Mannanöfn

Fréttamynd

Nú má heita Strympa

Mannanafnanefnd hefur birt fjölda úrskurða um mannanöfn sem kveðnir voru upp í gær. Meðal nafna sem voru samþykkt eru Strympa, Doddi og Íviðja. Kvenmannsnöfnunum Talia og Leah var hins vegar hafnað.

Innlent
Fréttamynd

Má ekki heita Annamaría

Mannanafnanefnd hefur hafnað beiðni um leyfi til að heita Annamaría að eiginnafni. Nefndin hefur hins vegar samþykkt eiginnöfnin Konstantín, Özur, Aðaley og fleiri.

Innlent
Fréttamynd

Nöfnin sem þekktir Íslendingar spara

Nöfn eru eitt helsta persónueinkenni fólks, einkum og sér í lagi þegar kemur að þjóðþekktum einstaklingum. Listamenn fara ýmsar leiðir til að skara fram úr eða vekja athygli með eftirminnilegum viðurnefnum en svo eru aðrir sem velja að sleppa for -eða millinafni sínu. 

Lífið
Fréttamynd

Nýtt nafn dótturinnar vekur upp spurningar

Tónlistarkonan Grimes og auðkýfingurinn Elon Musk hafa breytt nafni eins árs gamallar dóttur sinnar sem heitir nú einfaldlega „?“. Þessu greinir Grimes frá á Twitter síðu sinni.

Lífið
Fréttamynd

Ríkið sýknað af kröfu manns sem fær ekki að heita Lúsífer

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað íslenska ríkið af kröfu karlmanns sem í tvígang hefur óskað eftir því að fá eiginnafnið Lúsífer viðurkennt hjá mannanafnanefnd en fengið synjun á grundvelli þess að Lúsífer sé eitt af nöfnum djöfulsins. Í málinu reyndi meðal annars á það að hvaða marki dómstólar geta endurmetið niðurstöðu mannanafnanefndar sem stjórnvalds.

Innlent
Fréttamynd

Fævý, Adele og Hlýja en enginn Senjor

Fævý, Stinne, Hlýja og Adele eru meðal þeirra eiginnafna sem samþykkt voru á seinasta fundi mannanafnanefndar og færð á mannanafnaskrá. Nöfnin Ísjak og Senjor hlutu þó ekki náð fyrir augum nefndarinnar.

Innlent