Sameinuðu þjóðirnar

Fréttamynd

Að­eins í annað sinn í sögunni sem landi er vikið úr Mann­réttinda­ráðinu

Meirihluti allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna samþykkti í dag að víkja Rússum úr Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna fyrir gróf og kerfisbundin brot á mannréttindum en 93 greiddu atkvæði með tillögunni, 24 greiddu atkvæði á móti, og 58 sátu hjá. Þetta er í annað sinn sem landi er vikið úr ráðinu vegna brota á mannréttindum og í fyrsta sinn sem land sem á sæti í Öryggisráðinu er vikið úr ráði Sameinuðu þjóðanna. 

Erlent
Fréttamynd

Segir hryllinginn í Bucha að­eins eitt dæmi af mörgum og krefst að­gerða

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom saman til fundar í New York í dag en Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði meðal annars ráðið í gegnum fjarfundarbúnað. Hann lýsti hryllingnum í Bucha, og víðar, kallaði eftir alvöru aðgerðum og gagnrýndi viðbrögð alþjóðasamfélagsins við stríðsglæpum Rússa.

Erlent
Fréttamynd

Heimurinn þarf að breyta um lífsstíl því tíminn er að renna út

Sameinuðu þjóðirnar segja að brátt verði of seint að ná þeim markmiðum í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og takmarka hækkandi hitastig jarðar. Í nýrri skýrslu sem gerð var af helstu vísindamönnum heimsins á þessu sviði segir að einungis umfangsmiklar og hnattrænar aðgerðir geti nú komið í veg fyrir gífurlegar hamfarir.

Erlent
Fréttamynd

Sendiherra Úkraínu hjá SÞ segir afvopnun Rússa vel á veg komna

Sendiherra Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum segir afvopnun Rússa í Úkraínu ganga vel. Úkraínski herinn hafi skotið niður fjölda rússneskra flugvéla og eytt eða náð fjölda annarra hernaðartóla á sitt vald. Framkvæmdastjóri matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna varar við miklu matvælaskorti í öðrum hrjáðum ríkjum og svæðum vegna stríðsins.

Erlent
Fréttamynd

Sjálf­bær, femínísk endur­reisn

Nú þegar við höldum upp á Alþjóðlegan dag kvenna, 8.mars, blasir við að afturkippur hefur orðið í réttindabaráttu kvenna.Við súpum öll seyðið af því. Þær hamfarir sem riðið hafa yfir undanfarin ár hafa fært okkur heim sanninn um hve þýðingarmikil forysta kvenna er.

Skoðun
Fréttamynd

Tvær hafnarborgir í suðurhluta Úkraínu á valdi Rússa

Hafnarborgin Kherson er á valdi Rússa og Mariupol er við það að falla þótt heimamenn berjist enn við árásarherinn. Utanríkisráðherra Rússlands segir að þegar búið verði að splunda her Úkraínumanna og hreinsa landið af nasismanum verði almenningur í Úkraínu að ákveða framtíð landsins.

Erlent
Fréttamynd

Sameinuðu þjóðirnar kalla eftir 220 milljörðum króna vegna Úkraínu

Sameinuðu þjóðirnar og ýmsar hjálparstofnanir hafa í sameiningu farið fram á 1,7 milljarða Bandaríkjadala fjárveitingar í þágu Úkraínu, um 220 milljarða íslenskra króna. Framlögin fara til nauðstaddra í Úkraínu og flóttamanna í nágrannalöndum. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna óttast mesta flóttamannastraum aldarinnar í Evrópu frá Úkraínu.

Heimsmarkmiðin
Fréttamynd

Rúm­lega hálf milljón Úkraínu­manna á flótta

Sameinuðu þjóðirnar áætla nú að rúmlega hálf milljón manna hafi flúið heimili sín vegna stríðsátakanna í Úkraínu eftir innrás Rússa. Hörð átök eru enn víða í landinu, en Rússar hafa meðal annars ráðist á stórborgir á borð við Kænugarð. Kharkív og Tsjernihív.

Erlent
Fréttamynd

Quo Vadis, Aida: Refurinn lýgur!

Kvikmyndin Quo Vadis, Aida (Hvert ertu að fara, Aida) er sýnd í Bíó Paradís þessi misserin. Hún gerist í miðju Bosníustríðinu og segir frá túlkinum Aidu (Jasna Djuricic), sem starfar fyrir Sameinuðu þjóðirnar á herstöð í námunda við heimabæ hennar Srebrenica. Myndin hlaut Evrópsku kvikmyndaverðlaunin árið 2021 og er ein þeirra mynda sem tilnefndar eru til Óskarsverðlauna sem besta erlenda kvikmyndin, þetta árið. 

Gagnrýni
Fréttamynd

„Þetta er stríð“

Sendiherra Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum segir að átökin sem hafin eru þar í landi séu stríð. Rússar hófu allsherjarinnrás í landið í morgun og sprengjum rignir nú yfir úkraínskar borgir. 

Erlent
Fréttamynd

Vaktin: Inn­rás Rúss­lands í Úkraínu

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, bað í dag um, og fékk fljótt, formlegt leyfi til að beita hernum utan landamæra ríkisins. Það var degi eftir að hann sendi hermenn inn í austurhluta Úkraínu þar sem aðskilnaðarsinnar sem eru hliðhollir Rússlandi og studdir af Rússum, ráða ríkjum.

Erlent
Fréttamynd

Reynt að forða algjöru hruni í grunnþjónustu

Afganistan er í heljargreipum og um helmingur barna býr við bráða vannæringu. Framkvæmdastjóri UNICEF segir áherslu lagða á að koma í veg fyrir algjört hrun í grunnþjónustu en samtökin hafa meðal annars nýtt söfnunarfé í að greiða laun hjúkrunarfólks til þess að halda heilsugæslustöðvum gangandi.

Innlent
Fréttamynd

Catherine Russell nýr framkvæmdastjóri UNICEF

„Það er mikill heiður og forréttindi að ganga til liðs við UNICEF og leggja mitt af mörkum til að leiða ótrúlegt starf stofnunarinnar fyrir börn um allan heim á svo mikilvægum tímapunkti í sögunni,“ segir Catherine Russell, nýr framkvæmdastjóri Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Hún er fjórða konan til að stýra stofnuninni í 75 ára sögu hennar.

Heimsmarkmiðin
Fréttamynd

„Það er eins og þið viljið að það komi til á­taka“

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundaði í dag til að ræða ástandið á landamærum Úkraínu en óttast er að Rússar hyggist ráðast inn í landið. Fulltrúi Rússa segir stjórnmálamenn vesturlanda ímynda sér aðstæður með orðagjálfri og dylgjum.

Erlent
Fréttamynd

Stjóri Sameinuðu þjóðanna segir heiminn fara versnandi

Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir heiminn að mörgu leyti verri síðan hann hóf fyrsta kjörtímabil sitt fyrir fimm árum. Það sé vegna faraldurs kórónuveirunnar, veðurfarsbreytinga og aukinnar spennu ríkja á milli.

Erlent
Fréttamynd

Skutu enn einni eldflauginni á loft

Eldflaug var skotið frá Norður-Kóreu í nótt og var það í fyrsta sinn í minnst tvo mánuði. Ekki liggur fyrir hvers konar eldflaug um er að ræða en henni var skotið frá sambærilegum stað og annarri eldflaug í fyrra sem ríkisstjórn einræðisríkisins sagði vera hljóðfráa eldflaug.

Erlent