Heilbrigðismál „Það eru 38 milljónir í heiminum með HIV og það er ekki búið að finna lækningu“ HIV-faraldrinum er ekki lokið í heiminum og sjúkdómnum fylgja enn fordómar, segir Einar Þór Jónsson, framkvæmdastjóri HIV-samtakanna á Íslandi. 34 hafa komið nýir inn með HIV í þjónustu á göngudeild smitsjúkdóma á þessu ári og Einar gerir ráð fyrir því að fjöldinn nái 40 fyrir árslok. Innlent 1.12.2022 06:41 Mikilvægt að ná samningum sem fyrst Heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að ná samningum við sérgreinalækna sem fyrst en sumir þeirra hafa hækkað verðskrár sínar vegna skorts á samningum við Sjúkratryggingar Íslands. Það sé vont að vita til þess að það eigi að rukka allt að tvö hundruð þúsund krónur fyrir aðgerðir sem áður kostuðu mun minna. Innlent 30.11.2022 21:00 Herinn í viðbragðsstöðu fyrir umfangsmikil verkföll á Bretlandseyjum Hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og sjúkraflutningamenn eru meðal þeirra sem hafa boðað umfangsmikil verkföll á Bretlandseyjum í desember vegna launamála. Breski herinn hefur verið settur í viðbragðsstöðu vegna málsins. Verkalýðsfélög innan annarra geira hafa sömuleiðis boðað verkfall. Erlent 30.11.2022 17:19 Samningur og samvinna um meðferð við endómetríósu Aðgangur að heilbrigðisþjónustu er réttlætismál og áherslumál ríkisstjórnarinnar. Það er mikilvægt að allir hafi jafnt aðgengi að bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á hverju sinni. Aðgengi sé óháð kyni, stöðu, bakgrunni, efnahag og búsetu. Bið eftir heilbrigðisþjónustu eða skert aðgengi getur verið dýrkeypt einstaklingnum og samfélaginu. Skoðun 30.11.2022 16:31 Samið við Klíníkina um aðgerðir vegna endómetríósu Sjúkratryggingar Íslands hafa samið við Klíníkina um kaup á aðgerðum vegna endómetríósu. Samningurinn kveður á um að þeir sem eru í brýnustu þörfinni njóti forgangs. Með samningnum fjölgar því úrræðum vegna endómetríósu og þjónustan eflist enn frekar. Um stórt skref er að ræða þegar kemur að úrræðum og þjónustu við sjúklinga með endómetríósu. Innlent 30.11.2022 15:59 Mikið álag víða: „Ef maður getur bjargað sér sjálfur þá er það alltaf besta ráðið“ Álagið innan heilbrigðiskerfisins hefur eflaust ekki farið fram hjá neinum en staðan er slæm víða. Ýmsar skýringar eru að baki að sögn forstjóra Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu og er unnið að því að finna leiðir til að bæta stöðuna. Fólk er hvatt til að íhuga hvort það geti leyst málin á eigin spýtur áður en leitað er til heilsugæslunnar. Innlent 30.11.2022 15:36 „Farið ofan í vasa fólks sem stendur veikt fyrir“ Það er á ábyrgð stjórnvalda að koma í veg fyrir að kostnaðurinn vegna skorts á samningi við sérgreinalækna falli á veikt fólk. Þetta segir þingmaður Samfylkingarinnar og bætir við að margfaldur kostnaður sjúklinga vegna ástandsins sé algjörlega óboðlegur. Innlent 30.11.2022 12:31 „Við erum ekki vandamálið en við glímum við það“ Umræðan um fíknsjúkdóminn er farin að vera meira áberandi í samfélaginu, sérstaklega um þau úrræði sem eru nauðsynleg fyrir þá sem glíma við vandann; hvort sem það er skaðaminnkun, meðferð, áfangaheimili eða