Landspítalinn

Fréttamynd

Starfsfólk CO­VID-deilda tekur þátt í dans­á­skorun

Starfsfólk á nýoppnaðri COVID-deild Sjúkrahússins á Akureyri, starfsfólk COVID-19 gagnasöfnunarteymisins á Egilsstöðum og starfsfólk smitsjúkdómadeildar Landspítalans tóku öll þátt í dansáskorunn í dag til að lyfta sér upp þrátt fyrir erfiðar aðstæður.

Lífið
Fréttamynd

430 batnað af CO­VID-19

Alls hafa greinst 1.417 einstaklingar með kórónuveiruna hér á landi en af þeim hafa 430 náð bata samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Landspítalans. 1.017 einstaklingar eru smitaðir að svo stöddu og eru í einangrun. Af þeim liggja fjörutíu inni á Landspítala.

Innlent
Fréttamynd

Samningsaðilar finni til ábyrgðar

Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga á mánudaginn. Forstjóri Landspítalans hefur kallað eftir sérstakri umbun fyrir heilbrigðisstarfsfólk.

Innlent
Fréttamynd

Laus af gjörgæslu eftir um tíu daga í öndunarvél

Landspítalinn færði sjúkling sem hafði verið í öndunarvél vegna COVID-19-sýkingar af gjörgæsludeild yfir á almenna deild í fyrsta skipti frá því að faraldurinn hófst í gær. Sjúklingurinn var jafnframt sá fyrsti sem lenti í öndunarvél vegna veikindanna. 

Innlent
Fréttamynd

Tveir af ellefu náðst úr öndunarvél

Fjórir eru látnir af Covid 19 hér á landi en tveir létust í gær eftir veikindi. Ellefu eru nú á gjörgæsludeildum Landspítalans en flestir eru tengdir við öndunarvél.

Innlent
Fréttamynd

Landlæknir óttast að kjaradeila hafi áhrif á mönnun í faraldrinum

Kjaradeila hjúkrunarfræðinga og ríkisins getur haft áhrif á mönnum í heilbrigðiskerfinu á næstu vikum, að mati Ölmu Möller, landlæknis, sem biðlar til samningsaðila um leysa deiluna. Forstjóri Landspítalans sagði til skoðunar hvernig væri hægt að umbuna heilbrigðisstarfsfólki vegna álags á tímum kórónuveirufaraldursins.

Innlent
Fréttamynd

Karlar í miklum meirihluta á gjörgæslu

Níu einstaklingar af tíu sem voru í gær í öndunarvél vegna kórónuveirunnar eru karlar að sögn forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Hann segir þetta til marks um að karlar sýkist verr en konur. Fólkið er á fimmtugsaldri og allt upp í áttrætt

Innlent
Fréttamynd

Dauðsfallið rannsakað innanhúss og vísað til Landlæknis

42 ára kona lést innan við hálfum sólahring eftir að hafa verið útskrifuð af bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi í síðustu viku. Að sögn heimildarmanns var konan lögð inn á gjörgæsludeild spítalans með sambærileg sjúkdómseinkenni fyrir tveimur árum.

Innlent