Hinsegin Ástin í öllum sínum formum Parið Unnur Guðrún Þórarinsdóttir og Sigríður Hermannsdóttir sameina krafta sína í þágu hinsegin samfélagsins með sölu á listaverkum. Salan rennur til Samtakanna '78 og Hinseginleikans, sem bæði vinna mikilvægt og kraftmikið starf. Blaðamaður tók púlsinn á þeim Unni og Sigríði. Menning 5.8.2022 13:00 Við sem vorum alltaf hér Hver kynslóð á fætur annarri hefur hærra hlutfall fólks sem er opinberlega hinsegin. Flest okkar taka líklega eftir sífellt fleirum í okkar nærumhverfi sem koma út úr skápnum og mig grunar að mest áberandi séu þau sem kjósa að nota önnur fornöfn en hann og hún. Skoðun 5.8.2022 10:30 Söfn fyrir öll Markmiðið með Regnbogaþræðinum er að miðla upplýsingum um hinsegin líf og tilveru, sýna hvernig hugmyndir um kyn og kynhneigð taka á sig ýmsar myndir á ólíkum tímum og ekki síst spyrja spurninga, skoða hið ósagða og hvetja gesti til gagnrýnnar hugsunar. Skoðun 3.8.2022 14:01 Særandi hamingjuóskir þeirra sem prumpa glimmeri Guðrún Hlín Bragadóttir hjúkrunarfræðingur skrifar einkar athyglisverða grein sem hún birtir á Vísi þar sem hún lýsir lífsreynslu maka þess sem kemur úr skápnum. Innlent 3.8.2022 10:06 Hin hliðin á skápnum Mig hefur stundum langað að skrifa um þá reynslu að vera við hinn endann á skápnum – maki þess sem kemur út úr skápnum. Það er reynsla sem lítið er rætt um og fáir sjá eða átta sig á þeim rússíbana flókinna tilfinninga sem fylgir henni. Skoðun 3.8.2022 09:52 Sérstaklega mikilvægt að halda Hinsegin daga í ljósi bakslags Hinsegin dagar voru settir í dag með regnbogamálun í miðborginni þegar Bankastræti var breytt í regnbogastræti. Dagskráin er fjölbreytt á þessari fyrstu hátíð eftir kórónuveirufaraldurinn og nær hámarki á laugardag með Gleðigöngunni og útihátíð í Hljómskálagarðinum. Innlent 2.8.2022 21:30 Lag Hinsegin daga lítur dagsins ljós Næs, lag Hinsegin daga 2022 kom út í morgun. Lagið flytur Bjarni Snæbjörnsson en það var upphaflega samið fyrir söngleikinn Góðan daginn, faggi sem sýndur hefur verið í Þjóðleikhúsinu. Daði Freyr úr Gagnamagninu gerði taktinn og Sigga Beinteins og Sigga Eyrún syngja bakraddir. Hinsegin dagar fara fram 2. - 7. ágúst næstkomandi Tónlist 30.7.2022 14:03 Áratugur vafasamra ummæla grafi undan trausti fólks á kerfinu Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði segir framgöngu Helga Magnúsar Gunnarssonar, vararíkissaksóknara, grafa undir trausti almennings á embætti ríkissaksóknara, dómstólum og hinu opinbera. Það eigi ekki aðeins við um ummæli sem hann lét falla um samkynhneigða hælisleitendur í síðustu viku heldur ummæli hans um ýmis viðkvæm málefni undanfarinn áratug. Innlent 29.7.2022 09:00 Skáldskapur um hinsegin líf og reynslu sé pólítísk aðgerð Lektor í íslenskum samtímabókmenntum við Háskóla Íslands fagnar þeim jákvæðu breytingum sem hafa orðið á útgáfu hinsegin bókmennta en segist óttast afturför í þeim efnum. Hún segir skerðingu tjáningarfrelsis hinsegin fólks hafa áhrif á skáldverk. Innlent 27.7.2022 23:28 Búin að tilkynna skemmdarverkin á hinsegin fánanum til lögreglu Grafarvogskirkja hefur tilkynnt skemmdarverk sem gerð voru á hinsegin fána fyrir framan kirkjuna til lögreglu. Krotað hefur verið í tvígang yfir regnbogann á seinustu dögum sem er