annað. Skoðun 30.11.2022 08:00 Nýtt lyf við alzheimers-sjúkdómnum lofar góðu Rannsóknir hafa leitt í ljós að mótefnalyfið lecanemab hjálpar líkamanum við að hreinsa burtu uppsöfnuð niðurbrotsefni prótínsins APP (e. amyloid beta A4 precursor protein) úr heilavef. Erlent 30.11.2022 07:09 Fjöldi umsókna um aðgerðir erlendis tvöfaldast vegna biðlista Sjúkratryggingar Íslands gera ráð fyrir því að um það bil 328 muni sækja um það á þessu ári að fara erlendis í aðgerðir. Um er að ræða tvöföldun á milli ára en í fyrra bárust stofnuninni 164 slíkar umsóknir. Innlent 30.11.2022 06:27 Aðgerðin fimm sinnum dýrari eftir mánaðamótin Átján ára stúlka, sem á þarf að fara í aðgerð á krossbandi í desember, þarf að greiða ríflega hundrað og þrjátíu þúsund krónum meira fyrir aðgerðina en ef hún hefði farið í hana núna í nóvember. Samningsleysi á milli sérgreinalækna og Sjúkratrygginga Íslands er sagt skýra þessa hækkun. Innlent 29.11.2022 19:02 Gagnrýnir álag á heilbrigðisstarfsfólki: Vakinn vegna hægðatregðu og rifrildis Oddur Þórir Þórarinsson læknir gagnrýnir harðlega álag á heilbrigðisstarfsfólki, þá sérstaklega því sem sinni héraðslækningum. Hann segir það standa í verkefnum alla daga sem það eigi ekki að sinna og nái á meðan ekki að sinna fólki sem sé raunverulega veikt. Oddur telur að sífellt fleiri muni gefast upp ef starfsumhverfið breytist ekki. Innlent 29.11.2022 08:44 Ráðherra leggur til 37 milljarða heildarhækkun fjárframlaga Framlög til ýmissa málaflokka hækka um 37 milljarða króna ef tillögur ríkisstjórnarinnar um breytingar á fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2023 verða að veruleika. Fjármála- og efnahagsráðherra kynnti tillögurnar fyrir fjárlaganefnd í gær. Innlent 29.11.2022 06:52 Verkefni í þágu trans barna og hinsegin fólks styrkt um fjórar milljónir Tvö verkefni á vegum heilbrigðisráðuneytisins hafa hlotið ríflega fjögurra milljóna króna styrk úr Framkvæmdarsjóði hinsegin málefna. Annars vegar er um að ræða rannsókn sem miðar að því að kortleggja þarfir og óskir hinsegin fólks sem leitar til transteymis Landspítala og hins vegar þróunarverkefni sem felur í sér fræðsluhópi fyrir foreldra trans barna á BUGL. Innlent 28.11.2022 11:53 Læknaskortur - nútímatækni eða fleiri hendur? Í síðustu viku svaraði heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, fyrirspurn varðandi læknaskort frá Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur, þingkonu Viðreisnar. Ítarlegt svar heilbrigðisráðherra má sjá hér. Skoðun 28.11.2022 10:31 Aðeins barnlausum og heilbrigðum fullorðnum neitað um niðurgreidda heilbrigðisþjónustu Ákvæði í nýju frumvarpi dómsmálaráðherra um breytingar á lögum um útlendinga er varðar niðurfellingu á heilbrigðisþjónustu mun eingöngu koma til skoðunar í tilviki barnlausra og heilbrigðra fullorðinna einstaklinga sem dvelja hér ólöglega og neita að yfirgefa landið. Innlent 28.11.2022 07:31 Minni mótstaða við umgangspestum eftir heimsfaraldur Þennan fyrsta vetur án sóttvarnaaðgerða yfirvalda leggjast árstíðabundnar öndunarfærasýkingar af fullum þunga á landsmenn. Fleiri börn eru að veikjast og það verr en á