Upptökur á Klaustur bar

Fréttamynd

Gunnar Bragi segir engan þurfa að segja af sér

Þingflokksformaður Miðflokksins sér ekki ástæðu til þess að hann og aðrir verði að segja af sér þingmennsku vegna ummæla sinna um einstakar þingkonur þótt orðbrgað þeirra hafi verið þeim öllum til minnkunar.

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 verður farið ítarlega yfir Klaustursupptökurnar svokölluðu. Fréttastofa hefur fengið upptökurnar hjá Stundinni og mun spila brot, meðal annars þar sem þingmennirnir fimm heyrast ræða um útlit og vanhæfni þingkvenna.

Innlent
Fréttamynd

Forsætisráðherra segir ummæli Miðflokksmanna dapurleg

Forsætisráðherra segir dapurlegt að skynja þau viðhorf sem fram komi í ummælum þingmanna Miðflokksins þegar varla sé liðið ár frá upphafi MeToo-umræðunnar þar sem konur í stjórnmálum meðal annarra stigu fram og greindu frá reynslu sinni.

Innlent
Fréttamynd

„Maður veit eiginlega ekki hvar mörkin liggja hérna“

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir að þeir þingmenn sem heyrast tala með niðrandi hætti um kollega sína á þingi á upptökum af Klaustur Bar fyrr í mánuðinum ættu virkilega að skoða hug sinn gagnvart því að segja af sér þingmennsku.

Innlent
Fréttamynd

Segir einkennilegt að þingmennirnir íhugi ekki afsögn

Henry Alexander Henrysson, aðjúnkt í heimspeki við Háskóla Íslands, segir að samtal þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins, sem fór fram á barnum Klaustur fyrr í mánuðinum, varpi ljósi á það að kjörnir fulltrúar virðist ekki alveg skilja hvaða skyldur fylgi því hlutverki.

Innlent
Fréttamynd

Fólk þurfi að axla ábyrgð á eigin gjörðum og ummælum

Forstjóri Persónuverndar segir það skipta máli þegar samtöl fólks séu tekin upp hvort um sé að ræða opinbera persónu eða meðaljón og hvort upptakan sé á einkaheimili eða hlutir séu teknir á almannafæri. Formaður Blaðamannafélagsins bendir fólki á að gæta orða sinna og líta í eigin barm.

Innlent
Fréttamynd

Segist hafa verið að ljúga upp á Bjarna Benediktsson

Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra fyrir Framsóknarflokkinn, segir að það sé ekki satt að hann hafi gert einhvern díl við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, vegna skipunar Geirs H. Haarde, fyrrverandi formanns flokksins, sem sendiherra Íslands í Bandaríkjunum.

Innlent
Fréttamynd

Berg­þór biðst af­sökunar

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segir að svo virðist sem hann hafi notað orðfæri honum framandi á hótelbar í liðinni viku.

Innlent