Dýr

Fréttamynd

Ekkert lát á einkar skæðri fugla­flensu

Ekkert lát virðist vera á útbreiðslu fuglaflensunnar. Hið skæða afbrigði, H5N1, hefur geisað í Evrópu síðan haustið 2021. Ellefu ára stúlka lést nýlega úr flensunni í Kambódíu og hæsta viðbúnaðarstig er enn í gildi á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Fölsk ekkja étur lifandi dverg­snjáldru

Vísindamenn við Háskólann í Galway á Írlandi birtu nýlega myndband af falskri ekkju (e. False Widow Spider) að éta dvergsnjáldru. Snjáldran er friðuð á Írlandi en köngulóin hefur aldrei áður sést ráðast á hana. 

Lífið
Fréttamynd

„Ég hef aldrei séð svona“

Hryllilegt ástand á yfirgefnum heimilisketti í Reykjanesbæ er til marks um kúvendingu sem orðið hefur á starfsemi samtakanna Villikatta síðustu ár, að sögn formanns. Fólk yfirgefi ketti sína í síauknum mæli. Dýralæknakostnaður samtakanna tvöfaldaðist í fyrra miðað við árið á undan.

Innlent
Fréttamynd

Tók fuglana í bænum undir sinn verndarvæng í frosthörkum

Óvenjulangar frosthörkur hafa orðið til þess að fjöldi fugla glímir við máttleysi eða hafa hreinlega drepist úr kulda eða hungri. Íbúi í Hafnarfirði hefur tekið fuglana í bænum undir sinn verndarvæng og gefur þeim allt að þrisvar sinnum á dag.

Innlent
Fréttamynd

Myndi stela apa aftur ef hann gæti

Karlmaður sem grunaður er um að hafa stolið tveimur öpum úr dýragarðinum í Dallas segir að hann myndi stela fleiri öpum ef honum yrði sleppt úr haldi. Maðurinn er ekki talinn tengjast grunsamlegum dauðdaga hrægamms í sama dýragarði. 

Erlent
Fréttamynd

Missti nær allar eigur sínar í bruna en ekki kettlinginn Leó

Það er ekki nema von að hinum 12 ára gamla Kristófer Adam Stefánssyni hafi brugðið við að sjá herbergið sitt eftir að eldur kviknaði út frá hleðslutæki síðastliðið laugardagskvöld. Helga Sóley Hilmarsdóttir, móðir hans, segir eldsvoðann hafa verið líkt og þruma úr heiðskíru lofti.

Innlent
Fréttamynd

Kyn­lífs­s­vall og svefn­leysi banar poka­köttum

Niðurstöður nýrrar ástralskrar rannsóknar benda til að karlkyns pokakettir fórni svefni til að tryggja sér kynlíf og að þessi forgangsröðun spili stóran þátt í ótímabærum dauða þeirra. Rannsóknin bendir til að karldýrin ferðist langar vegalengdir í von um að finna kvendýr og sleppi því að sofa á meðan. 

Erlent
Fréttamynd

Krummi í lagi en alls ekki Kisa

Nýr úrskurður mannanafnanefndar, sem hafnaði nafninu Kisa, styrkir þingmann Sjálfstæðisflokksins enn frekar í þeirri trú sinni að leggja eigi nefndina niður. Við kynntum okkur hinn umdeilda úrskurð og íslensk dýranöfn, sem þykja mishentug á menn.

Innlent
Fréttamynd

Reyna að vekja dódó-fuglinn til lífsins

Vísindamenn við Háskólann í Kaliforníu vilja vekja hinn útdauða dódó-fugl aftur til lífs en tegundin dó út á 17. öld. Með nýjum aðferðum við raðgreiningu erfðaefnis og nýjungum í genabreytingartækni telja vísindamennirnir að hægt sé að koma aftur upp stofni af dódó-fuglum. 

Erlent
Fréttamynd

Ríki lýsir yfir stríði gegn smáfuglum

Stjórnvöld í Kenía hafa lýst yfir stríði við lítinn 12 sentímetra smáfugl og ætla sér að drepa sex milljónir þeirra á næstunni. Dýrafræðingar hafa miklar áhyggjur og segja aðgerðirnar ógna mörgum öðrum dýrategundum.

Erlent
Fréttamynd

Diego er mættur aftur

Ófáir tóku gleði sína á ný þegar Diego, einn frægasti köttur landsins mætti aftur á vaktina í verslun A4 í Skeifunni.

Lífið
Fréttamynd

Para­in­flúensa finnst nú í öllum lands­hlutum

Bovine Parainflúensa 3 veiran (BPIV3) greindist fyrst hér á landi á einum bæ á Norðausturlandi snemma haustið 2022. Ekki var vitað hvort um væri að ræða einstakt tilfelli eða hvort veiran væri dreifð í kúastofninum. Eftir rannsókn Matvælastofnunar (MAST) er komið í ljós að veiran finnst í öllum landshlutum. 

Innlent
Fréttamynd

Hvalur flæktist í hengingaról

Hræ af hvalskálfi vakti athygli vegfaranda við ströndina við Innri Njarðvík í gær. Hvalurinn virðist hafa hafa flækst í línu af veiðarfærum og hlotið slæman dauðdaga.  

Innlent
Fréttamynd

Lausagöngubann katta varð aldrei og hugmyndin virðist úr sögunni

Ekkert verður af banni við lausagöngu katta að næturlagi á Akureyri. Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir breytingu hafa orðið í viðhorfi með myndun nýs meirihluta í bæjarstjórn. Ekkert hafi breyst varðandi lausagöngu katta því málið hafi aldrei farið í aðra umræðu.

Innlent
Fréttamynd

Hvítabirnir á Suðaustur-Grænlandi koma vísinda­mönnum á ó­vart

Lítill en einangraður stofn hvítabjarna, sem heldur til á Suðaustur-Grænlandi, hefur sýnt einstaka hæfni við að laga sig að breyttum lífsskilyrðum með hverfandi hafís og er auk þess erfðafræðilega frábrugðinn öðrum stofnum. Þetta er niðurstaða alþjóðlegs hóps vísindamanna, sem kallar eftir sérstakri verndun þessa undirstofns.

Erlent
Fréttamynd

Hjartans dýrin

Voff, voff, voff er hljóðið sem bíður mín í hvert skipti sem ég kem inn á heimili mitt. Þar bíður mín hoppandi, skoppandi hundur sem hefur ekki enn uppgötvað að hann er ekki kengúra. Maður veltir því ósjálfrátt fyrir sér hvort það sé hans heitasta ósk að komast upp í faðminn minn og fá smá klapp og knús.

Skoðun