undanförnum árum, sem veldur vanlíðan á meðal foreldra að sögn barnalæknis. Covid-sýking getur líka breytt ónæmissvari við öðrum veirusýkingum. Innlent 27.11.2022 22:46 Barnshafandi kona á Egilsstöðum þarf að flytja með fjölskyldu sína Barnshafandi kona á Austurlandi þarf að flytja suður með fimm manna fjölskyldu sína og hundinn yfir jól og áramót því hún getur ekki fætt barnið sitt í Neskaupstað. Ástæðan er sú að það verður engin skurðlæknir þar á vakt yfir jólahátíðina. Innlent 26.11.2022 09:04 Samdi lög á nýja plötu meðan hann glímdi við erfið veikindi Valgeir Guðjónsson, einn af dáðustu tónlistarmönnum þjóðarinnar, lét erfið tíðindi ekki stöðva textasmíðina á árinu. Hann greindist með krabbamein í fyrra en með líftæknimeðferð og stuðningi fjölskyldunnar hafðist sigur á meininu. Von er á plötu frá Valgeiri með vorinu, með hækkandi sól og komu farfuglanna til landsins. Lífið 25.11.2022 10:31 Lífslíkur langskólagenginna kvenna mun meiri en kvenna með litla menntun Ný rannsókn sem náði til 6.000 þátttakenda sýnir að lífslíkur langskólagenginna kvenna eru töluvert meiri en kvenna sem hafa litla menntun. Að sögn Thors Aspelund, prófessors í líftölfræði við Háskóla Íslands, fer munurinn vaxandi. Innlent 25.11.2022 06:47 Þórólfur leiðir starfshóp um sýklalyfjaónæmi Þórólfur Guðnason, fyrrverandi sóttvarnalæknir, hefur verið skipaður formaður starfshóps sem móta á framtíðarsýn um áætlun við að sporna gegn útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería. Hann hefur verið ráðinn tímabundið til heilbrigðisráðuneytisins til að leiða verkefni en það er unnið með matvælaráðuneyti og ráðuneyti umhverfis-, orku- og loftslagsmála. Innlent 24.11.2022 15:30 Öryggi íbúa á heilbrigðisstofnunum: Fjötrar eða öryggisbúnaður? Þjónusta við fólk á heilbrigðisstofnunum er reglulegt umræðuefni fjölmiðla og mikilvægt er að við sem störfum í heilbrigðisþjónustu séum ávallt tilbúin að fræða og upplýsa um það sem þar fer fram. Skoðun 24.11.2022 08:00 Bein útsending: Málþing um komugjöld í heilbrigðisþjónustu ÖBÍ réttindasamtök standa fyrir málþing um komugjöld í heilbrigðiskerfinu á Grand hótel klukkan 13 í dag. Innlent 23.11.2022 12:45 Veikt eða slasað barn skal eiga rétt á umönnun foreldra Á undanförnum árum hefur umræða um rétt og réttindi barna farið vaxandi. Þetta má m.a. rekja til samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna sem gjarnan er nefndur barnasáttmálinn. Réttur barns til samvista við foreldra og til umönnunar telst til mikilvægustu réttinda sáttmálans og felur í sér einn af hornsteinum hans. Skoðun 23.11.2022 12:01 Nauðsyn svefns fyrir börn og ungmenni og hvernig við leikum á eðluheilann Heilbrigðisþing sem helgað var lýðheilsu fór fram á vegum Heilbrigðisráðuneytisins þann 10. nóvember. Yfirskrift þingsins var Heilsa eins, hagur allra. Meðal þeirra sem fluttu erindi voru Guðmundur Arnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Akademias og Dr. Erla Björnsdóttir sálfræðingur. Samstarf 23.11.2022 12:01 Milljónir í hættu á að deyja sökum kulda Milljónir Úkraínumanna eru í hættu á að deyja í vetur sökum kulda, segir