Samfélagsmiðlar

Fréttamynd

Meint alþjóðleg glæpakvendi gefa sig fram

Þeim Guðrúnu Ó Axelsdóttur og Sólbjörgu Laufey Vigfúsdóttur brá illilega í brún þegar þær lásu frétt af því að tvær konur, sem töluðu bjagaða íslensku, hafi bankað uppá og nánast boðið sér sjálfum inn í hús í vafasömum tilgangi og uppgötvuðu að þar var verið að tala um þær.

Innlent
Fréttamynd

„Finnst mjög óheillandi þegar ég er ekki dýrkuð og dáð“

„Þetta getur vissulega verið krefjandi á tímum en ég finn mig mjög vel í þessu hlutverki. Það sem skiptir mig og okkur öllu máli er að setja börnin í fyrsta sætið, passa uppá samskiptin og að öllum líði vel í breyttum aðstæðum,“ segir Camilla Rut í viðtali við Makamál. 

Lífið
Fréttamynd

Rússneskir grínistar blekktu Ian McKellen í spjall við Zelenskí

Breski leikarinn Ian McKellen greindi frá því í gær að tveir rússneskir grínistar, sem hugðust notfæra sér leikarann, hafi sent honum boð um einkasamtal við Volodímír Zelenskí, Úkraínuforseta. Þegar samtalið við forsetann hófst runnu tvær grímur á leikarann og lagði hann á þá.

Erlent
Fréttamynd

Konur dansa til stuðnings Sönnu

Myllumerkið #SolidarityWithSanna, lauslega þýtt sem samstaða með Sönnu, hefur slegið í gegn á Twitter í kjölfar þess að myndbönd af Sönnu Marin, forsætisráðherra Finnlands, dansa láku á netið. Undir myllumerkinu hafa konur byrjað að birta myndbönd af sér að dansa til stuðnings við forsætisráðherrann.

Erlent
Fréttamynd

Þor­­steinn og Birgitta Líf tekju­hæst á­hrifa­valda

Þorsteinn V. Einarsson, kynjafræðingur og umsjónarmaður hlaðvarpsins Karlmennskunnar, var tekjuhæstur áhrifavalda árið 2021 samkvæmt nýju tölublaði Frjálsrar verslunar. Þorsteinn var með 1.369.000 krónur á mánuði en næst á eftir honum kom Birgitta Líf Björnsdóttir, markaðsstjóri World Class, eigandi Bankastræti Club og umboðsmaður, með 1.275.000 krónur á mánuði.

Lífið
Fréttamynd

Gekk á reipi við eldgosið

Ævintýramaðurinn og áhrifavaldurinn Jay Alvarez var staddur hér á landi í vikunni og heimsótti gosstöðvarnar í Meradölum. Hann setti reipi upp við bíl sinn, gekk yfir það og náði mögnuðu myndbandi af því.

Lífið
Fréttamynd

Hold­gervingur eitraðrar karl­mennsku slær í gegn á TikTok

Fyrrum bardagakappinn Andrew Tate hefur slegið í gegn á TikTok síðustu vikur, þá sérstaklega meðal ungra karlmanna. Ummæli Tate verður þó að flokka oft á tíðum sem afar umdeild en hann talar oftar en ekki niður til kvenna og ýtir undir eitraða karlmennsku. Fleiri og fleiri ungir karlmenn fylgjast með Tate á hverjum einasta degi.

Erlent
Fréttamynd

„Draumur sem ég gerði að plani“

Tónlistarmaðurinn Doctor Victor er þúsundþjalasmiður, hann starfar sem læknir á daginn og fer svo og þeytir skífum og vinnur að tónlist utan þess. Hann segist hafa fengið „aha“ augnablik á fyrsta dj gigginu sínu í Slóvakíu, þar sem hann var í læknisnámi og í framhaldinu ákveðið að elta báða draumana.

Lífið
Fréttamynd

Var­dy tapaði knatt­spyrnu­eigin­konu­málinu

Knattspyrnueiginkonan Rebekah Vardy tapaði meiðyrðamáli sínu á hendur knattspyrnueiginkonunni Coleen Rooney. Konurnar tvær eru hafa tekist á í þrjú ár eftir að Rooney komst að njósnum Rebekuh um einkalíf Rooneyhjónanna.

Lífið
Fréttamynd

Ára­tugur vafa­samra um­mæla grafi undan trausti fólks á kerfinu

Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði segir framgöngu Helga Magnúsar Gunnarssonar, vararíkissaksóknara, grafa undir trausti almennings á embætti ríkissaksóknara, dómstólum og hinu opinbera. Það eigi ekki aðeins við um ummæli sem hann lét falla um samkynhneigða hælisleitendur í síðustu viku heldur ummæli hans um ýmis viðkvæm málefni undanfarinn áratug.

Innlent
Fréttamynd

LXS raun­veru­leika­þættir á leiðinni

Nýir íslenskir raunveruleikaþættir þar sem fylgst verður með lífi samfélagsmiðlastjarnanna í LXS vinkonuhópnum eru væntanlegir á Stöð 2 í haust. Hópurinn samanstendur af þeim Birgittu Líf, Ástrós Trausta, Magneu Björg, Sunnevu Einars og Ínu Maríu.

Lífið
Fréttamynd

Kylie og Kim gagnrýna nýja stefnu Instagram

Instagram þarf að eiga við kraftmikla gagnrýni frá þekktum notendum sínum þessa dagana en Kylie Jenner og Kim Kardashian gagnrýna myndbandamiðaða stefnu miðilsins. Þær hvetja stjórnendur til þess að endurhugsa áherslur miðilsins.

Lífið
Fréttamynd

Hjálpa þér að finna ástina á Þjóðhátíð með einum takka

Stefnumótaforritið Smitten ætlar að gleðja gesti Þjóðhátíðar með sérstökum Þjóðhátíðar fítus sem auðveldar einhleypum gestum hátíðarinnar að ná saman í dalnum. Hann verður aðgengilegur notendum forritsins sem eru staddir í Vestmannaeyjum frá fimmtudegi til mánudags.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: Brúðkaup, boltinn og folar

Ástin er allsráðandi í Stjörnulífinu þessa vikuna en brúðkaup og brúðkaupsafmæli voru á hverju strái ásamt „babymoon“ á Spáni, folum í sveitinni og listafólk landsins í skemmtilegum ferðum. Þar að auki eru stelpurnar okkar sáttar eftir að hafa gefið sig allar í EM keppnina.

Lífið