Björgunarsveitir Björgunarsveit kölluð út vegna tveggja slysa hjá Glymi Útkall barst á Björgunarsveitum á Vesturlandi rétt fyrir klukkan þrjú í dag vegna göngukonu sem hrasaði og slasaðist á fæti á leið að Glymi í stórum gönguhóp. Skömmu síðar barst annað útkall vegna ferðamanns sem hafði runnið niður gil steinsnar frá fyrri slysstað. Innlent 29.6.2022 17:09 Drógu tvo vélarvana báta að landi og björguðu örmagna göngumönnum Tvisvar þurfti að kalla út björgunarskip Landsbjargar í dag, Gísli Jóns var kallaður út frá Ísafirði vegna vélarvana strandveiðibáts og Sjöfn í Reykjavík var kölluð út vegna vélarvana skemmtibáts við Viðey. Björgunarsveitarmenn þurftu einnig að bjarga örmagna göngumönnum á Sprengisandsleið og aðstoða mann sem hrasaði við Hengifoss. Innlent 27.6.2022 17:42 Neyðarsendir franskra ferðamanna fór í gang Um klukkan 16:00 í dag barst lögreglunni á Norðurlandi eystra tilkynning frá franskri neyðarþjónustu um að neyðarsendir sem væri í vöktun hjá þeim hefði farið í gang. Að sögn neyðarþjónustunnar var neyðarsendirinn staðsettur á hálendinu norðan Vatnajökuls. Innlent 24.6.2022 22:45 Ferjan Baldur vélarvana með 111 um borð Farþegaferjan Baldur er vélarvana á Breiðafirði um 300 metra frá landi með 111 um borð. Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leiðinni á staðinn og verður þar til taks. Innlent 18.6.2022 10:33 „Fólk hefði ekki getað verið þarna mikið lengur“ Á annað hundrað björgunarsveitarmanna af öllu Suðurlandi og víðar að tóku þátt í einni umfangsmestu aðgerð síðari tíma á Vatnajökli í nótt. Hópi fjórtán göngumanna var bjargað úr virkilega erfiðum aðstæðum. Ástandið var orðið krítískt. Innlent 17.6.2022 20:47 Göngugarparnir á leið til Hafnar þar sem kjötsúpa bíður þeirra Fjórtán göngugarpar, sem hófu göngu niður af Hvannadalshnjúki síðdegis í gær en óskuðu eftir aðstoð björgunarsveita, eru komnir inn í hlýja bíla og eru á leið til Hafnar, þar sem kjötsúpa bíður þeirra. Innlent 17.6.2022 08:30 Halda til móts við gönguhóp í vandræðum á Hvannadalshnjúki Björgunarsveitarfólk af Suður- og Suðausturlandi er nú á leið að gönguhópi sem villtist á Hvannadalshnjúki í dag. Enginn er slasaður í hópnum en björgunarsveitir vonast til þess að komast að fólkinu á næstu klukkutímunum. Innlent 16.6.2022 22:00 Fylgjast með innlyksa fólki í Reynisfjöru Lögreglu- og björgunarsveitarfólk fylgist nú með tveimur ferðamönnum sem urðu innlyksa í Reynisfjöru á flóði. Búist er við að hægt verði að koma þeim til hjálpar þegar fjarar út í kvöld. Innlent 14.6.2022 19:00 Bættar forvarnir á sjó Sjósókn við Íslandsstrendur hefur ávallt verið einn af okkar helstu atvinnuvegum. Oft hefur verið rætt um hetjur hafsins en í gegnum aldirnar hefur ýmis áhætta fylgt því að starfa á sjó og sjóslys voru tíð hér á árum áður. Skoðun 12.6.2022 10:02 „Ekki boðlegt að fólk sé að deyja þarna við þessar aðstæður“ Erlendur ferðamaður á áttræðisaldri lést í Reynisfjöru í gær. Viðvörunarskilti eru í fjörunni en nokkur banaslys hafa orðið þar á undanförnum árum. Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir erfitt að meta hvað annað væri hægt að gera en takmarka aðgengi að fjörunni til að koma í veg fyrir slys. Innlent 11.6.2022 12:30 Banaslys í Reynisfjöru Erlendur ferðamaður, karlmaður á áttræðisaldri lést í gær þegar alda hreif hann með sér úr Reynisfjöru og út í sjó. Innlent 11.6.2022 09:44 Þyrla Landshelgisgæslunnar náði manni úr sjónum við Reynisfjöru Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út um fimmleytið í dag þar sem erlendur ferðamaður hafði lent í sjónum við Reynisfjöru. Þyrlan kom á vettvang tæpri klukkustund síðar og náði manninum úr sjónum. Innlent 10.6.2022 18:56 Slasaðist illa í nágrenni gosstöðvanna Björgunarsveitarfólk frá Grindavík aðstoðaði ferðamann sem slasaðist illa á fæti í nágrenni gosstöðvanna á Reykjanesi í dag. Mikið breyttur björgunarsveitarbíll var sendur á vettvang til að flytja hann niður á bílastæði í Leirdal. Innlent 28.5.2022 15:45 Þyrlan sótti göngumann sem rann í skriðum við Stafsnes Björgunarsveitir í Vestmannaeyjum og þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna göngumanns sem slasaðist þegar hann hrasaði í skriðu fyrir ofan Stafsnes í Eyjum í hádeginu. Þyrlan sótti manninn. Innlent 28.5.2022 13:22 Drógu vélarvana bát í land Björgunarsveit í Hafnarfirði var kölluð út snemma í morgun vegna vélarvana báts sem rak hratt að landi. Innlent 26.5.2022 14:01 Maður lést við Hengifoss Lögregla, sjúkralið og björgunarsveitir voru kallaðar út að Hengifossi í norðanverðum Fljótsdal á öðrum tímanum í dag þegar tilkynning barst um veikan mann. Innlent 11.5.2022 18:18 Mikill viðbúnaður vegna báts sem tók niðri Mikill viðbúnaður var hjá Landhelgisgæslunni og björgunarsveitum á áttunda tímanum í kvöld vegna harðbotna slöngubáts sem tók niðri við eyjuna Vigur í Ísafjarðardjúpi. Innlent 9.5.2022 20:13 Lenti í snjóflóði í Hlíðarfjalli Björgunarsveitir á Akureyri voru kallaður út laust eftir klukkan eitt í dag eftir að skíðamaður lenti í snjóflóði fyrir ofan skíðasvæðið í Hlíðarfjalli. Skíðamaðurinn grófst ekki í flóðinu en slasaðist. Innlent 6.5.2022 15:10 Björgunarsveit kölluð út vegna göngumanns Göngumaður lenti í sjálfheldu í fjöllunum suður af Mýrdalsjökli í kvöld og var björgunarsveit á Suðurlandi kölluð út til að aðstoða hann. Maðurinn er sagður vera í ágætu ástandi, óslasaður en orðið kalt. Innlent 30.4.2022 22:00 Varðveisla Maríu Júlíu BA 36 Verndun og varðveislu sögulegra skipa er hluti af alþýðumenningu okkar. Eitt merkilegasta skip sem möguleiki er á að bjarga er fyrsta varðskip og hafrannsóknaskip Íslendinga, María Júlía, sem var smíðað árið 1950 og á sér merka sögu en hefur legið undanfarin ár í Ísafjarðarhöfn og má muna sinn fífil fegri. Skoðun 28.4.2022 13:31 Lóðaskiptin handsöluð og Björgunarmiðstöð fram undan Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslunnar, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, og Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri fjármála- og efnahagsráðuneytis, undirrituðu síðdegis samning um lóð fyrir Björgunarmiðstöð. Innlent 25.4.2022 16:28 Björguðu vélarvana báti við Mölvík Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík fór í þrjú útköll í dag, tvö úti á sjó og eitt á landi. Innlent 23.4.2022 22:36 Nota dróna og hunda við leitina Á þriðja tug björgunarsveitarmanna hófu skömmu fyrir hádegi leit á ný að Svanhvíti Harðardóttur, konu sem saknað hefur verið síðan á fimmtudag. Innlent 23.4.2022 15:22 Björgunarsveitir í biðstöðu en vísbendingar af skornum skammti Björgunarsveitir eru í biðstöðu vegna leitar að Svanhvíti Harðardóttur, sem ekkert hefur spurst til síðan á miðvikudag. Innlent 23.4.2022 11:11 Ríflega eitt hundrað leita Svanhvítar Ríflega eitt hundrað