Alþjóðaheilbrigðisstofnunin. Helmingur orkuinnviða landsins er skemmdur eða ónýtur og um 10 milljón manns án rafmagns. Erlent 22.11.2022 08:19 Karlmenn sem stunda kynlíf með karlmönnum fá mögulega að gefa blóð eftir áramót Karlmenn sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum munu mögulega fá að gefa blóð eftir áramót, ef marka má svör heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Ingu Bjarkar Margrétar Bjarnadóttur, varaþingmanns Samfylkingarinnar, um breytingar á reglugerð um blóðgjafir. Innlent 22.11.2022 06:47 Karlmiðaður útbúnaður setur konur í meiðslahættu Rannsókn í Bretlandi sýnir að fótboltakonur eiga í meiri hættu á að meiðast en karlmenn vegna útbúnaðar til iðkunar íþróttarinnar. Skór, boltar og fleira sé allt hannað með karla í huga sem komi niður á heilsu knattspyrnukvenna. Fyrrum fótboltakona og doktorsnemi í íþróttafræði segir margt mega betur fara. Fótbolti 21.11.2022 08:00 Gekk sárkvalin á milli lækna í sjö ár vegna breytingaskeiðs Fimmtug kona sem reyndi að svipta sig lífi vegna heilsuleysis og stanslausra verkja segir nauðsynlegt að heilbrigðisstarfsmenn kynni sér einkenni breytingaskeiðs. Hún gekk á milli lækna í sjö ár og þurfti hálfpartinn að sannfæra sérfræðinga um að skrifa upp á hormónin sem breyttu lífi hennar. Innlent 20.11.2022 19:31 Eru allar tær eins? Fótaaðgerðafræði er vinsælt nám hjá Keili á Keflavíkurflugvelli en nú eru þar 24 nemendur í því námi, 23 konur og 1 karl. Að fjarlægja líkþorn og vörtur er eitt af fjölmörgum verkefnum nemenda í verklegum tímum. Innlent 19.11.2022 22:01 « ‹ 50 51 52 53 54 55 56 57 58 … 215 ›
„Það eru 38 milljónir í heiminum með HIV og það er ekki búið að finna lækningu“ HIV-faraldrinum er ekki lokið í heiminum og sjúkdómnum fylgja enn fordómar, segir Einar Þór Jónsson, framkvæmdastjóri HIV-samtakanna á Íslandi. 34 hafa komið nýir inn með HIV í þjónustu á göngudeild smitsjúkdóma á þessu ári og Einar gerir ráð fyrir því að fjöldinn nái 40 fyrir árslok. Innlent 1.12.2022 06:41
Mikilvægt að ná samningum sem fyrst Heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að ná samningum við sérgreinalækna sem fyrst en sumir þeirra hafa hækkað verðskrár sínar vegna skorts á samningum við Sjúkratryggingar Íslands. Það sé vont að vita til þess að það eigi að rukka allt að tvö hundruð þúsund krónur fyrir aðgerðir sem áður kostuðu mun minna. Innlent 30.11.2022 21:00
Herinn í viðbragðsstöðu fyrir umfangsmikil verkföll á Bretlandseyjum Hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og sjúkraflutningamenn eru meðal þeirra sem hafa boðað umfangsmikil verkföll á Bretlandseyjum í desember vegna launamála. Breski herinn hefur verið settur í viðbragðsstöðu vegna málsins. Verkalýðsfélög innan annarra geira hafa sömuleiðis boðað verkfall. Erlent 30.11.2022 17:19
Samningur og samvinna um meðferð við endómetríósu Aðgangur að heilbrigðisþjónustu er réttlætismál og áherslumál ríkisstjórnarinnar. Það er mikilvægt að allir hafi jafnt aðgengi að bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á hverju sinni. Aðgengi sé óháð kyni, stöðu, bakgrunni, efnahag og búsetu. Bið eftir heilbrigðisþjónustu eða skert aðgengi getur verið dýrkeypt einstaklingnum og samfélaginu. Skoðun 30.11.2022 16:31
