Samfélagsmiðlar

Fréttamynd

Musk segist ætla í stríð við Apple

Elon Musk, eigandi samfélagsmiðilsins Twitter, bölsótaðist út í tæknirisann Apple og sakaði fyrirtækið óbeint um að hata tjáningarfrelsi í gær. Ef eitthvað er að marka yfirlýsingar Musk er Apple að íhuga að henda Twitter út úr snjallforritaverslun sinni.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Kynningarmyndbönd frá „ráðuneyti“ slá í gegn

Að undanförnu hafa myndbönd frá Twitter-reikningnum „Undanskipulagsráðuneytinu“ vakið nokkra lukku á meðal notenda forritsins. Þar birtist maður sem gefur sig út fyrir að vera opinber starfsmaður í ráðuneyti, miðlar reynslu sinni af stjórnsýslu og ráðum til að gera megi enn betur. Spilun hefst á 16. mínútu að ofan.

Lífið
Fréttamynd

Var alltaf feiminn í æsku

Arnar Gauti Arnarsson er með sanni betur þekktur sem Lil Curly og hefur náð gríðarlegum fylgjendafjölda á samfélagsmiðlum á borð við TikTok og Instagram. Arnar Gauti var feiminn sem krakki en hefur með aldrinum sigrast á því með lífsmottóinu sínu. Hann er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum.

Lífið
Fréttamynd

Salka lendir í rit­skoðunar­krumlum Face­book

Ritskoðunardeild Facebook hefur sett Sölku útgáfu í mánaðarbann á samfélagsmiðlinum en útgefanda varð það á að nefna Hitler á nafn en hinn illræmdi fyrrverandi þýski kanslari er nú kallaður H-orðið meðal Sölku-fólks.

Innlent
Fréttamynd

Trump mættur aftur á Twitter

Búið er að opna aftur fyrir Twitter-reikning Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Elon Musk, forstjóri Twitter, tilkynnti í nótt um að aðgangurinn yrði opnaður aftur eftir skoðanakönnun sem yfir fimmtán milljón notendur tóku þátt í.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Starfsmenn flýja Twitter vegna afarkosta Musk

Það er óhætt að setja að framtíð samfélagsmiðilsins Twitter sé í uppnámi eftir að hundruðir starfsmanna virtust velja að kveðja fyrirtækið í stað þess að gangast undir afarkost Elon Musk um að starfsmenn skuldbittu sig til að vinna langa og stranga vinnudaga ellegar hættu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ætlar að fá annan til að stýra Twitter

Elon Musk, eigandi samfélagsmiðilsins Twitter, segist ætla að draga úr afskiptum sínum af miðlinum og fá einhvern annan til að stýra fyrirtækinu. Sá stutti tími sem Musk hefur átt Twitter hefur verið stormasamur svo vægt sé til orða tekið.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Lengri vinnudagar hjá „harðara“ Twitter 2,0

Auðjöfurinn Elon Musk hefur gefið þeim starfsmönnum Twitter sem enn vinna hjá samfélagsmiðlafyrirtækinu frest út daginn á morgun til að sverja þess heit að skuldbinda sig til að vinna lengri vinnudaga hjá „harðara“ Twitter. Geri þau það ekki verði þeim sagt upp.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Kaup á bláu haki Twitter valda usla í raunheimum

Á dögunum opnaði samfélagsmiðillinn Twitter fyrir að fólk gæti keypt sér bláa hakið við hlið nafns síns sem gefur til kynna að um hinn rétta aðila sé að ræða.  Í kjölfar nýju stefnunnar hafa gervi aðgangar sprottið upp og verið notendum til mikils ama.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Óreiðan virðist ráða ríkjum hjá Twitter

Frá því auðjöfurinn Elon Musk tók við stjórn samfélagsmiðilsins Twitter hefur mikil óreiða ríkt þar. Musk varaði við því í nótt að gjaldþrot kæmi til greina en fyrr í gærkvöldi hafði hann sagt stöðu fyrirtækisins vera erfiða en margir af æðstu yfirmönnum fyrirtækisins hafa sagt upp á undanförnum dögum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Musk segir horfur Twitter alvarlegar

Auðjöfurinn Elon Musk, nýr eigandi Twitter, sendi í nótt bréf á þá starfsmenn fyrirtækisins sem vinna þar enn eftir uppsagnir síðustu viku. Í bréfinu sagði hann að allir um fjögur þúsund starfsmenn Twitter þurfi að verja öllum sínum vinnudögum í höfuðstöðvum fyrirtækisins og að ástandið á fyrirtækinu væri „alvarlegt“.

Viðskipti erlent