MeToo

Fréttamynd

Ný gögn varpa ljósi á hinstu daga Ep­steins

Jeffrey Epstein þjáðist af svefnleysi og átti erfitt með að aðlagast lífi í fangelsi áður en hann svipti sig lífi árið 2019. Hann var skilinn eftir einn í klefa og fangaverðir trössuðu að fylgjast með honum þrátt fyrir að hann hefði reynt að hengja sig skömmu áður.

Erlent
Fréttamynd

„That 70s Show“ leikari dæmdur fyrir nauðgun

Leikarinn Danny Masterson, sem er hvað þekktastur fyrir að leika í þáttunum That ’70s Show, sem nutu mikilla vinsælda um og eftir aldarmótin síðustu, hefur verið sakfelldur fyrir að nauðga tveimur konum. Kviðdómendur komust ekki að niðurstöðu varðandi þriðju nauðgunina sem hann var ákærður fyrir.

Erlent
Fréttamynd

Armie Hammer ekki ákærður fyrir nauðgun

Leikarinn Armie Hammer verður ekki ákærður fyrir nauðgun. Hann var sakaður um nauðgun árið 2021 en saksóknarar í Los Angeles hafa ákveðið að ákæra ekki vegna skorts á sönnunargögnum. Hammer hefur verið sakaður um ofbeldi, líkamlegt og kynferðislegt, af mörgum einstaklingum.

Erlent
Fréttamynd

Á­sakandi Bidens leitar skjóls í Rúss­landi

Kona á sextugsaldri sem sakaði Joe Biden Bandaríkjaforseta um kynferðisofbeldi í aðdraganda forsetakosninganna 2020 segist flutt til Rússlands og ætla að sækja um ríkisborgararétt þar. Hún segist upplifa sig öruggari í Rússlandi en heimalandinu.

Erlent
Fréttamynd

„Ég er hér vegna þess að Donald Trump nauðgaði mér“

Rithöfundurinn E. Jean Carroll sagði fyrir dómi í dag að Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti hafi nauðgað henni á tíunda áratugnum. Í kjölfarið hafi hún ekki getað átt í ástarsamböndum og mannorð hennar hafi verið í rúst eftir að hann sakaði hana um lygar.

Erlent
Fréttamynd

Velja kvið­dóm­endur í nauðgunar­máli Trump

Byrjað verður að velja kviðdómendur í máli E. Jean Carroll, fyrrverandi pistlahöfundar, gegn Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í New York í dag. Carroll sakar Trump um að hafa nauðgað sér í stórverslun í borginni á 10. áratugnum.

Erlent
Fréttamynd

Pétur „Jesús“ iðrast gjörða sinna

Söngvarinn Pétur Örn Guðmundsson, betur þekktur sem Pétur „Jesús“ birti afsökunarbeiðni á Facebook-síðu sinni fyrr í dag. Hann segist sjá eftir því að hafa sært söngkonuna Elísabetu Ormslev á meðan þau voru í sambandi og eftir að þau hættu saman. 

Lífið
Fréttamynd

Metoo hvað nú?

Stígamót voru stofnuð 1990 – rúmum þrjátíu árum síðar er loksins til farvegur fyrir konur að segja frá, segja sögu sína og jafnvel vera svo forhertar að ljóstra upp um ofbeldismenn. Konum hefur hefnst grimmilega í gegnum tíðina fyrir að segja frá, hafa jafnvel þurft að flýja land; þeim verið útskúfað fyrir það eitt að segja frá.

Skoðun
Fréttamynd

Edda hætt á Heimildinni

Edda Falak lét af störfum á fjölmiðlinum Heimildinni í síðustu viku. Nýlega tilkynnti hún stjórnendum miðilsins að hún hefði ekki sagt rétt frá starfsferli sínum erlendis.

