Andlát

Fréttamynd

Egypski auð­kýfingurinn Al Fayed látinn

Egypski auðkýfingurinn Mohamed Al Fayed, sem var meðal annars eigandi Harrods verslunarinnar og enska knattspyrnuliðslins Fulham FC, er látinn 94 ára að aldri. Al Fayed lætur lífið rétt rúmlega 26 árum eftir að sonur hans Dodi Fayed og Díana prinsessa fórust í bílslysi í París þann 31. ágúst 1997. Fayed hélt því fram að dauði þeirra hafi verið skipulagður af bresku leyniþjónustunni.

Erlent
Fréttamynd

Flugvél Prigozhin sögð hafa verið skotin niður

Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin, eigandi málaliðahópsins Wagner Group, er lést er einkaflugvél hans féll til jarðar í Rússlandi í dag. Fregnir hafa borist af því að flugvélin hafi verið skotin niður en það er óstaðfest.

Erlent
Fréttamynd

Söng­leikja­höfundurinn Tom Jones látinn

Rithöfundurinn og söngleikjahöfundurinn Tom Jones er látinn 95 ára að aldri. Hann var þekktastur fyrir að hafa samið söngleikinn The Fantasticks, langlífasta söngleik í bandarískri leikhússögu.

Lífið
Fréttamynd

Breaking Bad stjarna látin

Bandaríski leikarinn Mark Margolis er látinn, 83 ára að aldri. Margolis er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Hector Salamanca í sjónvarpsþáttaröðunum Breaking Bad og Better Call Saul.

Lífið
Fréttamynd

Paul Reu­bens sem lék Pee-wee Her­man látinn

Bandaríski leikarinn Paul Reubens lést í gær sjötugur að aldri. Hann var þekktastur fyrir að leika persónuna Pee-wee Herman á níunda áratugnum en féll um tíma úr náðinni eftir handtöku.

Erlent
Fréttamynd

Geor­ge A­lagiah látinn

Breski fréttamaðurinn George Alagiah er látinn, 67 ára að aldri, eftir níu ára langa baráttu við krabbamein.

Erlent
Fréttamynd

Tre­vor Francis látinn

Enski landsliðsmaðurinn fyrrverandi Trevor Francis er látinn. Hann var á sínum tíma fyrsti leikmaður Bretlandseyja sem keyptur var fyrir eina milljón punda. Hann var aðeins 69 ára gamall.

Enski boltinn
Fréttamynd

Stefán Ey­steinn Sigurðs­son er látinn

Framkvæmdastjórinn og fyrrverandi útvarpsmaðurinn Stefán Eysteinn Sigurðsson varð bráðkvaddur á heimili sínu þann 16. júlí síðastliðinn. Stefán var 51 árs að aldri, fæddur 3. júní árið 1972.

Innlent
Fréttamynd

Lína Langsokkur er látin

Upprunalega Lína Langsokkur, hin sænska Sonja Melin, lést 4. júlí síðastliðinn, 89 ára að aldri. Melin var konan sem veitti barnabókahöfundinum Astrid Lindgren innblástur að sögunni um Línu Langsokk sem kom út árið 1945.

Lífið