Andlát

Fréttamynd

Andrew Fletcher látinn sextugur að aldri

Andrew Fletcher, hljómborðsleikari og stofnmeðlimur bresku raftónlistarsveitarinnar Depeche Mode er látinn. Hljómsveitin tilkynnti þetta á samfélagsmiðlum í gær en Fletcher var sextíu ára að aldri.

Lífið
Fréttamynd

Faðir Helstirnisins og X-vængjunnar látinn

Colin Cantwell, listamaðurinn sem hannaði mörg þekktustu geimför Stjörnustríðsheimsins eins og Helstirnið og X-vængjuna, er látinn, níræður að aldri. Hann vann einnig við opnunaratriði 2001: Geimævintýraferðar Stanleys Kubrick.

Erlent
Fréttamynd

Tónlistargoðsögnin Vangelis látin

Gríska tónskáldið og tónlistarmaðurinn Vangelis er látinn, 79 ára að aldri. Vangelis hlaut Óskarsverðlaun fyrir tónlist sína við kvikmyndina „Eldvagnana“ (e. Chariots of Fire) en hljóðheimur hans setti einnig sterkan svip á vísindaskáldsöguna Blade Runner.

Erlent
Fréttamynd

Forseti Sameinuðu arabísku furstadæmanna látinn

Sheikh Khalifa bin Zayed al-Nahyan forseti Sameinuðu arabísku furstadæmanna er látinn, 73 ára að aldri. Khalifa hefur verið forseti furstadæmanna frá árinu 2004 en hefur aðeins komið fram við hátíðartilefni vegna heilablóðfalls sem hann fékk árið 2014. 

Erlent
Fréttamynd

Nick Cave missir annan son

Ástralska fyrirsætan Jethro Lazenby er látinn þrjátíu og eins árs að aldri. Hann hafði nýlega losnað úr fangelsi eftir að hafa setið inni fyrir ofbeldisbrot gegn móður sinni, Beau Lazenby. Dánarorsök liggur ekki fyrir að svo stöddu.

Lífið
Fréttamynd

Svíar syrgja Bengt Johansson

Sænski handknattleiksþjálfarinn Bengt Johansson, sem stýrði sænska karlalandsliðinu á sannkölluðu gullaldarskeiði þess í lok síðustu aldar, er látinn.

Handbolti
Fréttamynd

Söngvari Baraflokksins fallinn frá

Ásgeir Jónsson tónlistarmaður, sem einkum er þekktur fyrir það að hafa verið forsöngvari hinnar sögufrægu hljómsveitar Baraflokksins frá Akureyri, er fallinn frá. Ásgeir var fæddur 22. nóvember 1962 og hefði því orðið sextugur á þessu ári.

Innlent
Fréttamynd

Toddlers & Tiaras stjarnan Kailia Posey er látin

Toddlers & Tiaras stjarnan Kailia Posey er látin aðeins sextán ára gömul. Þættirnir voru sýndir á TLC á árunum 2009-2013 en móðir hennar, Marcy Posey Gatterman, greindi frá andláti hennar á Facebook fyrr í vikunni.

Lífið
Fréttamynd

Spinal Tap-trommarinn látinn

Breski trommarinn Ric Parnell, sem fór með hlutverk trommarans Mick Shrimpton í sýndarsveitinni Spinal Tap, er látinn, 70 ára að aldri.

Lífið
Fréttamynd

Naomi Judd látin

Bandaríska söngkonan Naomi Judd er látin, 76 ára að aldri. Hún fæddist í Kentucky og gerði garðinn frægan í kántrítvíeykinu The Judds ásamt dóttur sinni Wynonna Judd.

Lífið
Fréttamynd

Raiola látinn

Mino Raiola, einn frægasti umboðsmaður heims, er látinn. Frá þessu var greint á samfélagsmiðlum umboðsmannsins í dag. Ekki kemur fram hvert banamein hans var.

Fótbolti
Fréttamynd

Minningarathöfn í Sambíu á morgun og útför auglýst síðar

Andlát Sigurðar Guðmundssonar í Sambíu þann 19. apríl bar brátt að en Sigurður var aðeins 53 ára. Til stendur að flytja hann heim til Íslands og halda útför. Reiknað er með að fjölskylda og vinir Sigurðar í Sambíu komi hingað til lands við það tilefni.

Innlent
Fréttamynd

Cinema Para­diso-leikarinn Jacqu­es Perrin látinn

Franski leikarinn og leikstjórinn Jacques Perrin er látinn, áttatíu ára að aldri. Hann er einna helst þekktur fyrir að hafa farið með hlutverk hins fullorðna Salvatore í myndinni Cinema Paradiso frá árinu 1988.

Menning
Fréttamynd

Sonur Ronaldo lést í fæðingu

Knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo greindi frá því nú rétt í þessu að sonur hans sem átti að koma í heiminn í dag hafi ekki lifað fæðinguna af.

Fótbolti