Heilbrigðismál

Fréttamynd

Lýsa áhyggjum af yfirvofandi verkfalli hjúkrunarfræðinga

Hjúkrunarráð Landspítalans lýsir yfir áhyggjum af yfirvofandi verkfalli hjúkrunarfræðinga í ályktun sem það hefur sent samninganefnd ríkisins og tveimur ráðuneytum. Varar það við því að þjónusta eigi eftir að skerðast verulega ef til verkfalls kemur.

Innlent
Fréttamynd

Þungur og erfiður fundur í Karp­húsinu

Samningafundur í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga og ríkisins sem lauk stuttu eftir klukkan fjögur í dag var þungur og erfiður segir Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari í samtali við fréttastofu.

Innlent
Fréttamynd

Ætla að tryggja að skimanir falli ekki niður

Tryggt verður að krabbameinsskimanir falli ekki niður þegar Landspítala verður falin ábyrgð á skimun fyrir brjóstakrabbameini í samstarfi við Sjúkrahúsið á Akureyri í lok árs 2020. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Heilbrigðisráðuneytinu.

Innlent
Fréttamynd

Greina ekki sýni á nóttunni

Ekki verður hægt að greina sýni úr farþegum sem koma með flugi til landsins seint á kvöldin eða á nóttunni fyrr en daginn eftir að sögn sóttvarnalæknis. Hann segir undirbúningi fyrir skimun á landamærum miða vel áfram.

Innlent
Fréttamynd

Brjóstaskimanir gætu fallið niður í fjóra mánuði

Krabbameinsfélag Íslands varar við því að skimun fyrir brjóstakrabbameini gæti fallið niður tímabundið í að minnsta kosti fjóra mánuði frá næstu áramótum vegna ákvörðun ráðherra um að færa skimunina til Landspítalans og Sjúkrahússins á Akureyri.

Innlent
Fréttamynd

Fimm­tán prósenta sam­dráttur hjá Vogi vegna tekju­brests

Sjúkrahúsið Vogur hefur þurft að draga úr meðferðarplássum um fimmtán prósent vegna tekjuskorts. Verulega þurfti að draga úr meðferðarplássum frá miðjum mars þar til í lok maí vegna kórónuveirufaraldursins og er biðtími fyrir suma allt að margir mánuðir.

Innlent
Fréttamynd

Næst besti árangur í lækkun kolesteróls frá 1980

Ný rannsókn sem birtist í nýjasta hefti vísindatímaritsins Nature sýnir að slæmt kólesteról, það er kólesteról sem eftir er þegar svokallað góða HDL kólesterólið hefur verið dregið frá, hefur hækkað mest í Asíuríkjum og lækkað mest á Vesturlöndum.

Innlent
Fréttamynd

Efast um forsendur rannsóknar á malaríulyfi gegn Covid-19

Breska læknaritið Lancet lýsti í gær áhyggjum af því að gögn sem notuð voru í rannsókn sem komst að þeirri niðurstöðu að malaríulyf tengdist auknum dánarlíkum hjá sjúklingum með Covid-19 væru ekki áreiðanleg. Lyfið og notkun þess hefur orðið hápólitísk eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti mærði það sem töfralausn við kórónuveiruheimsfaraldrinum.

Erlent
Fréttamynd

Skimun á landamærunum lágmarkar áhættu en eyðir henni ekki

Sóttvarnalæknir mælir með því að stefnt verði að því að hefja skimun ferðamanna fyrir kórónuveiru á Keflavíkurflugvelli sem fyrst til að reynsla fáist af henni á meðan ferðamannastraumur er enn ekki mikill. Í minnisblaði til heilbrigðisráðherra segir sóttvarnalæknir skimunina draga úr áhættu á að smitaðir ferðamenn komi til landsins en komi ekki algerlega í veg fyrir það.

Innlent
Fréttamynd

Heilbrigðisþjónusta ríkisrekin og ekki ríkisrekin

Á yfirstandandi kjörtímabili hafa stjórnendur fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu sem ekki eru ríkisrekin kvartað yfir sinni stöðu gagnvart hinu opinbera og þá helst heilbrigðisráðuneytinu. Það er eins og ráðherra heilbrigðismála sjái „rautt“ ef viðkomandi heilbrigðisþjónusta er ekki ríkisrekin.

Skoðun