Samið við Klíníkina um aðgerðir vegna endómetríósu Sjúkratryggingar Íslands hafa samið við Klíníkina um kaup á aðgerðum vegna endómetríósu. Samningurinn kveður á um að þeir sem eru í brýnustu þörfinni njóti forgangs. Með samningnum fjölgar því úrræðum vegna endómetríósu og þjónustan eflist enn frekar. Um stórt skref er að ræða þegar kemur að úrræðum og þjónustu við sjúklinga með endómetríósu. Innlent 30.11.2022 15:59
Mikið álag víða: „Ef maður getur bjargað sér sjálfur þá er það alltaf besta ráðið“ Álagið innan heilbrigðiskerfisins hefur eflaust ekki farið fram hjá neinum en staðan er slæm víða. Ýmsar skýringar eru að baki að sögn forstjóra Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu og er unnið að því að finna leiðir til að bæta stöðuna. Fólk er hvatt til að íhuga hvort það geti leyst málin á eigin spýtur áður en leitað er til heilsugæslunnar. Innlent 30.11.2022 15:36
„Farið ofan í vasa fólks sem stendur veikt fyrir“ Það er á ábyrgð stjórnvalda að koma í veg fyrir að kostnaðurinn vegna skorts á samningi við sérgreinalækna falli á veikt fólk. Þetta segir þingmaður Samfylkingarinnar og bætir við að margfaldur kostnaður sjúklinga vegna ástandsins sé algjörlega óboðlegur. Innlent 30.11.2022 12:31
„Við erum ekki vandamálið en við glímum við það“ Umræðan um fíknsjúkdóminn er farin að vera meira áberandi í samfélaginu, sérstaklega um þau úrræði sem eru nauðsynleg fyrir þá sem glíma við vandann; hvort sem það er skaðaminnkun, meðferð, áfangaheimili eða annað. Skoðun 30.11.2022 08:00
Nýtt lyf við alzheimers-sjúkdómnum lofar góðu Rannsóknir hafa leitt í ljós að mótefnalyfið lecanemab hjálpar líkamanum við að hreinsa burtu uppsöfnuð niðurbrotsefni prótínsins APP (e. amyloid beta A4 precursor protein) úr heilavef. Erlent 30.11.2022 07:09
Fjöldi umsókna um aðgerðir erlendis tvöfaldast vegna biðlista Sjúkratryggingar Íslands gera ráð fyrir því að um það bil 328 muni sækja um það á þessu ári að fara erlendis í aðgerðir. Um er að ræða tvöföldun á milli ára en í fyrra bárust stofnuninni 164 slíkar umsóknir. Innlent 30.11.2022 06:27
Aðgerðin fimm sinnum dýrari eftir mánaðamótin Átján ára stúlka, sem á þarf að fara í aðgerð á krossbandi í desember, þarf að greiða ríflega hundrað og þrjátíu þúsund krónum meira fyrir aðgerðina en ef hún hefði farið í hana núna í nóvember. Samningsleysi á milli sérgreinalækna og Sjúkratrygginga Íslands er sagt skýra þessa hækkun. Innlent 29.11.2022 19:02
Gagnrýnir álag á heilbrigðisstarfsfólki: Vakinn vegna hægðatregðu og rifrildis Oddur Þórir Þórarinsson læknir gagnrýnir harðlega álag á heilbrigðisstarfsfólki, þá sérstaklega því sem sinni héraðslækningum. Hann segir það standa í verkefnum alla daga sem það eigi ekki að sinna og nái á meðan ekki að sinna fólki sem sé raunverulega veikt. Oddur telur að sífellt fleiri muni gefast upp ef starfsumhverfið breytist ekki. Innlent 29.11.2022 08:44
