Heilbrigðismál

Fréttamynd

Þrettán hlutu varan­legt heilsu­tjón vegna flug­elda­slysa á rúmum ára­tug

Tuttugu og einn einstaklingur þarf að meðaltali að leita á bráðamóttöku á hverju ári vegna flugeldaslysa og er þar af að meðaltali eitt barn á leikskólaaldri. Rannsakendur segja vert að íhuga að setja frekari skorður við innflutningi, sölu og notkun flugelda auk þess sem efla þurfi forvarnarstarf en slys vegna flugeldanotkunar séu umtalsvert vandamál hér á landi. 

Innlent
Fréttamynd

Ekkert sam­ráð fyrir lokun Vinjar: „Ó­mögu­legt að það sé staðið að þessu með þessum hætti“

Geðhjálp lýsir yfir miklum vonbrigðum með ákvörðun Reykjavíkurborgar um að loka Vin. Formaður Geðhjálpar segir ekkert samráð hafa átt sér stað fyrir ákvörðunina, líkt og skilja mátti á tillögu meirihlutans. Honum virðist tillögurnar hafa verið unnar með hraði og án samráðs en nauðsynlegt sé að tryggja þjónustu fyrir þennan viðkvæma hóp.

Innlent
Fréttamynd

Það á að vera gott að eldast á Íslandi

Meðalaldur Íslendinga og lífslíkur eru með þeim hæstu sem fyrirfinnast í Evrópu. Frá því á árinu 1988 hafa karlar hérlendis bætt við sig heilum sex árum og konur rúmlega fjórum í meðalævilengd. Þetta er ánægjuleg staðreynd sem segir okkur að hérlendis séu skilyrði til þess að eldast góð og samverustundum sem fjölskyldur hafa möguleika á að verja með sínu elsta fólki hafi fjölgað.

Skoðun
Fréttamynd

Bæjar­stjóri segir læknis­leysið ó­boð­legt

Bæjarstjóri Snæfellsbæjar segir að það sé óboðleg staða að ekki sé að minnsta kosti einn læknir á vakt allan sólarhringinn í sveitarfélaginu. Hann segir bæjaryfirvöld hafa þrýst á alla sem koma að heilbrigðismálum þar í bæ.

Innlent
Fréttamynd

Kerfi sem eigi að byggja á samhjálp og samtryggingu standi ekki undir nafni

Varaformaður velferðarnefndar segir stöðu sjúkratrygginga birtingamynd þess að heilbrigðiskerfið standi ekki undir nafni. Kerfið hafi verið fjársvelt um árabil. Í skýrslu forstjóra stofnunarinnar um stöðuna kemur fram að þó að verkefni hennar hafi aukist margfalt síðustu ár hafi framlög til hennar dregist saman um tugi milljóna miðað við fast verðlag.

Innlent
Fréttamynd

Vin á Hverfisgötu heyrir sögunni til

Borgarstjórn samþykkti á fundi sínum í gærkvöldi að leggja niður starfsemi Vinjar á Hverfisgötu. Vin er dagsetur fyrir fólk með geðraskanir sem hefur verið rekið í um þrjátíu ár. Fyrrverandi forstöðumaður Rauða krossins í Reykjavík er meðal þeirra sem gagnrýnir lokunina harðlega.

Innlent
Fréttamynd

Lífs­löngunin endur­nærð á Reykja­lundi

Á túnfleti við endurhæfingarmiðstöðina Reykjalund stendur listaverkið Lífslöngun eftir Sigurjón Ólafsson myndhöggvara. Verkið hefur staðið þarna frá því sumarið 1993 og má gera ráð fyrir því að framhjá því hafi gengið tugþúsundir einstaklinga sem hafa þurft á þverfaglegri þjónustu Reykjalundar að halda.

Skoðun
Fréttamynd

Sálræn áföll og ofþyngd

Vitað er að orsakir ofþyngdar hjá einstaklingum eru margar og mismunandi. Ekki er hægt að benda á eina algjöra orsök fyrir ofþyngd en þær eru margar og mismunandi. Sú orsök sem fjallað verður um hér eru sálræn áföll.

Skoðun
Fréttamynd

Framlögin tveir milljarðar króna

Heilbrigðisráðherra segir framlög til Sjúkratrygginga Íslands hafa aukist á sama tíma og stofnunin hafi aukist að umfangi. Forstjóri Sjúkratrygginga hefur sagt störfum upp þar sem hann telur sig ekki geta borið ábyrgð á rekstri stofnunarinnar vegna vanfjármögunar.

