skorður, bæði í almennum hegningarlögum og í stjórnarskrá lýðveldisins.

Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins
Heitar umræður hafa nú sprottið á síðu Snorra Mássonar þingmanns Miðflokksins eftir að hann birti þar grein sem hann skrifaði í Morgunblaðið og birti í morgun. Jóhannes Þór Skúlason hefur stigið fram og lýst yfir vanþóknun á skrifunum.

Komin út í skurð
Það er alltaf að verða skýrara að ,,hinsegin réttindabarátta" er algjörlega komin út í skurð.

Hinsegin réttindi til framtíðar
Nú fara fram stjórnarmyndunarviðræður þar sem þrír flokkar reyna að ná saman um stjórnarsáttmála, þau mál sem lögð verður áhersla á af hálfu ríkisstjórnarinnar næstu fjögur árin.

Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“
„Ég hefði séð eftir því hefði ég sagt nei. Hæ Blóm verður hommalegasta blómabúðin í bænum,“ segir Bjarmi Fannar vöruhönnuður. Hann og eiginmaður hans Bjarni Snæbjörnsson, leikari og leikstjóri, tóku Svartan föstudag í nýjar hæðir og keyptu heila blómabúð.

Á sér langa sögu eldfimra ummæla
Oddviti Lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, sem kærður hefur verið fyrir ummæli gagnvart trans fólki á sér langa sögu slíkra ummæla. Þá hafa mótframbjóðendur hans orðið fyrir barðinu á ummælum hans.

Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins
Samtökin '78 hafa hafa lagt fram kæru gegn Eldi S. Kristinssyni, oddvita Lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Meðal þess sem hann er kærður fyrir eru ásakanir um barnagirnd. Eldur segir um pólitískar ofsóknir að ræða en formaður Samtakanna '78 segir að svo sé ekki.

Kjósum með mannréttindum á laugardaginn
Á Íslandi hefur frelsi hinsegin fólks til að vera það sjálft og lagaleg réttindi tekið stakkaskiptum á síðustu árum, í kjölfar þrotlausrar áratugalangrar baráttu. Hér eru lagaleg réttindi og samfélagslegt samþykki hinsegin fólks orðin með því besta sem fyrirfinnst í heiminum.

Konur: ekki einsleitur hópur
Við verðum að tala um kynbundið ofbeldi – en til þess að geta stuðlað að frelsi frá ofbeldi fyrir allar konur þurfum við að hafa hugfast að konur eru ekki einsleitur hópur. Konur sem tilheyra einnig öðrum jaðarhópum verða frekar fyrir ofbeldi og geta mismunabreyturnar verið margar, t.a.m. kynþáttur, fötlun, félagsleg staða.

Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra!
Öll börn eiga að njóta fullra réttinda í samfélaginu óháð því hvernig þau skilgreina sig. Ofbeldi, útskúfun og áreitni í garð barna á aldrei að líðast.

Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda
Ég þekki það af eigin raun að vera hommi í samfélagi þar sem hinsegin fyrirmyndir voru fáar og réttarstaða okkar bág. Sem betur fer hefur margt breyst til hins betra frá því ég var ungur maður. En baráttan er ekki unnin.