ætlað að vera til marks um samstöðu með réttindabaráttu hinsegin fólks. Innlent 27.7.2022 12:18 „Ég vil ekki fara í próf til að sanna að ég sé hinsegin“ Samkynhneigð flóttakona frá Venesúela segir íslensk stjórnvöld ekki hafa veitt henni hæli þrátt fyrir að ólöglegt sé að vera hinsegin í heimalandi hennar. Henni sé hætta búin í heimalandinu vegna kynhneigðar sinnar, sem Útlendingastofnun telji að sé ekki til staðar. Innlent 26.7.2022 17:59 Kæra Samtakanna '78: Ummæli Helga séu rógburður eða smánun og teljist því til hatursorðræðu Samtökin '78 hafa kært Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara til lögreglu vegna ummæla sem hann lét falla um hinsegin hælisleitendur á Facebook-síðu sinni í síðustu viku. Samtökin segja ummælin rógburð eða smánun og falli þau því undir lög um hatursorðræðu. Innlent 26.7.2022 10:58 Aftur krotað yfir hinsegin fána Grafarvogskirkju Aftur var búið að krota á hinsegin fána á tröppum Grafarvogskirkju í gær. Innlent 26.7.2022 06:59 Samtökin '78 kæra vararíkissaksóknara til lögreglu Samtökin 78, samtök hinsegin fólks á Íslandi munu kæra Helga Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknara til lögreglu í dag vegna ummæla hans um hinsegin fólk og hælisleitendur. Innlent 26.7.2022 06:35 Hatur eins og þetta þoli illa dagsljósið Pétur G. Markan, biskupsritari og Margrét Lilja Vilmundardóttir, prestur í Fríkirkjunni Hafnarfirði fengu dularfullt bréf inn um lúguna nú á dögunum. Í bréfinu má sjá fordómafulla orðræðu gagnvart hinsegin samfélaginu og segja þau bréfið sýna hversu mikilvægt sé að halda baráttunni áfram. Innlent 25.7.2022 23:47 Ummæli Helga til skoðunar hjá embætti ríkissaksóknara Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir ummæli Helga Magnúsar Gunnarssonar um hinsegin hælisleitendur til skoðunar hjá embætti ríkissaksóknara. Innlent 24.7.2022 09:08 Gleðin allsráðandi í Ólafsvík Gleðin var allsráðandi á Hinseginhátíð Vesturlands sem fór fram í Ólafsvík í dag. Þar var að sjálfsögðu gengin gleðiganga líkt og tíðkast á sambærilegri hátíð sem haldin er í Reykjavík ár hvert. Innlent 23.7.2022 22:33 Sænsk fjölskylda málaði yfir antikrist við Grafarvogskirkju Skemmdarvargar máluðu orðið „antichrist!“ (e. antikristur) á hinseginfána sem búið er að mála á gangstéttina fyrir utan Grafarvogskirkju. Sænsk fjölskylda bauðst til að laga fánann og bjargaði málunum á mettíma. Innlent 23.7.2022 17:29 Þurfi að taka sig upp í kynlífi til að sanna kynhneigð Framkvæmdastjóri Samtakanna 78 segir ummæli vararíkissaksóknara toppinn á ísjakanum. Dæmi séu um það að samkynhneigðir menn hafi þurft að taka sig upp í kynlífi til þess að sanna að eigin kynhneigð. Innlent 23.7.2022 10:49 Segir galið að hælisleitendur þurfi að færa sannanir fyrir kynhneigð sinni Þingmaður Vinstri grænna segir galið að hinsegin hælisleitendur þurfi nokkurn tíma að færa sannanir fyrir kynhneigð sinni til að fá hæli hér á landi. Hann gagnrýnir orð vararíkissaksóknara um að nóg sé af hommum á Íslandi. Innlent 22.7.2022 20:00 Dómsmálaráðherra segir ummæli vararíkissaksóknara slá sig illa Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir ummæli Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara um hinsegin hælisleitendur slá sig illa. Það sé ekki undir