Fjölmiðlar

Fréttamynd

Segir at­vikið að­för að blaða­mönnum

Margréti Friðriksdóttur, ritstjóra miðilsins Fréttin.is var vísað úr flugvél Icelandair í dag sem átti að fara til Munchen en Margrét ætlaði sér til Rússlands í vinnuferð. Hún segist niðurlægð eftir atvik dagsins, Icelandair hafi brotið á hennar réttindum og hún sé tilbúin til þess að fara með málið fyrir dómstóla.

Innlent
Fréttamynd

Margréti Friðriks vísað úr flugvél Icelandair

Margrét Friðriksdóttir, sem er ritstjóri vefsins Frettin.is, var á leið til Rússlands í morgun en var vísað úr flugvélinni, er strandaglópur á Íslandi og getur því ekki fjallað af eigin raun um ástandið á herteknu svæðunum í Úkraínu.

Innlent
Fréttamynd

Þekkja ekki deili á boðsferð fréttamanna til Lúhansk

Rússneska sendiráðið hefur ekki upplýsingar um hvert stendur að baki boði til íslenskra fjölmiðla um að ferðast til Lúhansk í Úkraínu til að fylgjast með umdeildri íbúakosningu. Íslenskur karlmaður sendi fjölmiðlum boðið en vill ekki segja nákvæmlega á hvers vegum það er.

Innlent
Fréttamynd

Bein út­sending: Út­varps­þing 2022

Stefna Ríkisútvarpsins til ársins 2026 verður kynnt á Útvarpsþingi sem fram fer í dag milli klukkan 9 og 12. Yfirskrift þingsins er „RÚV okkar allra – fyrir þig“.

Innlent
Fréttamynd

Formaður BÍ segist ekkert botna í því hvað Bjarna gangi til

Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands (BÍ), segist ekki vita hvað Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, gangi til með að vilja blanda sér mál sem snýr að rannsókn lögreglu á fjórum blaðamönnum. Afstaða hans standist enga skoðun.

Innlent
Fréttamynd

Stjórnin endurspegli ekki hluthafahóp Sýnar

Í dag fóru þrjú félög, sem saman fara með 10,8 prósent hlut í Sýn, fram á að haldinn yrði annar hluthafafundur og ný stjórn yrði kjörin. Fasti ehf., sem er í eigu hjónanna Hilmars Þórs Kristinssonar og Rannveigar Eirar Einarsdóttur, er stærsta félagið í hópnum. Hilmar Þór segir að stjórn Sýnar endurspegli einfaldlega ekki hluthafahóp félagsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Ekki kann lögreglan að meta það“

Í þakkarræðu sinni á Edduverðlaununum í kvöld skaut Þóra Arnórsdóttir föstum skotum að lögreglu og Samherja þegar hún tók við verðlaunum fyrir hönd umsjónarmanna Kveiks, sem hlutu verðlaun fyrir fréttaskýringaþátt ársins. 

Innlent
Fréttamynd

Út­varpi Sögu hafnað um rekstrar­stuðning

SagaNet-Útvarp Saga ehf. sem rekur bæði útvarpsstöðina Útvarp Saga og samnefndan vefmiðil var hafnað um rekstrarstuðning frá fjölmiðlanefnd. Félagið var eitt þriggja sem var hafnað um stuðning.

Innlent
Fréttamynd

Jón Steinar opnar sig um vinslit sín og Davíðs

Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari, segist ekki vita hvers vegna Davíð Oddsson, nú ritstjóra Morgunblaðsins áður forsætisráðherra með meiru, hafi farið í fýlu við sig. Sennilega vegna einhverra skoðana sinna en honum sé sama, hann er bundinn sannfæringu sinni og öðru ekki. 