björgunarsveitarmenn leita nú Svanhvítar Harðardóttur á Völlunum í Hafnarfirði. Síðast er vitað um ferðir hennar klukkan 13:00 í gær. Innlent 22.4.2022 22:32 Fjórða alvarlega skíðaslysið á Tröllaskaga á innan við mánuði Slysið sem varð í Svarfaðardal í gær var fjórða alvarlega slysið á Tröllaskaga á innan við mánuði sem tengist skíðamönnum. Björgunarsveitarmaður hvetur skíðamenn til að umgangast svæðið af varkárni. Innlent 8.4.2022 13:07 Lést í snjóflóðinu í gær Karlmaður lést í snjóflóðinu sem féll í Svarfaðardal í nágrenni Dalvíkur í gærkvöldi. Þrír lentu í flóðinu en um er að ræða bandaríska ferðamenn sem allir fæddust árið 1988. Allir hlutu þeir alvarlega áverka í slysinu og var einn þeirra látinn þegar að var komið. Innlent 8.4.2022 09:58 Einn fluttur í sjúkraflugi á Landspítalann Aðgerðum björgunarsveitarmanna í Svarfaðardal í nágrenni Dalvíkur lauk nokkru fyrir miðnætti, þar sem þrír bandarískir ferðamenn höfðu lent í snjóflóði um klukkan sjö í gærkvöldi. Einn þeirra var fluttur á Landspítalann með sjúkraflugi og tveir á Sjúkrahúsið á Akureyri. Innlent 8.4.2022 07:16 Allir þrír sem lentu í snjóflóðinu af erlendu bergi brotnir Þrír menn lentu í snjóflóði í Svarfaðardal í nágrenni Dalvíkur um klukkan sjö í kvöld. Þeir eru allir af erlendu bergi brotnir. Tveir þeirra eru slasaðir, annar var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Sjúkrahúsið á Akureyri og hinir tveir með sjúkrabílum á sjúkrahúsið. Innlent 7.4.2022 20:13 Þyrlan sótti skíðamann í Karlsárdal Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út síðdegis í dag til að flytja skíðamann sem slasaðist í fjöllunum inn af Karlsá, norðan Dalvíkur. Innlent 30.3.2022 17:25 « ‹ 16 17 18 19 20 21 22 23 24 … 45 ›
Björgunarsveit kölluð út vegna tveggja slysa hjá Glymi Útkall barst á Björgunarsveitum á Vesturlandi rétt fyrir klukkan þrjú í dag vegna göngukonu sem hrasaði og slasaðist á fæti á leið að Glymi í stórum gönguhóp. Skömmu síðar barst annað útkall vegna ferðamanns sem hafði runnið niður gil steinsnar frá fyrri slysstað. Innlent 29.6.2022 17:09
Drógu tvo vélarvana báta að landi og björguðu örmagna göngumönnum Tvisvar þurfti að kalla út björgunarskip Landsbjargar í dag, Gísli Jóns var kallaður út frá Ísafirði vegna vélarvana strandveiðibáts og Sjöfn í Reykjavík var kölluð út vegna vélarvana skemmtibáts við Viðey. Björgunarsveitarmenn þurftu einnig að bjarga örmagna göngumönnum á Sprengisandsleið og aðstoða mann sem hrasaði við Hengifoss. Innlent 27.6.2022 17:42
Neyðarsendir franskra ferðamanna fór í gang Um klukkan 16:00 í dag barst lögreglunni á Norðurlandi eystra tilkynning frá franskri neyðarþjónustu um að neyðarsendir sem væri í vöktun hjá þeim hefði farið í gang. Að sögn neyðarþjónustunnar var neyðarsendirinn staðsettur á hálendinu norðan Vatnajökuls. Innlent 24.6.2022 22:45
Ferjan Baldur vélarvana með 111 um borð Farþegaferjan Baldur er vélarvana á Breiðafirði um 300 metra frá landi með 111 um borð. Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leiðinni á staðinn og verður þar til taks. Innlent 18.6.2022 10:33
„Fólk hefði ekki getað verið þarna mikið lengur“ Á annað hundrað björgunarsveitarmanna af öllu Suðurlandi og víðar að tóku þátt í einni umfangsmestu aðgerð síðari tíma á Vatnajökli í nótt. Hópi fjórtán göngumanna var bjargað úr virkilega erfiðum aðstæðum. Ástandið var orðið krítískt. Innlent 17.6.2022 20:47