honum komið að ákveða hvort ummælin séu tilefni til áminningar. Innlent 22.7.2022 15:04 Helgi segir sér þyki vænt um samkynhneigða og hafi aldrei haft neitt á móti þeim Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segir að sér þyki vænt um samkynhneigða og hann hafi aldrei haft neitt á móti þeim. Það megi þó ekki gera ráð fyrir að hælisleitendur, sem segist samkynhneigðir, segi satt til um það. Formaður Samtakanna 78 segir ummæli Helga skýrt merki um að fordómar séu til staðar innan kerfisins. Innlent 22.7.2022 11:50 Vararíkissaksóknari segir hinsegin hælisleitendur „auðvitað“ ljúga Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari tjáir sig á Facebook um frétt af máli hinsegin hælisleitenda á Íslandi. Hann spyr hvort það sé „einhver skortur á hommum á Íslandi.“ Innlent 21.7.2022 22:41 Hafi kembt samfélagsmiðla í marga klukkutíma til að afsanna að maðurinn væri samkynhneigður Stjórnvöld virðast ætíð ganga út frá því að hælisleitendur sem sækja um alþjóðlega vernd á grundvelli kynhneigðar séu að ljúga, að mati lögmanns. Nýfallinn dómur í máli hælisleitanda slái á fingur stjórnvalda í þessum efnum - og annað sambærilegt mál gæti verið á leið fyrir dóm. Innlent 21.7.2022 19:00 Bókasafn óstarfhæft vegna óánægju með hinsegin bókmenntir Bókasafni í bænum Vinton í Iowa hefur verið lokað tímabundið vegna uppsagna meirihluta starfsfólksins. Ástæðurnar fyrir uppsögnunum segir starfsfólkið vera áreitni bókasafnsgesta á starfsfólkinu yfir útleigu safnsins á hinsegin bókmenntum. Erlent 15.7.2022 17:05 Kraumandi fordómar gegn hinsegin fólki komnir upp á yfirborðið Íris Ellenberger, dósent í samfélagsgreinum við Háskóla Íslands, segir ákveðið bakslag hafa orðið í réttindum hinsegin fólks. Fjandsamleg orðræða gagnvart hinsegin fólki sé orðin opinberlega viðurkennd. Hún segir að við þurfum sífellt að vera á varðbergi og halda samtalinu virku. Innlent 12.7.2022 13:58 Verkfæri tungumálsins og ólíkir reynsluheimar Í umræðu um kynhlutlaust mál er því oft haldið fram að íslenskt mál sé afar „kynjað“. Svokölluð kynhlutlaus málnotkun gerir hins vegar íslenska málfræði í raun ekki „kynhlutlausa“ frá sjónarmiði málfræðinnar. Nafngiftin kyn er arfleifð frá forngrískum og latneskum mállýssingum þar sem nafnorðum var skipt niður í flokka eftir karlkyni, kvenkyni eða hvorugkyni. Skoðun 11.7.2022 13:00 Að vera hinsegin Lagalega séð er Ísland á góðum stað en lagaleg réttindi eru yfirborðskennd ef samfélagið stendur ekki vörð um þau. Hvað varðar félagsleg viðhorf og fordóma í samfélaginu þá lítur út fyrir að myndin sé önnur og hafi því miður farið versnandi. Skoðun 11.7.2022 12:00 Ekki langt í ofbeldið þegar fólk leyfir sér að sýna fordómana á götum úti Fræðslustýra samtakanna '78 segir að fordómar gegn hinsegin fólki dreifist enn hraðar meðal ungs fólks á netinu. Stórt bakslag hafi orðið í réttindabaráttunni en tískubylgja sem snýst um að gelta á hinsegin fólk á almannafæri fer nú um samfélagsmiðla. Innlent 10.7.2022 12:25 Tengja hinsegin samfélagið saman í gegnum kvikmyndalist Á dögunum stofnuðu Sólveig Johnsen og Viima Lampinen hinsegin kvikmyndaklúbbinn Glitter screen eða Glimmertjaldið. Fyrsta kvikmyndakvöld klúbbsins verður sunnudaginn 28. ágúst. Lífið 9.7.2022 19:59 « ‹ 10 11 12 13 14 15 16 17 18 … 33 ›