Innlent
Fréttamynd

Vilja samþætta þjónustu fyrir aldraða

Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra segir mikilvægt að gera eldra fólki kleift að vera virkir þátttakendur í samfélaginu lengur. Liður í því er sérstök aðgerðaráætlun um endurskoðun á þjónustu við eldra fólk.

Innlent
Fréttamynd

Fordómar enn til staðar fjórum áratugum síðar

Á fjórða tug hafa greinst með HIV hér á landi það sem af er ári en tæplega fjórir áratugir eru liðnir frá því að fyrsti Íslendingurinn greindist. Framkvæmdastjóri HIV-samtakanna á Íslandi segir HIV smitaða enn mismunað þrátt fyrir að margt hafi áunnist í baráttunni. Ef alþjóðasamfélagið hefði brugðist við HIV líkt og gert var með Covid væri staðan mögulega önnur. 

Innlent
Fréttamynd

Getur þú ekki bara harkað þetta af þér?

Ánægjulegt og langþráð skref var stigið nú í vikunni þegar Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra staðfesti samning sem Sjúkratryggingar Íslands hafa gert við Klíníkina um kaup á aðgerðum vegna endómetríósu. Samningurinn kveður á um að þær sem eru í brýnustu þörfinni njóti forgangs að aðgerðum.

Skoðun
Fréttamynd

Mikilvægt að ná samningum sem fyrst

Heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að ná samningum við sérgreinalækna sem fyrst en sumir þeirra hafa hækkað verðskrár sínar vegna skorts á samningum við Sjúkratryggingar Íslands. Það sé vont að vita til þess að það eigi að rukka allt að tvö hundruð þúsund krónur fyrir aðgerðir sem áður kostuðu mun minna.

Innlent
Fréttamynd

Herinn í viðbragðsstöðu fyrir umfangsmikil verkföll á Bretlandseyjum

Hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og sjúkraflutningamenn eru meðal þeirra sem hafa boðað umfangsmikil verkföll á Bretlandseyjum í desember vegna launamála. Breski herinn hefur verið settur í viðbragðsstöðu vegna málsins. Verkalýðsfélög innan annarra geira hafa sömuleiðis boðað verkfall. 

Erlent
Fréttamynd

Samningur og sam­vinna um með­ferð við endó­metríósu

Aðgangur að heilbrigðisþjónustu er réttlætismál og áherslumál ríkisstjórnarinnar. Það er mikilvægt að allir hafi jafnt aðgengi að bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á hverju sinni. Aðgengi sé óháð kyni, stöðu, bakgrunni, efnahag og búsetu. Bið eftir heilbrigðisþjónustu eða skert aðgengi getur verið dýrkeypt einstaklingnum og samfélaginu.

Skoðun
Fréttamynd

Samið við Klíníkina um að­gerðir vegna endó­metríósu

Sjúkratryggingar Íslands hafa samið við Klíníkina um kaup á aðgerðum vegna endómetríósu. Samningurinn kveður á um að þeir sem eru í brýnustu þörfinni njóti forgangs. Með samningnum fjölgar því úrræðum vegna endómetríósu og þjónustan eflist enn frekar. Um stórt skref er að ræða þegar kemur að úrræðum og þjónustu við sjúklinga með endómetríósu.

Innlent
Fréttamynd

Mikið álag víða: „Ef maður getur bjargað sér sjálfur þá er það alltaf besta ráðið“

Álagið innan heilbrigðiskerfisins hefur eflaust ekki farið fram hjá neinum en staðan er slæm víða. Ýmsar skýringar eru að baki að sögn forstjóra Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu og er unnið að því að finna leiðir til að bæta stöðuna. Fólk er hvatt til að íhuga hvort það geti leyst málin á eigin spýtur áður en leitað er til heilsugæslunnar.

Innlent
Fréttamynd

„Farið ofan í vasa fólks sem stendur veikt fyrir“

Það er á ábyrgð stjórnvalda að koma í veg fyrir að kostnaðurinn vegna skorts á samningi við sérgreinalækna falli á veikt fólk. Þetta segir þingmaður Samfylkingarinnar og bætir við að margfaldur kostnaður sjúklinga vegna ástandsins sé algjörlega óboðlegur.

Innlent
Fréttamynd

Að­gerðin fimm sinnum dýrari eftir mánaða­mótin

Átján ára stúlka, sem á þarf að fara í aðgerð á krossbandi í desember, þarf að greiða ríflega hundrað og þrjátíu þúsund krónum meira fyrir aðgerðina en ef hún hefði farið í hana núna í nóvember. Samningsleysi á milli sérgreinalækna og Sjúkratrygginga Íslands er sagt skýra þessa hækkun.

Innlent