Göngugarparnir á leið til Hafnar þar sem kjötsúpa bíður þeirra Fjórtán göngugarpar, sem hófu göngu niður af Hvannadalshnjúki síðdegis í gær en óskuðu eftir aðstoð björgunarsveita, eru komnir inn í hlýja bíla og eru á leið til Hafnar, þar sem kjötsúpa bíður þeirra. Innlent 17.6.2022 08:30
Halda til móts við gönguhóp í vandræðum á Hvannadalshnjúki Björgunarsveitarfólk af Suður- og Suðausturlandi er nú á leið að gönguhópi sem villtist á Hvannadalshnjúki í dag. Enginn er slasaður í hópnum en björgunarsveitir vonast til þess að komast að fólkinu á næstu klukkutímunum. Innlent 16.6.2022 22:00
Fylgjast með innlyksa fólki í Reynisfjöru Lögreglu- og björgunarsveitarfólk fylgist nú með tveimur ferðamönnum sem urðu innlyksa í Reynisfjöru á flóði. Búist er við að hægt verði að koma þeim til hjálpar þegar fjarar út í kvöld. Innlent 14.6.2022 19:00
Bættar forvarnir á sjó Sjósókn við Íslandsstrendur hefur ávallt verið einn af okkar helstu atvinnuvegum. Oft hefur verið rætt um hetjur hafsins en í gegnum aldirnar hefur ýmis áhætta fylgt því að starfa á sjó og sjóslys voru tíð hér á árum áður. Skoðun 12.6.2022 10:02
„Ekki boðlegt að fólk sé að deyja þarna við þessar aðstæður“ Erlendur ferðamaður á áttræðisaldri lést í Reynisfjöru í gær. Viðvörunarskilti eru í fjörunni en nokkur banaslys hafa orðið þar á undanförnum árum. Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir erfitt að meta hvað annað væri hægt að gera en takmarka aðgengi að fjörunni til að koma í veg fyrir slys. Innlent 11.6.2022 12:30
Banaslys í Reynisfjöru Erlendur ferðamaður, karlmaður á áttræðisaldri lést í gær þegar alda hreif hann með sér úr Reynisfjöru og út í sjó. Innlent 11.6.2022 09:44
Þyrla Landshelgisgæslunnar náði manni úr sjónum við Reynisfjöru Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út um fimmleytið í dag þar sem erlendur ferðamaður hafði lent í sjónum við Reynisfjöru. Þyrlan kom á vettvang tæpri klukkustund síðar og náði manninum úr sjónum. Innlent 10.6.2022 18:56
Slasaðist illa í nágrenni gosstöðvanna Björgunarsveitarfólk frá Grindavík aðstoðaði ferðamann sem slasaðist illa á fæti í nágrenni gosstöðvanna á Reykjanesi í dag. Mikið breyttur björgunarsveitarbíll var sendur á vettvang til að flytja hann niður á bílastæði í Leirdal. Innlent 28.5.2022 15:45
Þyrlan sótti göngumann sem rann í skriðum við Stafsnes Björgunarsveitir í Vestmannaeyjum og þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna göngumanns sem slasaðist þegar hann hrasaði í skriðu fyrir ofan Stafsnes í Eyjum í hádeginu. Þyrlan sótti manninn. Innlent 28.5.2022 13:22
Drógu vélarvana bát í land Björgunarsveit í Hafnarfirði var kölluð út snemma í morgun vegna vélarvana báts sem rak hratt að landi. Innlent 26.5.2022 14:01
Maður lést við Hengifoss Lögregla, sjúkralið og björgunarsveitir voru kallaðar út að Hengifossi í norðanverðum Fljótsdal á öðrum tímanum í dag þegar tilkynning barst um veikan mann. Innlent 11.5.2022 18:18
Mikill viðbúnaður vegna báts sem tók niðri Mikill viðbúnaður var hjá Landhelgisgæslunni og björgunarsveitum á áttunda tímanum í kvöld vegna harðbotna slöngubáts sem tók niðri við eyjuna Vigur í Ísafjarðardjúpi. Innlent 9.5.2022 20:13
Lenti í snjóflóði í Hlíðarfjalli Björgunarsveitir á Akureyri voru kallaður út laust eftir klukkan eitt í dag eftir að skíðamaður lenti í snjóflóði fyrir ofan skíðasvæðið í Hlíðarfjalli. Skíðamaðurinn grófst ekki í flóðinu en slasaðist. Innlent 6.5.2022 15:10
