Fjölmiðlar

Fréttamynd

Einföld spurning fyrir „rannsakendur“ Kastljóss

Gögn sem birst hafa undanfarna daga staðfesta grun um samansúrrað samráð og samskipti Kastljóss RÚV og Seðlabanka Íslands í aðdraganda innrásar í höfuðstöðvar Samherja og við gerð makalausra Kastljósþátta í lok mars og byrjun apríl 2012.

Skoðun
Fréttamynd

Verið að „fínpússa“ fjölmiðlafrumvarpið

Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, verður lagt fram á Alþingi en stefnt er að því að það verði nú á haustþingi. Vinnu við frumvarpið í ráðuneytinu er ekki lokið.

Innlent
Fréttamynd

Blaðamenn greiða atkvæði um verkfallsaðgerðir

Blaða- og fréttamenn og myndatökumenn á fjölmiðlum sem eiga aðild að Samtökum atvinnulífsins greiða atkvæði á morgun um boðun verkfalla sem hefjast hinn 8. nóvember hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma.

Innlent
Fréttamynd

Um störf fjölmiðlanefndar

Tilkynnt var í síðustu viku að mennta- og menningarmálaráðherra hafi skipað fjölmiðlanefnd til næstu fjögurra ára. Af því tilefni sköpuðust umræður um nefndina í fjölmiðlum, þar sem nokkuð bar á rangfærslum um störf nefndarinnar.

Skoðun
Fréttamynd

„Ljóst að téð húsleit var á vitorði margra“

Seðlabanki Íslands segir að ekkert liggi fyrir um það að upplýsingum um húsleit hjá Samherja hf. og tengdum aðilum í mars 2012 hafi verið lekið frá Seðlabankanum enda ljóst að téð húsleit var á vitorði margra, eins og segir í tilkynningu sem birt hefur verið á vef bankans.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Meintum leka Seðlabankans til RÚV vísað til lögreglu

Forsætisráðherra hefur vísað máli vegna ætlaðs upplýsingaleka frá Seðlabankanum til RÚV í aðdraganda húsleitar hjá Samherja til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem lekinn kunni að fela í sér refsivert brot. Þetta kemur fram í bréfi forsætisráðuneytisins til lögreglunnar. Rannsókn innri endurskoðanda Seðlabankans leiddi í ljós að framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlits Seðlabankans var í tölvupóstsamskiptum við starfsmann RÚV í rúman mánuð áður en ráðist var í húsleitina 27. mars 2012. Frétta- og myndatökumenn RÚV voru mættir við skrifstofur Samherja áður en húsleitin hófst.

Viðskipti innlent