Innlent
Fréttamynd

Flugfreyjur í stuttum pilsum þurftu að teygja sig upp

Þær byrjuðu margar að fljúga á árunum upp úr 1960 og voru fyrsta kynslóðin sem gerði flugfreyjustarfið að ævistarfi. Þær halda enn hópinn, sem telur meira að segja fyrrverandi forsætisráðherra, og rifja upp gamlar sögur úr fluginu.

Lífið
Fréttamynd

Organ­ista Digra­nes­kirkju sagt upp störfum

Sólveigu Sigríði Einarsdóttur, organista í Digraneskirkju, hefur verið sagt upp störfum. Sunna Dóra Möller, sóknarprestur í Hjallakirkju, segir að þar með sé búið að láta „síðasta þolandann fjúka úr Digranesi“. 

Innlent
Fréttamynd

Afsaka sig á Twitter á meðan aðrir velta sannleikanum fyrir sér

Yfirlýsing Eddu Falak og ritstjóra Heimildarinnar þess efnis að Edda hafi logið til um störf sín í Danmörku þar sem hún kveðst hafa orðið fyrir áreiti, hefur kallað fram misjöfn viðbrögð landsmanna á samfélagsmiðlum. Fjöldi fólks styður Eddu með þátttöku í #afsakið-herferð á meðan aðrir setja spurningamerki við trúverðugleika hennar. Edda segist sjálf ætla senda bardagakappann Gunnar Nelson á þann næsta sem fái hana á heilann.

Innlent
Fréttamynd

Skipti engu máli hvort Edda hafi unnið í bakaríi eða banka

Hildur Lillendahl og Sóley Tómasdóttir segja aðferðir Frosta Logasonar við að reyna að „slaufa“ Eddu Falak illa rökstuddar og ódýrar. Engu máli skipti hvort hún hafi unnið í banka eða bakaríi. Vilja þær að samfélagið læri af reynslunni og hætti að láta „vænisjúka samsæriskenningasmiði“ stjórna samfélagsumræðunni. 

Innlent
Fréttamynd

Karlar sem afhjúpa konur

Feðraveldið hefur alltaf reynt að spila á femíníska aðferðafræði, notfæra sér þær leiðir sem verið er að fara hverju sinni og skrumskæla þær með einhverjum hætti. Í dag eru gerðar tilraunir til að slaufa femínistum (til baka) fyrir glæpsamlegt athæfi, þó ásakanirnar séu illa rökstuddar, glæpirnir óljósir og jafnvel bara alls ekki til staðar.

Skoðun
Fréttamynd

„Ég þykist vita að Heimildin sé komin í ákveðna klemmu"

„Ég mun ekki gefa upp nákvæmlega hvernig ég fékk þessar upplýsingar staðfestar eða hverja ég talaði við en ég get sagt að ég hefði aldrei komið fram með þessar ásakanir ef ég hefði ekki verið búinn að fá þetta allt saman hundrað prósent staðfest,“ segir Frosti Logason fjölmiðlamaður í samtali við Vísi.

Innlent
Fréttamynd

Opið bréf til Heimildarinnar

Í síðasta mánuði tilkynntuð þið á Heimildinni með formlegum hætti að hlaðvarpsstjórnandinn Edda Falak hefði hafið störf á ykkar miðli þar sem hún mun gegna því mikilvæga hlutverki að fjalla um margvíslegar birtingarmyndir ofbeldis og áhrif þess á þolendur og samfélagið allt.

Skoðun
Fréttamynd

„Það er ekki í lagi að vera með kyn­ferðis­legar at­huga­semdir“

„Með þessari aðgerðavakningu erum við að reyna að fá vinnustaði til að senda skýr skilaboð út í vinnuumhverfið og skapa umræður um hvað kynferðisleg áreitni er og hvernig hún birtist,“ segir Sara Hlín Hálfdanardóttir sérfræðingur og verkefnastjóri um nýtt átak Vinnueftirlitsins, #TökumHöndumSaman.

Innlent