Börn og uppeldi

Fréttamynd

„Við berum ekki þeirra sorg“

Þegar þjóðarsálin upplifir hvert áfallið á fætur öðru á það til að gerast að sumir dofni og sýni sinnuleysi en aðrir upplifa rosalega sterkar tilfinningar.

Innlent
Fréttamynd

Herða eftir­lit og banna síma vegna gegndar­lausra skemmdar­verka

Svo mikil skemmdarverk hafa verið unnin síðustu daga á húsnæði grunnskólans á Kirkjubæjarklaustri að stjórnendur skólans hafa þurft að læsa salernum og skylda alla nemendur út í frímínútum. Þá er algjört símabann í skólanum. Unnið er að því að koma upp myndavélum innan og utan skólans. Búið er að tilkynna skemmdarverkin til lögreglu og til félagsmálayfirvalda í sveitarfélaginu.

Innlent
Fréttamynd

Til­gangs­lausi skólinn

Mamma geturðu gefið mér leyfi í dönsku? Það er eyða strax á eftir og ég er hvort eð er bara að gera verkefni sem ég get klárað heima….

Skoðun
Fréttamynd

Löng bið barna eftir geð­heil­brigðis­þjónustu ekki á­sættan­leg

Eftirspurn eftir geðheilbrigðisþjónustu barna innan heilsugæslunnar er langt umfram framboð. Starfsfólki hefur verið fjölgað og auknar fjárveitingar til málaflokksins en það ekki haldið í við þróun. Í ágúst 2024 biðu 2.020 börn eftir þjónustu hjá Geðheilsumiðstöð barna samanborið við 738 í desember 2021. Tilvísanir hafa sömuleiðis tvöfaldast á tveimur árum.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er á­kall frá ung­mennunum sjálfum“

Formaður Samfés vonar að tilveruréttur félagsmiðstöðva og ungmennahúsa verði festur í sessi í framhaldi af boðuðum aðgerðum stjórnvalda vegna ofbeldis meðal barna og gegn börnum. Hann segir ungt fólk sjálft kalla eftir því að hafa meiri og betri aðgang að félagsmiðstöðvum, starfsemi sem hafi sannað forvarnargildi sitt.

Innlent
Fréttamynd

Þörf á úr­ræðum fyrir hátt í hundrað og þrjá­tíu börn

Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa óskað eftir fundi með ráðherrum og kallað er eftir því að skýrsla sem hefur legið ofan í skúffu í rúmt ár verði tekin upp. Samkvæmt henni er þörf á úrræðum fyrir um eitt hundrað og þrjátíu börn með fjölþættan vanda eða miklar þroska- eða geðraskanir.

Innlent
Fréttamynd

Munurinn nemur þriggja ára skóla­göngu

Mikill munur er á leikskólagöngu barna foreldra sem fæddust á Íslandi og barna innflytjenda. Börn innflytjenda sem sækja leikskóla eru hlutfallslega talsvert færri en börn innfæddra og ganga gjarnan seinna í leikskóla. Þessi þróun ýti undir mismunun í skólakerfinu og á vinnumarkaðnum. Það geri heimgreiðslur sömuleiðis.

Innlent
Fréttamynd

14 pör eða hjón í Hruna­manna­hreppi eiga von á barni

Sjaldan eða aldrei hefur verið ein mikil uppbygging á Flúðum eins og núna því um 70 íbúðir eru þar í byggingu. Samhliða er mikil fjölgun í sveitarfélaginu en þegar síðast var vitað eiga fjórtán pör á Flúðum og næsta nágrenni von á barni á næstu vikum.

Innlent
Fréttamynd

Ég svelt þá í nafni kven­réttinda

„Ég svelt þá í nafni kvenréttinda” eru orð foreldris sem mætti á borgaraþing um málefni 0-6 ára í Reykjavík vegna gagnrýni á heimgreiðslur. Skoðunin er sennilega speglun á skoðun margra heimila í sömu stöðu sem eru búin með fæðingarorlofið og róa þungan róður vegna tekjutaps því að dagvistunarpláss eru af skornum skammti.

Skoðun
Fréttamynd

Bókin er minn ó­vinur

Ég var tossi sem gat ekki lesið mér til gagns og ég var með hníf í vasanum, af hverju skyldi það vera?

Skoðun
Fréttamynd

Í til­efni af al­þjóð­legum degi læsis: Brettum upp ermar!

Í tilefni af alþjóðlegum degi læsis, þann 8. september, hefur Félag læsisfræðinga á Íslandi (FLÍS) sent upplýsingar til leik- og grunnskóla varðandi hvernig aðstoða má foreldra við að efla læsi barna sinna. Leikskólar fengu sendar upplýsingar, til að deila með foreldrum, um gildi þess að lesa fyrir börn frá unga aldri þar sem grunnur að góðum málþroska og læsi er lagður strax á fyrstu æviárum barnsins.