Innlent
Fréttamynd

Inn­herji á Vísi færður fyrir aftan greiðslu­vegg

Frá og með deginum í dag verður viðskiptamiðillinn Innherji á Vísi í áskrift og færður fyrir aftan greiðsluvegg. Samhliða þessu er ný innskráning á Vísi kynnt til leiks þar sem notast er við rafræn skilríki. Þegar fram líða stundir verður ýmis önnur þjónusta í boði fyrir innskráða lesendur.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Um 380 milljónum deilt til 25 einka­rekinna fjöl­miðla

25 einkareknir fjölmiðlar deila með sér rúmlega 380 milljónum króna samkvæmt niðurstöðu úthlutunarnefndar um rekstrarstuðning til einkarekinna fjölmiðla. Þremur umsóknum var hafnað þar sem umsóknirnar uppfylltu ekki skilyrði fyrir rekstrarstuðning en í heildina sóttu fjölmiðlarnir 28 um rekstrarstuðning að fjárhæð 917,5 milljónir króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lífeyrissjóðir settu nær öll atkvæði sín á Pál og Jóhann í stjórnarkjöri Sýnar

Þrír af stærstu lífeyrissjóðunum í hluthafahópi Sýnar, sem ráða samanlagt yfir 26,5 prósenta eignarhlut, settu nær öll atkvæði sín á þá Pál Gíslason og Jóhann Hjartarson í stjórnarkjöri fjölmiðla- og fjarskiptafélagsins í lok síðasta mánaðar og tryggðu þannig að allir þeir stjórnarmenn sem sóttust eftir endurkjöri héldu sætum sínum. Á meðal þeirra sem fékk ekki eitt einasta atkvæði frá sjóðunum var stærsti einkafjárfestirinn í Sýn. 

Innherji
Fréttamynd

Hugsa eigi um vöru­­merki eins og litla svarta kjólinn

Það getur ýmislegt mælt með því að breyta útliti rótgróins vörumerki en það er engin ástæða til að gera það ef markmiðið er bara að gera breytingar breytinga vegna. Hugsa á um vörumerki eins og litla klassíska svarta kjólinn í fataskápnum sem passar alltaf og fer líklega aldrei úr tísku.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Streymi Rúv lá niðri

Samkvæmt tilkynningu á vef Ríkisútvarpsins lá allt streymi á vef og í appi niðri um stund áðan. Bilunin gæti varla hafa orðið á verri tíma nú þegar kvennalandsliðið í knattspyrnu leikur upp á sæti á heimsmeistaramóti.

Innlent
Fréttamynd

Lokað á Novaya Gazeta í Rússlandi

Dómstóll í Rússlandi hefur svipt Novaya Gazeta, einn af síðustu frjálsu fjölmiðlum Rússlands, starfsleyfinu. Blaðið verður því að hætta allri sinni starfsemi í Rússlandi. 

Erlent
Fréttamynd

Ritstýrir Húsfreyjunni samhliða starfi bæjarstjóra

Gengið hefur verið frá ráðningu nýs ritstjóra Húsfreyjunnar, tímariti Kvenfélagasambands Íslands. Sigríðar Ingvarsdóttur tekur við starfinu af Kristínu Lindu Jónsdóttur sem ritstýrt hefur tímaritinu í tæpa tvo áratugi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sambandinu.

Lífið
Fréttamynd

Blaða­mennska í á­gjöf norð­lensks réttar­fars

Enn hefur lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra kallað fjóra blaðamenn til yfirheyrslu vegna tapaðs síma í eigu húskarls Samherja. Enn heyrist ekkert af yfirheyrslum yfir Samherjamönnum vegna meintar mútustarfssemi í þróunarlandi – örlítið stærra mál en tapaður sími.

Skoðun
Fréttamynd

Jón nýr í stjórn og Petrea verður stjórnarformaður

Petrea Ingileif Guðmundsdóttir var í dag kjörin nýr stjórnarformaður Sýnar á hluthafafundi sem fór fram í höfuðstöðvum félagsins við Suðurlandsbraut í hádeginu í dag. Jón Skaftason kemur einn nýr inn í stjórn félagsins. Fjórir af fimm fyrri stjórnarmönnum sóttust eftir endurkjöri og hlutu allir kjör.

Viðskipti innlent