Heilbrigðismál

Fréttamynd

Reglur um heimkomusmitgát taka gildi á mánudag

Íslenskir ríkisborgarar og aðrir sem búa á landinu þurfa að virða svonefnda heimkomusmitgát í fimm daga velji þeir að fara í sýnatöku við komuna til landsins frá og með mánudeginum 13. júlí. Reglurnar eru settar til að minnka líkur á að röng niðurstaða úr prófi á landamærunum leiði til stærri hópsmita á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Ákvað strax að fara í brjóstnám

Hulda Bjarnadóttir segir að hún hafi strax viljað vita hvort hún bæri BRCA genið, eftir að móðir hennar greindist eftir að vera komin með illvigt mein. Hulda ræðir á einlægan hátt um ferlið í nýjum þætti af hlaðvarpinu Fokk ég er með krabbamein.

Lífið
Fréttamynd

Starfsfólk veirufræðideildar fundar um hina óvæntu stöðu

Yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans segir deildina ekki í stakk búna til að taka, óvænt, við keflinu af Íslenskri erfðagreiningu í byrjun næstu viku. Hann segir ákvörðun forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar hafa komið sér í opna skjöldu en mun eftir hádegi funda með starfsfólki veirufræðideildar um stöðuna sem upp er komin og næstu skref.

Innlent
Fréttamynd

Verður að standa við stóru orðin

Formaður Viðreisnar kveðst ekki eiga von á öðru en að fjármagn verði tryggt vegna laga um að sálfræðiþjónusta falli undir greiðsluþátttökukerfi sjúkratrygginga.

Innlent
Fréttamynd

Geta átt samtal um ferlið við aðra í sambærilegri stöðu

Í næstu viku byrja í Ljósinu opnir tímar fyrir allt fólk sem nýlega hefur greinst með krabbamein en Ljósið fer ekki í sumarfrí og er því starfsemi þar allt árið um kring. Á viðburðunum gefst tækifæri fyrir umræður og þannig stuðning til að takast á við breytt lífsskilyrði í kjölfar veikinda.

Lífið
Fréttamynd

Ný flensuveira í svínum talin geta valdið faraldri

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segist ætla að grandskoða kínverska rannsókn á nýju afbrigði flensuveiru sem fannst í svínum og vísindamenn vara við að hafi burði til að valda heimsfaraldri. Veiran er talin geta borist úr svínum í menn.

Erlent
Fréttamynd

Áhyggjuefni hversu mikið almenningur hefur slakað á smitvörnum

Almenningur hefur slakað mjög á smitvörnum og er það áhyggjuefni að mati Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. Áskorun væri fyrir yfirvöld að koma skilaboðum sínum á framfæri þar sem fólk væri síður móttækilegt fyrir þeim nú en í byrjun faraldursins í mars.

Innlent