Jemen

Fréttamynd

Uppfylla skilyrði friðarviðræðna

Hernaðarbandalagið sem Sádi-Arabar leiða í styrjöldinni gegn Hútum í Jemen samþykkti í gær að særðir hermenn Húta fengju að yfirgefa landið til þess að leita læknisaðstoðar.

Erlent
Fréttamynd

Meira til Jemens

Matarhjálp Sameinuðu þjóðanna (WFP) ætlar að tvöfalda matargjafir til Jemens og þannig sjá fjórtán milljónum fyrir mat. Þetta sagði í tilkynningu sem stofnunin sendi frá sér í gær.

Erlent
Fréttamynd

CNN segir Trump hafa selt Sádum sprengjuna sem varð tugum barna að bana

Sprengjan, sem varð tugum ungra barna að bana þegar hún féll á rútu í Jemen á dögunum, hefði aldrei endað í höndum Sáda ef ríkisstjórn Donalds Trump hefði ekki afnumið takmarkanir á vopnasölu sem voru innleiddar á Baracks Obama. Þetta er niðurstaða rannsóknar á vegum bandarísku fréttastöðvarinnar CNN.

Erlent
Fréttamynd

Hútar fagna ákalli um óháða rannsókn

Sameinuðu þjóðirnar kalla eftir rannsókn á árás sem kostaði tugi barna lífið. Uppreisnarmenn í Jemen fagna kallinu og segjast tilbúnir til samvinnu. Framkvæmdastjóri UNICEF segir árásirnar svartasta dag stríðsins. Sádi-Arabar segjast ætla að rannsaka málið sjálfir.

Erlent
Fréttamynd

Forsaga hörmunganna í Jemen - fyrri hluti

Reglulega berast Íslendingum samhengislitlar fréttir af neyð og skelfingum í Jemen. Þar ríkir stríðsástand og hungursneyð sem gerir landið að versta hörmungasvæði heims um þessar mundir að mati Sameinuðu þjóðanna.

Erlent
Fréttamynd

Í köldu stríði

Íranar og Sádi-Arabar hafa í áratugaraðir tekist á um völdin í Mið-Austurlöndum. Sífellt hitnar í kolunum. Styðja sína hliðina hvorir í Sýrlandi og Jemen.

Erlent