Börn og uppeldi

Fréttamynd

Bjargar foreldrum á hverju kvöldi

Tónlistarkonan Hafdís Huld Þrastardóttir hefur þrátt fyrir ungan aldur átt litríkan og fjölbreyttan tónlistarferil. Hún var aðeins 15 ára þegar hún sló fyrst í gegn með hljómsveitinni Gus Gus en hún var í hópnum sem stofnaði þá sveit og starfaði með þeim til ársins 1999.

Lífið
Fréttamynd

Að alast upp í heims­far­aldri

Við hlykkjuðumst áfram í endalausri röð við Suðurlandsbrautina. Ég reyndi að stappa stálinu í mína litlu konu sem var ekkert spennt að fara í enn eina sýnatökuna. Hún reyndi að rifja upp nr. hvað þetta skipti væri í sýnatöku, við mundum það hvorug.

Skoðun
Fréttamynd

Flýr frá neyslu­hyggjunni sem ein­kennir oft vest­ræn jól

Móðir sem hefur þrisvar sinnum haldið upp á jólin í Afríku með fjölskyldu sinni segir gott að komast frá neysluhyggjunni sem einkennir oft vestræn jól. Sama hvar fjölskyldan er stödd í heiminum láta þau dómkirkjuklukkur í Reykjavík ætíð hringja inn jólin.

Innlent
Fréttamynd

Líf án ofbeldis fordæmir aðfarargerð í heimilisofbeldismálum

Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur tekið til meðferðar beiðni um aðfarargerð til að knýja fram úrskurð um lögheimili barns hjá föður gegn vilja barnsins. Samtökin Líf án ofbeldis vöktu nýlega athygli á málinu þar sem rökstuddur grunur er um langvarandi andlegt og líkamlegt ofbeldi föðurins gagnvart börnunum og móður þeirra.

Skoðun
Fréttamynd

Mó­eiður og Hörður eiga von á öðru barni

Stjörnuparið Móeiður Lárusdóttir, bloggari og áhrifavaldur, og Hörður Björgvin Magnússon, landsliðsmaður í knattspyrnu, eiga von á sínu öðru barni. Þetta tilkynntu þau um á Instagram í dag.

Lífið
Fréttamynd

Sannar­lega ekki slæmt að gera til­raunir á börnum

Magnús Karl Magnús­son, prófessor í lyfja- og eitur­efna­fræði við Lækna­deild Há­skóla Ís­lands, biðlar til for­eldra að láta sér ekki niður­stöður úr til­raunum sem hafa verið gerðar á börnum með bólu­efni sem vind um eyru þjóta. „Við erum svo heppin að hópur barna hefur nú þegar tekið að sér að taka þátt í til­raun og sýnt fram á gagn­semi,“ segir hann í færslu á Face­book.

Innlent
Fréttamynd

Með húmorinn að vopni við mót­mæli gegn bólu­setningum barna

And­stæðingar bólu­setninga og að­gerða stjórn­valda gegn heims­far­aldrinum virðast hafa þróað með sér ör­lítinn húmor og smekk fyrir orða­leikjum. Á annað hundrað manns tóku þátt í mót­mælum gegn bólu­setningum barna í dag og voru slag­orð mót­mælenda mörg í frum­legri kantinum.

Innlent
Fréttamynd

„Hann öskraði að hann vildi deyja út af verkjum“

Móðir átta ára gamals drengs segist hafa mætt hroka og skilningsleysi á Læknavaktinni þegar hún hringdi inn vegna átta ára sonar síns, sem var þjakaður úr verkjum. Í ljós kom þegar drengurinn var fluttur á spítala að hann væri með heilablæðingu. 

Innlent
Fréttamynd

Óbólusett börn geta veikst mikið af nýjum veiruafbrigðum

Prófessor í barnalækningum og smitsjúkdómum segir það samfélagslega ábyrgð fullorðinna að láta bólusetja börnin sín, sem geti veikst alvarlega af nýju afbrigðum veirunnar. Ljósið í myrkrinu, að börnin mundu öll sleppa vel, er slokknað. Faraldurinn er á hraðri uppleið enn á ný og það eru óbólusett börn sem halda honum uppi, segir sóttvarnalæknir.  

