Fréttir af flugi

Fréttir af flugi

Allt það helsta sem viðkemur flugi.

Fréttamynd

Allir far­þegarnir látnir

Allir sex sem voru um borð í sjúkraflugvél sem hrapaði í Fíladelfíuborg í Bandaríkjunum létust. Einn sem var á jörðu niðri er látinn og minnst nítján aðrir eru slasaðir. Vélin var nýtekin á loft þegar slysið varð, sem er nú til rannsóknar.

Erlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu

Sjúkraflugvél hrapaði til jarðar í Fíladelfíuborg í Bandaríkjunum skömmu eftir að hafa tekið á loft í nótt. Sex farþegar voru um borð og ekki er ljóst hvort einhver þeirra lifði af. Eldur kviknaði í nærliggjandi íbúðarhúsum við slysstað.

Erlent
Fréttamynd

Vonskuveður fram­undan

Vonskuveður á öllu landinu er framundan í kortunum að sögn veðurfræðings. Veðrið í dag hafði mikil áhrif á flugumferð.

Innlent
Fréttamynd

Sex­tíu flug­ferðum af­lýst

Hvassviðri sem gengur yfir landið mun hafa áhrif á flugáætlun Icelandair seinni partinn á morgun, 31. janúar. Flug til Evrópu í fyrramálið er á áætlun en raskanir eru á flugi til Íslands frá Evrópu eftir hádegið á morgun og einnig flugi sem er á áætlun til Norður-Ameríku og Evrópu síðdegis.

Innlent
Fréttamynd

Búið að ná 28 líkum upp úr ísi­lögðu vatninu

Fjölmiðlar vestanhafs segja 28 lík hafa verið heimt úr Potomac-ánni, þar sem brak úr flugvélinni og þyrlunni sem lentu saman í gærkvöldi flýtur innan um ís. Yfirvöld hafa ekki staðfest fjölda látinna en ef rétt reynist eru 39 enn í vatninu.

Erlent
Fréttamynd

Icelandair hefur flug til Miami

Icelandair tilkynnti í dag um nýjan áfangastað flugfélagsins. Það er Miami í Flórída ríki Bandaríkjanna. Fram kemur í tilkynningu að flogið verði til borgarinnar þrisvar í viku.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Öllum heilsast vel eftir fæðingu í há­loftunum

Móðir segir allt hafa farið á besta veg þegar hún fæddi barn í flugvél í gær. Einungis fimmtán mínútur liðu milli þess að hún fann að eitthvað væri að og þar til barnið var komið í heiminn. Vélinni var lent á Keflavíkurflugvelli eftir fæðinguna.

Innlent
Fréttamynd

Lenti á Ís­landi eftir fæðingu í há­loftunum

Flugvél frá úsbeksku flugfélagi lenti á Keflavíkurflugvelli í dag eftir að kona hafði fætt barn í vélinni þegar hún var á flugi yfir Grænlandi. Móðir og barn voru flutt á sjúkrahús til aðhlynningar, og heilsast báðum vel.

Innlent
Fréttamynd

Ó­happ á Reykja­víkur­flug­velli og flug­braut lokað

Flugbraut á Reykjavíkurflugvelli var lokað í kjölfar þess að flugvél fór út af braut við lendingu. Um var að ræða litla kennsluvél sem hlekktist á í lendingu samkvæmt upplýsingum frá Guðjóni Helgasyni, upplýsingafulltrúa ISAVIA. Atvikið átti sér stað um klukkan 11 í dag. Einn var um borð í vélinni.

Innlent
Fréttamynd

Auð­mjúkur for­stjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun

Stjórnendur fyrirtækja verja margir töluverðum tíma, orku og fjármagni í það að styrkja ímynd sína. Þeir láta fagljósmyndara taka góða ljósmynd, kaupa ráðgjöf um hvað skuli segja, hvenær og hvernig – og reyna síðan að koma sér í viðtöl þar sem markmiðið er að segja eitthvað háfleygt og gáfulegt.

Skoðun
Fréttamynd

Birta bráða­birgða­skýrslu vegna slyssins

Yfirvöld í Suður-Kóreu munu birta bráðabirgðaskýrslu um flugslysið sem varð á flugvellinum í Muan í landinu í lok síðasta mánaðar, ekki síðar en á mánudag. Slysið er það mannskæðasta sem orðið hefur í landinu en 179 af 181 um borð létu lífið. 

Erlent
Fréttamynd

„Þau eru bara fyrir“

Samgöngustofa tilkynnti ISAVIA fyrr í mánuðinum að loka þyrfti annarri tveggja flugbrauta Reykjavíkurflugvallar vegna trégróðurs. ISAVIA kemur til með að loka brautinni í næstu viku en er nú þegar bannað að nota hana þegar myrkrar.

Innlent
Fréttamynd

Heitar um­ræður um lokun flug­brautar

Heitar umræður mynduðust á fundi borgarstjórnar í dag um Reykjavíkurflugvöll en annarri flugbrauta vallarins verður lokað í næstu viku. Borgarfulltrúi segist ósáttur með seinagang meirihluta borgarstjórnar í málum varðandi flugvöllinn.

Innlent
Fréttamynd

Í skugga mis­vægis at­kvæðanna

Í kjölfar þess að fjárvana Samtök um betri byggð unnu kosningu 2001 um lokun herflugvallar í Vatnsmýri 2016 var teningum kastað. Upp reis harðsnúin og ófyrirleitin en vel fjármögnuð hreyfing svokallaðra flugvallarvina með tóm öfugmæli, útúrsnúninga, hálfsannleika, þvætting og lygar að vopni.

Skoðun
Fréttamynd

„Sér­stakt gleði­efni og gleður mitt hjarta“

Það kemur fyllilega til greina að endurskoða innkaupareglur ríkisins á flugmiðum segir Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra. Ríkið hefur verið sakað um óeðlilega viðskiptahætti en ráðherra segir mikilvægt að finna hagstæðustu lausnina fyrir ríkið, hvort sem það varðar kostnað vegna vinnuferða eða annarra innkaupa hins opinbera. Daði kveðst himinlifandi með áhuga almennings á skilvirkni í ríkisrekstri.

Innlent
Fréttamynd

Þögul sem gröfin um aug­lýsinguna um­deildu

Isavia, opinbera hlutafélagið sem rekur Keflavíkurflugvöll, gefur ekkert upp um kostnað við gerð og birtingu auglýsingar sem birt var á gamlárskvöld. Þá fást engin svör um hversu mikið það kostaði félagið að ráða samskiptafélag til að svara gagnrýni á auglýsinguna.

Viðskipti innlent