Ráðherra leggur til 37 milljarða heildarhækkun fjárframlaga Framlög til ýmissa málaflokka hækka um 37 milljarða króna ef tillögur ríkisstjórnarinnar um breytingar á fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2023 verða að veruleika. Fjármála- og efnahagsráðherra kynnti tillögurnar fyrir fjárlaganefnd í gær. Innlent 29.11.2022 06:52
Verkefni í þágu trans barna og hinsegin fólks styrkt um fjórar milljónir Tvö verkefni á vegum heilbrigðisráðuneytisins hafa hlotið ríflega fjögurra milljóna króna styrk úr Framkvæmdarsjóði hinsegin málefna. Annars vegar er um að ræða rannsókn sem miðar að því að kortleggja þarfir og óskir hinsegin fólks sem leitar til transteymis Landspítala og hins vegar þróunarverkefni sem felur í sér fræðsluhópi fyrir foreldra trans barna á BUGL. Innlent 28.11.2022 11:53
Læknaskortur - nútímatækni eða fleiri hendur? Í síðustu viku svaraði heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, fyrirspurn varðandi læknaskort frá Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur, þingkonu Viðreisnar. Ítarlegt svar heilbrigðisráðherra má sjá hér. Skoðun 28.11.2022 10:31
Aðeins barnlausum og heilbrigðum fullorðnum neitað um niðurgreidda heilbrigðisþjónustu Ákvæði í nýju frumvarpi dómsmálaráðherra um breytingar á lögum um útlendinga er varðar niðurfellingu á heilbrigðisþjónustu mun eingöngu koma til skoðunar í tilviki barnlausra og heilbrigðra fullorðinna einstaklinga sem dvelja hér ólöglega og neita að yfirgefa landið. Innlent 28.11.2022 07:31
Minni mótstaða við umgangspestum eftir heimsfaraldur Þennan fyrsta vetur án sóttvarnaaðgerða yfirvalda leggjast árstíðabundnar öndunarfærasýkingar af fullum þunga á landsmenn. Fleiri börn eru að veikjast og það verr en á undanförnum árum, sem veldur vanlíðan á meðal foreldra að sögn barnalæknis. Covid-sýking getur líka breytt ónæmissvari við öðrum veirusýkingum. Innlent 27.11.2022 22:46
Barnshafandi kona á Egilsstöðum þarf að flytja með fjölskyldu sína Barnshafandi kona á Austurlandi þarf að flytja suður með fimm manna fjölskyldu sína og hundinn yfir jól og áramót því hún getur ekki fætt barnið sitt í Neskaupstað. Ástæðan er sú að það verður engin skurðlæknir þar á vakt yfir jólahátíðina. Innlent 26.11.2022 09:04
Samdi lög á nýja plötu meðan hann glímdi við erfið veikindi Valgeir Guðjónsson, einn af dáðustu tónlistarmönnum þjóðarinnar, lét erfið tíðindi ekki stöðva textasmíðina á árinu. Hann greindist með krabbamein í fyrra en með líftæknimeðferð og stuðningi fjölskyldunnar hafðist sigur á meininu. Von er á plötu frá Valgeiri með vorinu, með hækkandi sól og komu farfuglanna til landsins. Lífið 25.11.2022 10:31
Lífslíkur langskólagenginna kvenna mun meiri en kvenna með litla menntun Ný rannsókn sem náði til 6.000 þátttakenda sýnir að lífslíkur langskólagenginna kvenna eru töluvert meiri en kvenna sem hafa litla menntun. Að sögn Thors Aspelund, prófessors í líftölfræði við Háskóla Íslands, fer munurinn vaxandi. Innlent 25.11.2022 06:47
Þórólfur leiðir starfshóp um sýklalyfjaónæmi Þórólfur Guðnason, fyrrverandi sóttvarnalæknir, hefur verið skipaður formaður starfshóps sem móta á framtíðarsýn um áætlun við að sporna gegn útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería. Hann hefur verið ráðinn tímabundið til heilbrigðisráðuneytisins til að leiða verkefni en það er unnið með matvælaráðuneyti og ráðuneyti umhverfis-, orku- og loftslagsmála. Innlent 24.11.2022 15:30