Ástin í öllum sínum formum Parið Unnur Guðrún Þórarinsdóttir og Sigríður Hermannsdóttir sameina krafta sína í þágu hinsegin samfélagsins með sölu á listaverkum. Salan rennur til Samtakanna '78 og Hinseginleikans, sem bæði vinna mikilvægt og kraftmikið starf. Blaðamaður tók púlsinn á þeim Unni og Sigríði. Menning 5.8.2022 13:00
Við sem vorum alltaf hér Hver kynslóð á fætur annarri hefur hærra hlutfall fólks sem er opinberlega hinsegin. Flest okkar taka líklega eftir sífellt fleirum í okkar nærumhverfi sem koma út úr skápnum og mig grunar að mest áberandi séu þau sem kjósa að nota önnur fornöfn en hann og hún. Skoðun 5.8.2022 10:30
Söfn fyrir öll Markmiðið með Regnbogaþræðinum er að miðla upplýsingum um hinsegin líf og tilveru, sýna hvernig hugmyndir um kyn og kynhneigð taka á sig ýmsar myndir á ólíkum tímum og ekki síst spyrja spurninga, skoða hið ósagða og hvetja gesti til gagnrýnnar hugsunar. Skoðun 3.8.2022 14:01
Særandi hamingjuóskir þeirra sem prumpa glimmeri Guðrún Hlín Bragadóttir hjúkrunarfræðingur skrifar einkar athyglisverða grein sem hún birtir á Vísi þar sem hún lýsir lífsreynslu maka þess sem kemur úr skápnum. Innlent 3.8.2022 10:06
Hin hliðin á skápnum Mig hefur stundum langað að skrifa um þá reynslu að vera við hinn endann á skápnum – maki þess sem kemur út úr skápnum. Það er reynsla sem lítið er rætt um og fáir sjá eða átta sig á þeim rússíbana flókinna tilfinninga sem fylgir henni. Skoðun 3.8.2022 09:52
Sérstaklega mikilvægt að halda Hinsegin daga í ljósi bakslags Hinsegin dagar voru settir í dag með regnbogamálun í miðborginni þegar Bankastræti var breytt í regnbogastræti. Dagskráin er fjölbreytt á þessari fyrstu hátíð eftir kórónuveirufaraldurinn og nær hámarki á laugardag með Gleðigöngunni og útihátíð í Hljómskálagarðinum. Innlent 2.8.2022 21:30
Lag Hinsegin daga lítur dagsins ljós Næs, lag Hinsegin daga 2022 kom út í morgun. Lagið flytur Bjarni Snæbjörnsson en það var upphaflega samið fyrir söngleikinn Góðan daginn, faggi sem sýndur hefur verið í Þjóðleikhúsinu. Daði Freyr úr Gagnamagninu gerði taktinn og Sigga Beinteins og Sigga Eyrún syngja bakraddir. Hinsegin dagar fara fram 2. - 7. ágúst næstkomandi Tónlist 30.7.2022 14:03
Áratugur vafasamra ummæla grafi undan trausti fólks á kerfinu Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði segir framgöngu Helga Magnúsar Gunnarssonar, vararíkissaksóknara, grafa undir trausti almennings á embætti ríkissaksóknara, dómstólum og hinu opinbera. Það eigi ekki aðeins við um ummæli sem hann lét falla um samkynhneigða hælisleitendur í síðustu viku heldur ummæli hans um ýmis viðkvæm málefni undanfarinn áratug. Innlent 29.7.2022 09:00
Skáldskapur um hinsegin líf og reynslu sé pólítísk aðgerð Lektor í íslenskum samtímabókmenntum við Háskóla Íslands fagnar þeim jákvæðu breytingum sem hafa orðið á útgáfu hinsegin bókmennta en segist óttast afturför í þeim efnum. Hún segir skerðingu tjáningarfrelsis hinsegin fólks hafa áhrif á skáldverk. Innlent 27.7.2022 23:28
Búin að tilkynna skemmdarverkin á hinsegin fánanum til lögreglu Grafarvogskirkja hefur tilkynnt skemmdarverk sem gerð voru á hinsegin fána fyrir framan kirkjuna til lögreglu. Krotað hefur verið í tvígang yfir regnbogann á seinustu dögum sem er ætlað að vera til marks um samstöðu með réttindabaráttu hinsegin fólks. Innlent 27.7.2022 12:18
