Þjóðkirkjan

Fréttamynd

Organ­ista Digra­nes­kirkju sagt upp störfum

Sólveigu Sigríði Einarsdóttur, organista í Digraneskirkju, hefur verið sagt upp störfum. Sunna Dóra Möller, sóknarprestur í Hjallakirkju, segir að þar með sé búið að láta „síðasta þolandann fjúka úr Digranesi“. 

Innlent
Fréttamynd

Kveður kirkjuna og heldur á ný mið: „Ég hef engar á­hyggjur af Guði“

Tæpir fjórir áratugir eru liðnir síðan Dr. Sigurður Árni Þórðarson var vígður prestsvígslu í Dómkirkjunni. Nú er komið að tímamótum því í Hallgrímskirkju á morgun heldur Sigurður sína síðustu messu. Hann ætlar þó ekki að sitja auðum höndum. Hann er búinn að sækja um í meistaranámi, ætlar að læra ljósmyndun og taka upp þráðinn í matargerðinni.

Lífið
Fréttamynd

Kúamessa í stærsta fjósinu á Suðurlandi

Heldur óvenjuleg messa verður haldin á morgun, en það er Kúamessa í stærsta fjósinu á Suðurlandi. Tveir kórar munu syngja í messunni. Presturinn hefur mestar áhyggjur af því að verða baulaður niður af kúnum

Innlent
Fréttamynd

Meðlimum Þjóðkirkjunnar fækkar um 530

Skráðum einstaklingum í Þjóðkirkjuna hefur fækkað um 530 síðan 1. desember 2022. Trúfélagið er þó ennþá langfjölmennasta trúfélag landsins með 226.939 skráða meðlimi. 

Innlent
Fréttamynd

Ríkið á­kveði ekki aðild barna að trú­fé­lögum

Trú og lífsskoðanir eru ein mikilvægustu einkamál hvers og eins í lífshlaupinu. Trúna er eðli málsins samkvæmt hvorki hægt að taka af manneskjunni né þröngva upp á hana. Trúfrelsið er eitt af mikilvægum mannréttindum sem Íslendingar búa við. Trú- og lífsskoðunarfélög á Íslandi telja marga tugi. Réttur fólks til að tilheyra einhverju þeirra, eða ekki, er óskoraður.

Skoðun
Fréttamynd

Leggur til afnám við sjálfkrafa skráningu barna í trúfélög

Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram frumvarp um breytingar á lögum um skráð trú- og lífsskoðunarfélög. Breytingin felur í sér að færa ákvörðun um félagsaðild barna í trú- og lífsskoðunarfélög til foreldra og síðar til barnanna sjálfra þegar þau ná 12 ára aldri.

Innlent
Fréttamynd

Lög­maður Gunnars dregur í efa að biskup sé biskup

Auður Björg Jónsdóttir, lögmaður Gunnars Sigurjónssonar, fyrrverandi sóknarprests í Digraneskirkju, hefur sent erindi á Drífu Hjartardóttur, forseta kirkjuþings, þar sem hún óskar eftir því að Drífa úrskurði um hæfi biskups til að taka ákvarðanir um Gunnar.

Innlent
Fréttamynd

Biskup Íslands tilkynnir starfslok

Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands mun láta af embætti eftir átján mánuði. Þetta kom fram í nýárspredikun hennar í Dómkirkjunni í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Gleði og sorg á tímum vantrúar

Orð Agnesar Sigurðardóttur biskups um að þöggun einkenni trúarlega umræðu hér á landi hafa vakið athygli. Hún spyr „hvort samhengi [sé] á milli vanlíðunar ungs fólks og þess að ekki [megi] lengur fræða börnin um kristna trú í skólum landsins.“ Þær vangaveltur rifjuðu upp viðtal sem tekið var á aðventunni 2021 við Björn Hjálmarsson geðlækni á barna- og unglingageðdeild Landspítalans („Segir byltingar hafa rænt unglinga bernskunni“ ruv.is, 13/12/2021).

