Andlát

Fréttamynd

Jacques Delors er látinn

Franski stjórnmálamaðurinn Jacques Delors, sem gegndi embætti formanns framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins á níunda og tíunda áratugnum, er látinn. Hann var 98 ára gamall. 

Erlent
Fréttamynd

Wolfgang Schäuble látinn

Wolfgang Schäuble, fyrrverandi fjármálaráðherra Þýskalands, er látinn, 81 árs að aldri. Hann var fjármálaráðherra í ríkisstjórn Angelu Merkel kanslara á tímum skuldakreppunnar á evrusvæðinu.

Erlent
Fréttamynd

Rík­harður Sveins­son er látinn

Ríkharður Sveinsson, formaður Taflfélags Reykjavíkur, er látinn, 56 ára að aldri. Greint var frá andlátinu á heimasíðu Skáksambands Íslands á dögunum en Ríkharður lést á gjör­gæslu­deild Land­spít­al­ans 20. desember.

Innlent
Fréttamynd

Júródansari Little Big er látinn

Rússneski dansarinn Dmitry Krasilov, betur þekktur undir listamannsnafninu Pukhlyash, er látinn. Krsailov var 29 ára gamall og er hvað þekktastur hér á landi fyrir að hafa dansað í atriði rússnesku sveitarinnar Little Big í Eurovision árið 2020. 

Lífið
Fréttamynd

Emírinn í Kúveit látinn

Sjeik Nawaf al-Ahmad al-Sabah, emírinn í Kúveit, er látinn 86 ára að aldri. Hann tók við völdum af bróður sínum árið 2021. Krónprinsinn sjeik Meshal Al Ahmad Al Jaber, 83 ára hálfbróðir emírsins látna, tekur við völdum en hann var elsti krónprins heimsins.

Erlent
Fréttamynd

Brooklyn Nine-Nine-stjarna látin

Bandaríski leikarinn Andre Braugher, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í gamanþáttunum Brooklyn Nine-Nine, er látinn. Hann varð 61 árs gamall.

Lífið
Fréttamynd

Systir Honey Boo Boo er látin

Anna „Chickadee“ Cardwell er látin, 29 ára að aldri. Cardwell var systir raunveruleikaþáttastjörnunnar Alana Thompson, betur þekkt sem „Honey Boo Boo“.

Lífið
Fréttamynd

Gítar­leikari Wings er látinn

Enski tónlistarmaðurinn Denny Laine, sem var aðalsöngvari sveitarinnar Moody Blues og gítarleikari sveitarinnar Wings, er látinn. Hann varð 79 ára gamall.

Lífið
Fréttamynd

Oddur ætt­fræðingur er látinn

Oddur F. Helgason, ættfræðingur og fyrrverandi sjómaður, er látinn, 82 ára að aldri. Oddur var einn þekktasti ættfræðingur landsins og stundaði rannsóknir undir merkjum ættfræðiþjónustunnar ORG ehf.

Innlent
Fréttamynd

Alistair Darling látinn

Breski stjórnmálamaðurinn Alistair Darling, sem var fjármálaráðherra í ríkisstjórn Gordon Brown í fjármálakreppunni 2008, er látinn. Hann varð sjötugur að aldri.  

Erlent
Fréttamynd

Henry Kissinger er látinn

Henry Kissinger, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna og einn valdamesti embættismaður í bandarískri sögu er látinn, hundrað ára að aldri. Ráðgjafafyrirtæki Kissingers tilkynnti um þetta í nótt en hann lést á heimili sínu í Connecticut.

Erlent
Fréttamynd

Sticky Vicky öll

Erótíski dansarinn Victoria María Aragüés Gadea, betur þekkt sem Sticky Vicky, er látin áttatíu ára að aldri. Vicky var skemmtikraftur á sólarströndinni Benidorm um árabil.

Lífið
Fréttamynd

Óli kommi fallinn frá

Ólafur Þ. Jónsson, fyrrverandi vitavörður í Hornbjargsvita og betur þekktur sem Óli kommi, lést í síðustu viku 89 ára gamall.

Innlent
Fréttamynd

Leikari úr Línu lang­sokk látinn

Sænski leikarinn Fredrik Ohlsson, sem þekktastur er fyrir að hafa farið með hlutverk föður Tomma og Önnu í þáttunum og kvikmyndunum um Línu Langsokk, er látinn. Hann varð 92 ára gamall.

Lífið