Björgunarsveit kölluð út vegna göngumanns Göngumaður lenti í sjálfheldu í fjöllunum suður af Mýrdalsjökli í kvöld og var björgunarsveit á Suðurlandi kölluð út til að aðstoða hann. Maðurinn er sagður vera í ágætu ástandi, óslasaður en orðið kalt. Innlent 30.4.2022 22:00
Varðveisla Maríu Júlíu BA 36 Verndun og varðveislu sögulegra skipa er hluti af alþýðumenningu okkar. Eitt merkilegasta skip sem möguleiki er á að bjarga er fyrsta varðskip og hafrannsóknaskip Íslendinga, María Júlía, sem var smíðað árið 1950 og á sér merka sögu en hefur legið undanfarin ár í Ísafjarðarhöfn og má muna sinn fífil fegri. Skoðun 28.4.2022 13:31
Lóðaskiptin handsöluð og Björgunarmiðstöð fram undan Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslunnar, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, og Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri fjármála- og efnahagsráðuneytis, undirrituðu síðdegis samning um lóð fyrir Björgunarmiðstöð. Innlent 25.4.2022 16:28
Björguðu vélarvana báti við Mölvík Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík fór í þrjú útköll í dag, tvö úti á sjó og eitt á landi. Innlent 23.4.2022 22:36
Nota dróna og hunda við leitina Á þriðja tug björgunarsveitarmanna hófu skömmu fyrir hádegi leit á ný að Svanhvíti Harðardóttur, konu sem saknað hefur verið síðan á fimmtudag. Innlent 23.4.2022 15:22
Björgunarsveitir í biðstöðu en vísbendingar af skornum skammti Björgunarsveitir eru í biðstöðu vegna leitar að Svanhvíti Harðardóttur, sem ekkert hefur spurst til síðan á miðvikudag. Innlent 23.4.2022 11:11
Ríflega eitt hundrað leita Svanhvítar Ríflega eitt hundrað björgunarsveitarmenn leita nú Svanhvítar Harðardóttur á Völlunum í Hafnarfirði. Síðast er vitað um ferðir hennar klukkan 13:00 í gær. Innlent 22.4.2022 22:32
Fjórða alvarlega skíðaslysið á Tröllaskaga á innan við mánuði Slysið sem varð í Svarfaðardal í gær var fjórða alvarlega slysið á Tröllaskaga á innan við mánuði sem tengist skíðamönnum. Björgunarsveitarmaður hvetur skíðamenn til að umgangast svæðið af varkárni. Innlent 8.4.2022 13:07
Lést í snjóflóðinu í gær Karlmaður lést í snjóflóðinu sem féll í Svarfaðardal í nágrenni Dalvíkur í gærkvöldi. Þrír lentu í flóðinu en um er að ræða bandaríska ferðamenn sem allir fæddust árið 1988. Allir hlutu þeir alvarlega áverka í slysinu og var einn þeirra látinn þegar að var komið. Innlent 8.4.2022 09:58
Einn fluttur í sjúkraflugi á Landspítalann Aðgerðum björgunarsveitarmanna í Svarfaðardal í nágrenni Dalvíkur lauk nokkru fyrir miðnætti, þar sem þrír bandarískir ferðamenn höfðu lent í snjóflóði um klukkan sjö í gærkvöldi. Einn þeirra var fluttur á Landspítalann með sjúkraflugi og tveir á Sjúkrahúsið á Akureyri. Innlent 8.4.2022 07:16
Allir þrír sem lentu í snjóflóðinu af erlendu bergi brotnir Þrír menn lentu í snjóflóði í Svarfaðardal í nágrenni Dalvíkur um klukkan sjö í kvöld. Þeir eru allir af erlendu bergi brotnir. Tveir þeirra eru slasaðir, annar var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Sjúkrahúsið á Akureyri og hinir tveir með sjúkrabílum á sjúkrahúsið. Innlent 7.4.2022 20:13
Þyrlan sótti skíðamann í Karlsárdal Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út síðdegis í dag til að flytja skíðamann sem slasaðist í fjöllunum inn af Karlsá, norðan Dalvíkur. Innlent 30.3.2022 17:25