Skoðun
Fréttamynd

Sið­mennt fær 68 milljónir í sóknar­gjöld á næsta ári

Siðmennt fær samkvæmt lauslegum útreikningum formannsins um 68 milljónir króna í sóknargjöld á næsta ári. Inga Auðbjörg K. Straumland formaður Siðmenntar segir þetta alltof mikið og til komið vegna grjótharðrar hagsmunabaráttu Þjóðkirkjunnar. Hún ætlar samt að þiggja fjármunina.

Innlent
Fréttamynd

Hall­æris­legt að kirkjan spili sig sem fórnar­lamb

Formaður Siðmenntar segir hallærislegt að kirkjan láti eins og hún sé fórnarlamb. Kirkjan sé í mikilli forréttindastöðu og fái ótæpilega mikla fjármuni frá ríkinu. Hún gagnrýnir jólaprédikun biskups, sem sagði óvinsælt að nefna Guð kristinna manna í almennri umræðu.

Innlent
Fréttamynd

Biskup fjallaði um ofbeldi meðal barna

Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands fór um víðan völl í jóladagspredikun sinni frá Grafavogskirkju í morgun. Hún fór yfir mikilvægi tungumálsins, hörmungarnar í Úkraínu og ofbeldi meðal barna á árinu.

Innlent
Fréttamynd

Vill ekki að kirkju­heim­sóknir leggist af

Þingkona Sjálfstæðisflokksins segir kirkjuna ekki senda góð skilaboð nú í aðdraganda jólanna, en sumir söfnuðir á höfuðborgarsvæðinu hafa skrúfað fyrir heimsóknir barna á skólatíma þessa aðventuna. 

Innlent
Fréttamynd

Grimmd og slægð eða mann­úð og miskunn­semi?

Það vekur sérstakt óbragð í munni og sorg í hjarta að fylgjast með framgöngu íslenskra yfirvalda í málefnum hælisleitenda upp á síðkastið. Eins og allur þorri landsmanna, sitjum við, sem þetta skrifum, uppi með ótal spurningar sem snerta grunngildi og sjálfsmynd okkar sem Íslendinga, og hvernig stefna stjórnvalda í málaflokknum endurspeglar það.

Skoðun
Fréttamynd

Fjórir ættliðir sungu á Skagaströnd í morgun

Sá merkilegi atburður átti sér stað í kirkjunni á Skagaströnd í morgun að fjórir ættliðir sungu saman í guðsþjónustu í Hólaneskirkju með kirkjukórnum. Þetta voru þær Guðrún 86 ára, Hallbjörg eldri, sem er 59 ára, Jenný Lind 37 ára og Hallbjörg yngri, sem er 21 árs. Stjórnandi og organisti kórsins er Hugrún Sif Hallgrímsdóttir.

Innlent
Fréttamynd

Hóladómkirkja talin geyma eldri gripi en áður var álitið

Líkur eru taldar á að skírnarfontur Hóladómkirkju sé mun eldri en áður hefur verið talið og gæti verið sjöhundruð ára gamall og þar með elsti gripur kirkjunnar. Solveig Lára Guðmundsdóttir, fráfarandi Hólabiskup, veltir því upp hvort telja megi kirkjuna frá fjórtándu öld, miðað við elstu steinana í henni.

Innlent
Fréttamynd

Helsta valdasetur fyrri alda er orðið höfuðból hestamennsku

„Ég hef stundum sagt að mér finnist Norðlendingar svolítið kaþólskari í hugsun en Sunnlendingar,“ segir Solveig Lára Guðmundsdóttur, fráfarandi vígslubiskup á Hólum, þegar hún fræðir okkur um biskupssetrið og sögu biskupanna. Þannig haldi Norðlendingar mikið upp á Jón Arason og hafi reist turn Hóladómkirkju til minningar um síðasta kaþólska biskupinn fyrir siðaskipti.

Innlent