Innlent
Fréttamynd

Aron og Hildur efna til giskkeppni um nafn sonarins

Leikarinn Aron Már Ólafsson, betur þekktur sem Aron Mola, og kærastan hans og sálfræðingurinn Hildur Skúldóttir efndu til giskkeppni á Instagram í dag í tilefni þess að yngri sonur þeirra var skírður. 

Lífið
Fréttamynd

Sí­fellt yngri börn sýni kennurum virðingar­leysi

Formaður Félags grunnskólakennara segir að íslenskt samfélag þurfi að setjast niður og íhuga hvað sé ásættanleg hegðun í samfélagi. Borið hafi á því að sífellt yngri börn sýni kennurum óvirðingu og kennarar séu ráðalausir um hvernig skuli bregðast við. 

Innlent
Fréttamynd

13/12 Styrktar­sjóður

Fyrir fjórum árum varð frúin hálfrar aldar gömul og slegið var upp 100 kvenna stelpupartýi þar sem eðal stjörnur stigu á stokk og allir skemmtu sér konunglega. Ekkert skorti konuna og gjafir voru því afþakkaðar en í staðinn var gamall draumur gerður að veruleika;

Skoðun
Fréttamynd

Veittu skátunum veg­legan styrk

Hringfarinn Kristján Gíslason og eiginkona hans Ásdís Rósa Baldursdóttir vilja láta gott af sér leiða og hafa meðal annars stutt við bataferli fíkla. Læt að nýju styrktarmálefni leiddi þau að fjölskylduskátun, nýju verkefni á vegum skátahreyfingarinnar. Í gær veittu þau skátunum tíu milljóna króna styrk.

Innlent
Fréttamynd

Foreldrar og kennarar eru saman í liði

Mikil umræða á sér nú stað meðal foreldra um stöðu barna þeirra í skólakerfinu og réttindi þeirra. Rætt hefur verið um svokölluð gul herbergi og hvernig við meðhöndlum nemendur sem falla utan við hin hefðbundnu viðmið.

Skoðun
Fréttamynd

Börnin á sam­fé­lags­miðlum

Í vinnu okkar með unglingum sem annars vegar lögreglumaður og hinsvegar rannsakandi höfum við rekið okkur á að eldri kynslóðin virðist ekki vera fyllilega meðvituð um hvað börnin okkar eru að upplifa í gegnum samfélagsmiðla.

Skoðun
Fréttamynd

Hætta sem Skoppa og Skrítla eftir átján ár

Hrefna Hallgrímsdóttir og Linda Ásgeirsdóttir leggja litríkum búningum Skoppu og Skrítlu eftir átján ár. Hugmyndin að Skoppu og Skrítlu kom upp þegar þær byrjuðu að eignast börn og fundu fyrir því að það var lítið sem ekkert barnaefni fyrir yngstu börnin.

Lífið
Fréttamynd

Meistaraflokkur kvenna hjá KR styrkti Barnaspítala Hringsins

Meistaraflokkur kvenna hjá KR færði Barnaspítala Hringsins í gær fallega gjöf.  Knattspyrnukonurnar mættu færandi hendi á sjúkrahúsið með leikföng, bækur og fleira fyrir börnin sem þar dvelja yfir hátíðarnar. Þær hvetja önnur lið til að gera slíkt hið sama.

Lífið
Fréttamynd

Thomp­son sagður hafa eignast barn í lausa­leik

Hin 31 árs gamla Maralee Nichols eignaðist barn á dögunum og segir hún körfuboltaleikmanninn Tristan Thompson vera faðir barnsins. Thompson hefur viðurkennt að hann hafi sofið hjá Nichols en hann var aftur á móti í sambandi með Khloé Kardashian þegar barnið kom undir.

Lífið
Fréttamynd

„Er ekkert hægt að gera fyrir litlu stelpuna mína?“

„Þegar maður lendir í svona áfalli þá fer maður ósjálfrátt í eitthvað svona „survival mode“ fyrstu vikurnar. Svo kemur sá tími að raunveruleikinn fer að kikka aftur inn og þá fær maður kannski bakslag því þá fyrst fer þetta að vera raunverulegt,“ segir Tinna Dögg Guðlaugsdóttir sem missti Stellu, dóttur sína á 22. viku meðgöngu.

Lífið