Jólalög

Fréttamynd

Innilit á æfingu á Jólagestum Björgvins

Björgvin Halldórsson heldur sína árlegu jólatónleika á laugardag, Jólagestir Björgvins. Tónleikarnir fara fram klukkan 17 og 20 í Laugardalshöll og verða einnig sýndir í streymi. 

Lífið
Fréttamynd

Jólamolar: Eiginmanninum ofbauð þegar hún vildi hafa tvö jólatré

Samfélagsmiðlastjarnan og mannfræðingurinn Guðrún Veiga er eitt mesta jólabarn sem fyrirfinnst. Hún hlustar til dæmis á jólalög allan ársins hring og horfir á jólamyndir í júlí. Ein af hennar uppáhalds jólahefðum er að liggja í unaðslegri ofátsmóðu með bleikan Mackintosh mola að lesa góða bók.

Jól
Fréttamynd

Sagan á bak við vin­sælasta jóla­lag allra tíma

Það eru yfirgnæfandi líkur á því að þú hafir einhvern tímann sungið hástöfum með laginu All I Want for Christmas is You sem söngkonan Mariah Carey gerði frægt árið 1994. Lagið hefur verið eitt vinsælasta jólalag í heimi í 27 ár og hefur það þrisvar sinnum komist í heimsmetabækur Guinness. En hver er sagan á bak við þetta ódauðlega lag?

Jól
Fréttamynd

Jóla­molar: Er ein af þeim fáu sem sendir enn­þá jóla­kort

Það er óhætt að segja að dagskrárgerðarkonan Eva Laufey Kjaran sé ein af þeim sem bakar tvær ef ekki þrjár sortir fyrir jólin. Hún er mikið jólabarn og hefst undirbúningurinn snemma hjá henni. Hún gaf nýlega út sína fjórðu bók, Bakað með Evu, ásamt því að hafa verið að frumsýna aðra þáttaröð af Blindum bakstri síðasta sunnudag en fyrstu þættirnir verða í sérstökum hátíðarbúningi.

Jól
Fréttamynd

Jóla­­­molar: Er ekki týpan sem skiptir gjöfum

Selma Björnsdóttir er einstaklega mikið jólabarn. Það er nóg að gera hjá henni í desember en fyrir utan almennan jólaundirbúning syngur hún á alls þrettán jólatónleikum ásamt því að stýra athöfnum hjá Siðmennt og leikstýra. Þá fer hún einnig með hlutverk í sjónvarpsþáttaröðinni Verbúðinni sem frumsýnd verður á RÚV á annan í jólum.

Jól
Fréttamynd

Jólamolar: „Það er Jesúbarnið sem kemur, ekki Heilbrigðiseftirlitið“

Linda Ásgeirsdóttir og Hrefna Hallgrímsdóttir hafa glatt ófá börnin sem hinar litríku persónur Skoppa og Skrítla. Þeir sem horft hafa á Skoppu og Skrítlu vita að þær eru báðar mikil jólabörn og hafa til dæmis verið með jóladagatal á Stöð 2 og jólasýningu í Borgarleikhúsinu. En eru þær Linda og Hrefna jafn mikil jólabörn og vinkonurnar Skoppa og Skrítla?

Jól
Fréttamynd

Jóla­molar: Ekkert verra en að vera þunnur á að­fanga­dag

Fjölmiðlamaðurinn Egill Ploder segir High School Musical DVD-disk vera eina eftirminnilegustu jólagjöf sem hann hefur fengið, þrátt fyrir að hann hafi fengið margar góðar gjafir í gegnum tíðina. Í ár óskar hann sér hins vegar einna helst ryksuguróbót, enda fátt leiðinlegra en að ryksuga að hans mati.

Jól
Fréttamynd

Jóla­molar: Stjórn­laus þegar kemur að möndlu­grautnum

Manuela Ósk Harðardóttir framkvæmdarstjóri Miss Universe Iceland og meðeigandi heilsumiðstöðvarinnar Even labs, segist alltaf byrja að skreyta fyrir jólin mjög snemma. Orðatiltækið „more is more“ sé hennar slagorð þegar kemur að jólaskreytingum, enda séu jólin hennar uppáhaldstími.

Jól
Fréttamynd

Jóla­molar: „Jólin eru há­tíð, ekki árs­tíð!“

Brynja Dan, eigandi Extraloppunnar og varaþingmaður Framsóknarflokksins, hefur fengið margar skemmtilegar jólagjafir í gegnum tíðina. Henni er minnisstætt vandræðalegt atvik frá því að hún var unglingur og opnaði nærfatasett fyrir framan alla fjölskylduna eitt aðfangadagskvöldið.

Jól
Fréttamynd

Jóla­molar: Setur leður­hanska á óska­listann á hverju ári

Rapparinn Emmsjé Gauti varð meira jólabarn eftir að hann eignaðist börn en hann hefur skapað sínar eigin jólahefðir með fjölskyldunni. Ein af hefðum Gauta eru jólatónleikarnir Jülevenner sem hafa skipað sér fastan sess í jólahaldi margra. Þar fær hann til sín frábæra gesti en í ár það þau Aron Can, Salka Sól, Steindi JR, Selma Björns og Herra Hnetusmjör sem munu hringja inn jólin með Gauta.

Jól