Skoðun
Fréttamynd

„Þetta má aldrei gerast aftur“

Forseti Íslands kallar eftir samstilltu þjóðarátaki gegn ofbeldi í kjölfar andláts Bryndísar Klöru Birgisdóttur, sem stungin var til bana á Menningarnótt. Opin minningarstund var haldin í Lindakirkju í dag þar sem fólk gat heiðrað minningu Bryndísar Klöru og veitt sorg sinni útrás.

Innlent
Fréttamynd

Börn eru fjör­egg þjóðar

Eitt af mikilvægustu verkefnum hvers samfélags er að hlúa vel að börnum því þau eru framtíð þjóðar og okkar mesti fjársjóður. Nóbelsverðlaunahafinn James Heckman hefur jafnframt bent á að það sé ekkert eins arðbært fyrir samfélag og að sinna börnum vel; að fjárfesta í börnum og ungmennum.

Skoðun
Fréttamynd

Kópa­vogs­módelið er líf­gjöf til leik­skólans

Ísland er eina Evrópuríkið sem hefur tekist að stytta vinnutíma launafólks verulega á síðustu árum með því markmiði að gera íslenskt samfélag fjölskylduvænna (bsrb.is). Eiga börnin okkar ekki að njóta góðs af því?

Skoðun
Fréttamynd

Mat­máls­tímar hafa for­varnar­gildi

Í starfi mínu sem atferlisráðgjafi hef ég kynnst fjölmörgum börnum sem sýna margskonar áhættuhegðun, svo sem ofbeldi, neyslu áfengis og ólöglegra efna. Þessi börn koma frá fjölbreyttum fjölskyldum, bæði efnameiri og efnaminni fjölskyldum, vel menntuðum og minna menntuðum.

Skoðun
Fréttamynd

Að grípa börn

Mjög réttmæt gagnrýni á úrræðaleysi gagnvart börnum með fjölþættan vanda hefur komið fram á síðastliðnum dögum. Fyrir nokkrum árum lokaði ríkið tugum úrræða fyrir börn með flókinn og margvíslegan vanda, án þess að nokkuð annað kæmi í staðinn. Það var slæm ákvörðun. Meðferðarheimilið Stuðlar er þó enn starfandi eins og kunnugt er. Þegar öðrum úrræðum ríkisins var lokað var sveitarfélögunum gert að leysa málin á meðan leitað yrði annarra lausna og hefur það reynst mörgum þeirra hreinlega ofviða.

Skoðun
Fréttamynd

Nýnemaballi fimm skóla frestað

Sameiginlegu nýnemaballi fimm framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu hefur verið frestað vegna hnífstunguárásarinnar mannskæðu sem framin var á menningarnótt.

Innlent
Fréttamynd

Ertu að æfa jafn­vægið?

Sem sálfræðingur og foreldri velti ég fyrir mér samskiptum í nútímaþjóðfélagi og þá sérstaklega foreldra/forráðamanna og barna. Í hraða þjóðfélagsins í dag upplifi ég að margir hafi alveg brjálað að gera í allskonar utan heimilis þegar að vinnudegi líkur eða séu að vinna á fleiri en einum vinnustað.

Skoðun
Fréttamynd

Aðgerðarhópur vegna of­beldis í garð og meðal barna tekinn til starfa

Nýskipaður aðgerðahópur vegna ofbeldis í garð og meðal barna hóf störf í dag. Hópnum er falið að hrinda í framkvæmd aðgerðum sem mennta- og barnamálaráðuneytið og dómsmálaráðuneytið kynntu á blaðamannafundi 25. júní síðastliðinn og aðgerðum heilbrigðisráðuneytisins sem lúta að heilbrigði og vellíðan barna.

Innlent
Fréttamynd

Þjóðar­á­tak, hvað svo?

Það hafa verið nokkur þjóðarátök sem við höfum farið í við Íslendingar í gegnum tíðina eins og að vinna gegn áfengisdrykkju ungmenna og Vímulaust Ísland árið 2000, bara svo ég nefni tvennt af fjölmörgu. Nú ætlum við í enn eitt þjóðarátakið en það er gegn hnífaburði ungmenna. Ég hef í sjálfu sér ekkert á móti þjóðarátökum hins vegar. 

Skoðun
Fréttamynd

Næringar­ríkur matur er barnabensín

Við höfum séð svo margar greinar um börnin okkar undanfarið. Sumar harma lélegar niðurstöður úr PISA-könnunum, aðrar snúast um aukið ofbeldi, þar með taldar banvænar hnífaárásir. Enn aðrar snúast um að drengir falli aftur úr á tilteknum sviðum. Það er augljóst að íslenskt samfélag hefur áhyggjur af börnunum sínum og þeim aðstæðum sem þau eru alin upp við.

Skoðun
Fréttamynd

Vistunardagar barna í gæslu­varð­haldi 520 á árinu

Forstjóri Barna- og fjölskyldustofu segir gríðarlegan vanda ríkja á Stuðlum, sérstaklega í neyðarvistun. Vistunardögum barna í gæsluvarðhaldi hefur fjölgað verulega frá árinu 2022. Hún segir álag á neyðarvistuninni valda því að ekki er hægt að sinna meðferðarhluta Stuðla eins vel og áður. 

Innlent