Öryggi íbúa á heilbrigðisstofnunum: Fjötrar eða öryggisbúnaður? Þjónusta við fólk á heilbrigðisstofnunum er reglulegt umræðuefni fjölmiðla og mikilvægt er að við sem störfum í heilbrigðisþjónustu séum ávallt tilbúin að fræða og upplýsa um það sem þar fer fram. Skoðun 24.11.2022 08:00
Bein útsending: Málþing um komugjöld í heilbrigðisþjónustu ÖBÍ réttindasamtök standa fyrir málþing um komugjöld í heilbrigðiskerfinu á Grand hótel klukkan 13 í dag. Innlent 23.11.2022 12:45
Veikt eða slasað barn skal eiga rétt á umönnun foreldra Á undanförnum árum hefur umræða um rétt og réttindi barna farið vaxandi. Þetta má m.a. rekja til samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna sem gjarnan er nefndur barnasáttmálinn. Réttur barns til samvista við foreldra og til umönnunar telst til mikilvægustu réttinda sáttmálans og felur í sér einn af hornsteinum hans. Skoðun 23.11.2022 12:01
Nauðsyn svefns fyrir börn og ungmenni og hvernig við leikum á eðluheilann Heilbrigðisþing sem helgað var lýðheilsu fór fram á vegum Heilbrigðisráðuneytisins þann 10. nóvember. Yfirskrift þingsins var Heilsa eins, hagur allra. Meðal þeirra sem fluttu erindi voru Guðmundur Arnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Akademias og Dr. Erla Björnsdóttir sálfræðingur. Samstarf 23.11.2022 12:01
Milljónir í hættu á að deyja sökum kulda Milljónir Úkraínumanna eru í hættu á að deyja í vetur sökum kulda, segir Alþjóðaheilbrigðisstofnunin. Helmingur orkuinnviða landsins er skemmdur eða ónýtur og um 10 milljón manns án rafmagns. Erlent 22.11.2022 08:19
Karlmenn sem stunda kynlíf með karlmönnum fá mögulega að gefa blóð eftir áramót Karlmenn sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum munu mögulega fá að gefa blóð eftir áramót, ef marka má svör heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Ingu Bjarkar Margrétar Bjarnadóttur, varaþingmanns Samfylkingarinnar, um breytingar á reglugerð um blóðgjafir. Innlent 22.11.2022 06:47
Karlmiðaður útbúnaður setur konur í meiðslahættu Rannsókn í Bretlandi sýnir að fótboltakonur eiga í meiri hættu á að meiðast en karlmenn vegna útbúnaðar til iðkunar íþróttarinnar. Skór, boltar og fleira sé allt hannað með karla í huga sem komi niður á heilsu knattspyrnukvenna. Fyrrum fótboltakona og doktorsnemi í íþróttafræði segir margt mega betur fara. Fótbolti 21.11.2022 08:00
Gekk sárkvalin á milli lækna í sjö ár vegna breytingaskeiðs Fimmtug kona sem reyndi að svipta sig lífi vegna heilsuleysis og stanslausra verkja segir nauðsynlegt að heilbrigðisstarfsmenn kynni sér einkenni breytingaskeiðs. Hún gekk á milli lækna í sjö ár og þurfti hálfpartinn að sannfæra sérfræðinga um að skrifa upp á hormónin sem breyttu lífi hennar. Innlent 20.11.2022 19:31
Eru allar tær eins? Fótaaðgerðafræði er vinsælt nám hjá Keili á Keflavíkurflugvelli en nú eru þar 24 nemendur í því námi, 23 konur og 1 karl. Að fjarlægja líkþorn og vörtur er eitt af fjölmörgum verkefnum nemenda í verklegum tímum. Innlent 19.11.2022 22:01