„Ég vil ekki fara í próf til að sanna að ég sé hinsegin“ Samkynhneigð flóttakona frá Venesúela segir íslensk stjórnvöld ekki hafa veitt henni hæli þrátt fyrir að ólöglegt sé að vera hinsegin í heimalandi hennar. Henni sé hætta búin í heimalandinu vegna kynhneigðar sinnar, sem Útlendingastofnun telji að sé ekki til staðar. Innlent 26.7.2022 17:59
Kæra Samtakanna '78: Ummæli Helga séu rógburður eða smánun og teljist því til hatursorðræðu Samtökin '78 hafa kært Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara til lögreglu vegna ummæla sem hann lét falla um hinsegin hælisleitendur á Facebook-síðu sinni í síðustu viku. Samtökin segja ummælin rógburð eða smánun og falli þau því undir lög um hatursorðræðu. Innlent 26.7.2022 10:58
Aftur krotað yfir hinsegin fána Grafarvogskirkju Aftur var búið að krota á hinsegin fána á tröppum Grafarvogskirkju í gær. Innlent 26.7.2022 06:59
Samtökin '78 kæra vararíkissaksóknara til lögreglu Samtökin 78, samtök hinsegin fólks á Íslandi munu kæra Helga Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknara til lögreglu í dag vegna ummæla hans um hinsegin fólk og hælisleitendur. Innlent 26.7.2022 06:35
Hatur eins og þetta þoli illa dagsljósið Pétur G. Markan, biskupsritari og Margrét Lilja Vilmundardóttir, prestur í Fríkirkjunni Hafnarfirði fengu dularfullt bréf inn um lúguna nú á dögunum. Í bréfinu má sjá fordómafulla orðræðu gagnvart hinsegin samfélaginu og segja þau bréfið sýna hversu mikilvægt sé að halda baráttunni áfram. Innlent 25.7.2022 23:47
Ummæli Helga til skoðunar hjá embætti ríkissaksóknara Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir ummæli Helga Magnúsar Gunnarssonar um hinsegin hælisleitendur til skoðunar hjá embætti ríkissaksóknara. Innlent 24.7.2022 09:08
Gleðin allsráðandi í Ólafsvík Gleðin var allsráðandi á Hinseginhátíð Vesturlands sem fór fram í Ólafsvík í dag. Þar var að sjálfsögðu gengin gleðiganga líkt og tíðkast á sambærilegri hátíð sem haldin er í Reykjavík ár hvert. Innlent 23.7.2022 22:33
Sænsk fjölskylda málaði yfir antikrist við Grafarvogskirkju Skemmdarvargar máluðu orðið „antichrist!“ (e. antikristur) á hinseginfána sem búið er að mála á gangstéttina fyrir utan Grafarvogskirkju. Sænsk fjölskylda bauðst til að laga fánann og bjargaði málunum á mettíma. Innlent 23.7.2022 17:29
Þurfi að taka sig upp í kynlífi til að sanna kynhneigð Framkvæmdastjóri Samtakanna 78 segir ummæli vararíkissaksóknara toppinn á ísjakanum. Dæmi séu um það að samkynhneigðir menn hafi þurft að taka sig upp í kynlífi til þess að sanna að eigin kynhneigð. Innlent 23.7.2022 10:49
Segir galið að hælisleitendur þurfi að færa sannanir fyrir kynhneigð sinni Þingmaður Vinstri grænna segir galið að hinsegin hælisleitendur þurfi nokkurn tíma að færa sannanir fyrir kynhneigð sinni til að fá hæli hér á landi. Hann gagnrýnir orð vararíkissaksóknara um að nóg sé af hommum á Íslandi. Innlent 22.7.2022 20:00
Dómsmálaráðherra segir ummæli vararíkissaksóknara slá sig illa Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir ummæli Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara um hinsegin hælisleitendur slá sig illa. Það sé ekki undir honum komið að ákveða hvort ummælin séu tilefni til áminningar. Innlent 22.7.2022 15:04
