Kóngafólk

Fréttamynd

Katrín prinsessa greindist með krabba­mein

Katrín prinsessa af Wales hefur greinst með krabbamein og er í viðeigandi meðferð. Í yfirlýsingu frá Windsor-kastala segir Katrín að krabbameinið hafi fundist þegar hún gekkst undir magaaðgerð síðastliðinn janúar.

Erlent
Fréttamynd

Nýtt mynd­band af Katrínu vekur at­hygli

Myndband af Katrínu Middleton prinsessu af Wales og Vilhjálmi bretaprins að spóka sig á sveitabýli í Windsor hefur vakið athygli á netmiðlum. Samkvæmt breska götublaðinu The Sun var myndbandið tekið upp síðasta laugardag, þegar hún er sögð hafa sést meðal almennings. 

Lífið
Fréttamynd

Prinsinn grínaðist með list­ræna hæfi­leika Katrínar

Vilhjálmur Bretaprins grínaðist með listræna hæfni eiginkonu sinnar Katrínar Middleton þar sem hann heimsótti félagsmiðstöð fyrir ungt fólk í London í fyrradag. Brandarinn vakti mikla athygli enda Katrín nýbúin að eiga við mynd af sér og börnunum sínum.

Lífið
Fréttamynd

Sagan um brasilíska rassinn sterkust í Banda­ríkjunum

Fyrstu myndirnar af hertogaynjunni Katrínu Middleton á opinberum vettvangi í rúma tvo mánuði voru birtar í vikunni í bandarískum miðlum. Guðný Ósk Laxdal sérlegur sérfræðingur í málefnum bresku konungsfjölskyldunnar segir málið sýna hve góðum samskiptum Katrín og Vilhjálmur Bretaprins eigi við bresku pressuna.

Lífið
Fréttamynd

Draga til baka að prinsessan muni mæta

Breski herinn hefur fjarlægt fullyrðingu af vefsvæði sínu um að Kate Middleton, prinsessan af Wales, muni láta sjá sig í afmælisskrúðgöngu Karls Bretakonungs (e. Trooping the Color), sem fer fram í júní.

Lífið
Fréttamynd

Danskur gull­hringur sagður hafa verið í eigu konung­borinna

Danskir fornleifafræðingar hafa fundið danskan gullhring á suðurhluta Jótlands sem talinn er vera frá fimmtu til sjöttu öld. Hann er talinn hafa verið í eigu konungborinnar fjölskyldu sem er þá talin hafa ráðið lögum og lofum á svæðinu á þessum tíma.

Erlent
Fréttamynd

Nógu heilsu­hraustur fyrir sím­tal

Breska forsætisráðuneytið tilkynnti fjölmiðlum sérstaklega að Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, hyggist ræða við Karl Bretakonung símleiðis í dag. Eins og greint var frá því á dögunum er Karl með krabbamein. 

Lífið
Fréttamynd

„Guð geymi kónginn“

Friðrik tíundi er konungur Danmerkur. Formleg krýning hans átti sér stað klukkan eitt á íslenskum tíma þegar Margrét Þórhildur lýsti skrifaði undir afsagnaryfirlýsingu.

Erlent
Fréttamynd

Frið­rik tíundi verður Dana­konungur í dag

Friðrik krónprins verður í dag krýndur Friðrik tíundi Danakonungur við hátíðlega athöfn í Kristjánsborgarhöll. Íslendingar fylgjast kannski ekki grannt með þessum merka atburði í ljósi hrauntungnanna sem mjakast nær Grindavík með hverjum tímanum sem líður.

Erlent
Fréttamynd

For­setinn sendir skeyti en mæting afþökkuð

Ekki er gert ráð fyrir aðkomu fulltrúa erlendra ríkja til Danmerkur á sunnudag þegar Margrét Þórhildur Danadrottning lætur krúnuna í hendur Friðriks sonar síns. Forseti Íslands mun þó senda heillaskeyti til Danaveldis.

Innlent