Kóngafólk

Fréttamynd

Guðni og krón­prinsinn ganga að gos­stöðvunum

Hákon, krónprins Noregs, er staddur á Íslandi til þess að vera viðstaddur Hringborð norðurslóða sem hefst í Hörpu á morgun. Forseti Íslands tók á móti honum og eru þeir nú á göngu í átt að Fagradalsfjalli. 

Innlent
Fréttamynd

Karl III verði krýndur næsta vor

Karl III Bretlandskonungur verður krýndur þann 6. maí næstkomandi. Hann hefur sinnt embætti konungs frá andláti móður sinnar Elísabetar II Bretlandsdrottningar í september síðastliðnum.

Erlent
Fréttamynd

Harmar við­brögð sonarins og fjöl­skyldu hans

Margrét Þórhildur Danadrottning segist harma viðbrögð sonar síns, Jóakim prins, við ákvörðun hennar að svipta börn hans konungslegum titlum. Það hafi þó verið löngu kominn tími til að endurskoða hverjir beri titlana og þær skyldur sem þeim fylgja. Hún bindur vonir við að fjölskyldan fái frið til að vinna úr sínum málum. 

Erlent
Fréttamynd

„Þau hafa gott af þessu“

Margrét Danadrottning segir að barnabörn hennar sem svipt voru titlum sínum fyrr í dag hafi gott af því. Börn Jóakims Prins munu í framtíðinni ekki bera titlana prinsar og prinsessur en fá enn að vera greifar og greifynjur af Monpezat.

Erlent
Fréttamynd

Börn Jóa­kims prins svipt titlum sínum

Margrét Þórhildur Danadrottning hefur ákveðið að börn Jóakims prins beri í framtíðinni ekki titlana prins og prinsessur. Breytingin tekur gildi þann 1. janúar 2023. Breytingin nær bæði til barnanna tveggja sem hann á með fyrrverandi eiginkonu sinni Alexöndru greyfynju og þeirra tveggja sem hann á með Marie prinsessu, núverandi eiginkonu.

Erlent
Fréttamynd

Nýtt konungs­merki Karls III af­hjúpað

Nú eftir andlát Elísabetar II Bretlandsdrottningar breytist ýmislegt til þess að marka komu nýs konungs. Til dæmis verða breytingar gerðar á útliti pundsins og nýtt konunglegt merki sem prýðir til dæmis póstkassa og byggingar verður tekið í notkun. Merki Karls III Bretlandskonungs var kynnt í gær.

Erlent
Fréttamynd

Bæði Karl og Elísabet munu prýða breska mynt

Mynt með andlitsmynd Karls Bretakonungs mun fara í umferð en mynt með andlitsmynd Elísabetar heitinnar Bretadrottningu verður einnig lögmætur gjaldmiðill. Þetta er í fyrsta sinn í rúm fimmtíu ár sem mynt með andliti bæði drottningar og konungs verða í umferð á sama tíma. 

Erlent
Fréttamynd

Söguleg og tilfinningaþrungin athöfn: „Elísabet Bretlandsdrottning stóð sína plikt“

Íslensku forsetahjónin segja það heiður að hafa fengið að vera viðstödd útför Elísabetar II drottningar sem fór fram í dag. Það hafi verið tilfinningaþrungið og sögulegt, sjötíu ár Elísabetar í embætti hafi einkennst af þjónustu, samviskusemi og virðingu. Um fimm hundruð fulltrúar um tvö hundruð þjóða heims voru viðstaddir. Forsetafrúin náði að kasta kveðju á gamla kunningja, bandarísku forsetahjónin Jo og Jill Biden. 

Erlent
Fréttamynd

Fengu boðskort og þurftu ekki að bíða í röð

Útför Elísabetar II Bretadrottningar verður á morgun. Hundruð þjóðarleiðtoga streyma nú til Lundúna þar sem fólk hefur beðið marga klukkutíma til að votta Elísabetu II Bretadrottningu virðingu sína. Á meðal þeirra eru Íslendingar sem segja drottninguna hafa átt stóran sess í sínu lífi.

Erlent
Fréttamynd

Hundrað manna starfs­liði Karls til­kynnt um mögu­leg starfs­lok

Starfsliði Karls III, konungs Bretlands er sagt hafa verið tilkynnt að allt að hundrað manns af starfsliði sem vann hjá honum í konunglega bústaðnum Clarence House að það gæti misst vinnuna þegar starfsskyldur hans breytast í kjölfar andláts Elísabetar II Bretlandsdrottningar.

Erlent
Fréttamynd

Vara fólk við því að geta þurft að bíða í röð í tólf tíma

Kista Elísabetar Bretadrottningar verður í dag flutt frá Buckingham höll og yfir í Westminster Hall, þar sem hún mun liggja í fjóra daga. Karl III Bretakonungur og synir hans Vilhjálmur og Harry munu fylgja kistunni fótgangandi. Með þeim munu ganga systkini Karls; Anna, Andrés og Játvarður.

Erlent
Fréttamynd

Síðasta nótt drottningarinnar í Bucking­ham-höll

Kista Elísabetar II Englandsdrottningar er komin í Buckingham-höll, þar sem hún verður þar til á morgun. Börn drottningarinnar og barnabörn tóku á móti henni í höllinni, sem var heimili hennar frá því hún tók við embætti og til ársins 2020.

Erlent
Fréttamynd

Tveggja ára fangelsi fyrir að hæðast að drottningunni

Taílenskur aðgerðasinni var í gær dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að mótmæla á götum Bangkok, klæddur sem drottningin. Dómurinn mat það sem svo að aðgerðasinninn hafi verið að hæðast að drottningunni með því að klæðast sem hún.

Erlent
Fréttamynd

Börn drottningarinnar stóðu Vakt prinsanna

Karl þriðji Bretakonungur og systkini hans, börn Elísabetar II, stóðu vakt við líkkistu hennar í dómkirkju heilags Giles í Edinborg í Skotlandi síðdegis í dag. Um er að ræða hefð sem nær tæpa öld aftur í tímann.

Erlent
Fréttamynd

Andrés mun sjá um hunda drottningarinnar

Andrés prins, annar sonur Elísabetar II, og fyrrverandi eiginkona hans, Sara, munu sjá um Corgi-hunda drottningarinnar, Muick og Sandy, eftir andlát hennar. Hundana fékk drottningin að gjöf frá syni sínum.

Erlent