Helgi segir sér þyki vænt um samkynhneigða og hafi aldrei haft neitt á móti þeim Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segir að sér þyki vænt um samkynhneigða og hann hafi aldrei haft neitt á móti þeim. Það megi þó ekki gera ráð fyrir að hælisleitendur, sem segist samkynhneigðir, segi satt til um það. Formaður Samtakanna 78 segir ummæli Helga skýrt merki um að fordómar séu til staðar innan kerfisins. Innlent 22.7.2022 11:50
Vararíkissaksóknari segir hinsegin hælisleitendur „auðvitað“ ljúga Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari tjáir sig á Facebook um frétt af máli hinsegin hælisleitenda á Íslandi. Hann spyr hvort það sé „einhver skortur á hommum á Íslandi.“ Innlent 21.7.2022 22:41
Hafi kembt samfélagsmiðla í marga klukkutíma til að afsanna að maðurinn væri samkynhneigður Stjórnvöld virðast ætíð ganga út frá því að hælisleitendur sem sækja um alþjóðlega vernd á grundvelli kynhneigðar séu að ljúga, að mati lögmanns. Nýfallinn dómur í máli hælisleitanda slái á fingur stjórnvalda í þessum efnum - og annað sambærilegt mál gæti verið á leið fyrir dóm. Innlent 21.7.2022 19:00
Bókasafn óstarfhæft vegna óánægju með hinsegin bókmenntir Bókasafni í bænum Vinton í Iowa hefur verið lokað tímabundið vegna uppsagna meirihluta starfsfólksins. Ástæðurnar fyrir uppsögnunum segir starfsfólkið vera áreitni bókasafnsgesta á starfsfólkinu yfir útleigu safnsins á hinsegin bókmenntum. Erlent 15.7.2022 17:05
Kraumandi fordómar gegn hinsegin fólki komnir upp á yfirborðið Íris Ellenberger, dósent í samfélagsgreinum við Háskóla Íslands, segir ákveðið bakslag hafa orðið í réttindum hinsegin fólks. Fjandsamleg orðræða gagnvart hinsegin fólki sé orðin opinberlega viðurkennd. Hún segir að við þurfum sífellt að vera á varðbergi og halda samtalinu virku. Innlent 12.7.2022 13:58
Verkfæri tungumálsins og ólíkir reynsluheimar Í umræðu um kynhlutlaust mál er því oft haldið fram að íslenskt mál sé afar „kynjað“. Svokölluð kynhlutlaus málnotkun gerir hins vegar íslenska málfræði í raun ekki „kynhlutlausa“ frá sjónarmiði málfræðinnar. Nafngiftin kyn er arfleifð frá forngrískum og latneskum mállýssingum þar sem nafnorðum var skipt niður í flokka eftir karlkyni, kvenkyni eða hvorugkyni. Skoðun 11.7.2022 13:00
Að vera hinsegin Lagalega séð er Ísland á góðum stað en lagaleg réttindi eru yfirborðskennd ef samfélagið stendur ekki vörð um þau. Hvað varðar félagsleg viðhorf og fordóma í samfélaginu þá lítur út fyrir að myndin sé önnur og hafi því miður farið versnandi. Skoðun 11.7.2022 12:00
Ekki langt í ofbeldið þegar fólk leyfir sér að sýna fordómana á götum úti Fræðslustýra samtakanna '78 segir að fordómar gegn hinsegin fólki dreifist enn hraðar meðal ungs fólks á netinu. Stórt bakslag hafi orðið í réttindabaráttunni en tískubylgja sem snýst um að gelta á hinsegin fólk á almannafæri fer nú um samfélagsmiðla. Innlent 10.7.2022 12:25
Tengja hinsegin samfélagið saman í gegnum kvikmyndalist Á dögunum stofnuðu Sólveig Johnsen og Viima Lampinen hinsegin kvikmyndaklúbbinn Glitter screen eða Glimmertjaldið. Fyrsta kvikmyndakvöld klúbbsins verður sunnudaginn 28. ágúst. Lífið 9.7.2022 19:59