Kjaramál

Fréttamynd

Kristín Linda nýr for­maður samninga­nefndar ríkisins

Kristín Linda Árnadóttir aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, verður nýr formaður samninganefndar ríkisins. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins. Þessa dagana er unnið að því að ljúka skipan samninganefndarinnar fyrir komandi kjaraviðræður.

Innlent
Fréttamynd

Elísa­bet, vínið og veikindin

Ég ákvað að vera smá óþekk á föstudagskvöld og hella mér í smá vínglas. Ég er ekki vön því enda er ég alin upp af fólki sem liggur við að megi kalla heittrúað á það að allt vín sé böl. Mig bara langaði smá til að skála fyrir þessari æðislegri fyrirmynd kvenna, sterku og staðföstu drottningunni henni Elísabetu og hámhorfa um leið á nokkra þætti af Crown.

Skoðun
Fréttamynd

VR í hart við Eflingu

VR hefur stefnt stéttarfélaginu Eflingu vegna uppsagnar fyrrverandi starfsmanns Eflingar. Málið verður tekið fyrir í Félagsdómi hinn 11. október.

Innlent
Fréttamynd

ASÍ hefur lengst af verið vettvangur átaka

Sagnfræðingur segir ekki nýtt að átök séu um forystu og stefnu Alþýðusambandsins þótt tiltölulega friðsamt hafi verið innan samtakanna þar til nýverið. Formaður Verkalýðsfélagins Hlífar er vongóður um að sambandið nái vopnum sínum og samstaða náist um nýja forystu á komandi þingi ASÍ.

Innlent
Fréttamynd

Alþýðusamband Íslands njóti sannmælis

Heildarsamtök eru aldrei sterkari en sú samstaða sem ríkir innan þeirra. Í störfum mínum fyrir ASÍ undanfarin 10 ár eða svo hef ég fundið mjög áþreifanlega fyrir mismunandi viðbrögðum stjórnvalda við málflutningi okkar eftir því hvernig samstaðan eða samstöðuleysið er innan verkalýðshreyfingarinnar.

Skoðun
Fréttamynd

Hver ber á­byrgð á mennta­málum?

Þessa dagana er nokkuð rætt um stöðu verkalýðshreyfingarinnar (hér stytt í VLH) og þá jafnframt Samtaka atvinnurekenda (SA) gagnvart kröfu um íslenskukennslu fyrir starfsfólk á vinnumarkaði. Svo virðist sem einhverjir líti svo á að þessir aðilar eigi að sjá um menntamál. En er það tilfellið?

Skoðun
Fréttamynd

Ís­lensku­kennsla og kjara­samningar

Smágrein sem ég skrifaði hér á föstudaginn hefur valdið meira uppþoti en ég hafði ímyndað mér, allt út af einni málsgrein: „Þess vegna væri upplagt að verkalýðshreyfingin gerði þá kröfu í væntanlegum samningum að erlendu starfsfólki yrði gefinn kostur á vandaðri íslenskukennslu í vinnutíma.“

Skoðun
Fréttamynd

Konur af er­lendum upp­runa gagn­rýna um­mæli Sól­veigar Önnu harð­lega

Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að þau gagnrýni harðlega þau ummæli sem formaður Eflingar lét falla í viðtali við Ríkisútvarpið í dag. Samtökin segja ummælin skaðleg áratugalangri baráttu þeirra sem hafa flutt hingað til Íslands um að fá aukinn aðgang að vönduðum íslenskunámskeiðum af hendi atvinnurekenda. 

Innlent
Fréttamynd

Segir orð Sól­veigar Önnu sýna hroka

Formaður Bandalags háskólamanna segir fráleitt að afskrifa þá kröfu í kjarasamningum að erlendu starfsfólki verði gefinn kostur á að læra íslensku á vinnutíma. Hann segir að orð Sólveigar Önnu sýna hroka, enda sé íslenskukennsla öllum í hag. Honum detti ekki til hugar að afskrifa slíkar hugmyndir þá þegar.

Innlent
Fréttamynd

Vaxtahækkanir biturt meðal sem Seðlabankinn beiti ekki með glöðu geði

Seðlabankastjóri segir ljóst að skarpar vaxtahækkanir bankans hafi borið árangur, þó um sé að ræða biturt meðal. Ísland hafi komið mun betur út en önnur lönd og vonandi hafi toppi verðbólgunnar verið náð. Slæmar horfur í Evrópu, og jafnvel kreppa þegar líða fer á veturinn, geti þó breytt þeirri stöðu. Allir þurfi að vera samstíga til að ná verðbólgunni niður, ekki síst í kjaraviðræðum.

Innlent
Fréttamynd

„Ósanngjarnt að hengja sig í smáatriðum“

Forstöðumaður kjarasviðs Fagfélaganna segir ósanngjarnt af veitingastöðunum Flame og Bambus að ætla að fara að hengja sig í smáatriðum í launaþjófnaðarmáli sem höfðað hefur verið gegn þeim. Kjarni málsins sé sá að farið hafi verið illa með fólk - og því borgað of lítið fyrir of mikla vinnu.

Innlent
Fréttamynd

Krefjast 13 milljóna í ógreidd laun

Hildur Ýr Viðarsdóttir, lögmaður eigenda veitingastaðanna Bambus og Flame, segir rangt af forsvarsmönnum Fagfélaganna að halda því fram að starfsmenn staðanna, hvers stöðu Fagfélögin hafa til skoðunnar, hafi unnið allt að sextán tíma á dag.

Innlent
Fréttamynd

Vekjum risann, tökum upp spjótin

Það er stór risi sem sefur værum svefni í hjarta samfélagsins. Hann vaknar af og til og gleypir í sig mat í tonnatali. Hann þarf ekki að hafa fyrir neinu í lífinu. Maturinn rennur til hans í stöðugum straumi án nokkurrar fyrirhafnar af hans hendi. Og enginn þorir eða sér hag í því að vekja hann hann af værum blundi.

Skoðun
Fréttamynd

Verðbólgan verður ekki sigruð fyrr en allir róa í sömu átt

Á meðan útlit er fyrir kreppuverðbólgu í mörgum öðrum löndum, tímabil hárrar verðbólgu og efnahagssamdráttar, eru hagvaxtarhorfur hér á landi með besta móti. Í krafti mikils óskuldsetts gjaldeyrisforða, sjálfstæðrar peningastefnu og sjálfbærrar endurnýjanlegar grænnar orku – á tímum þegar mörg önnur Evrópuríki glíma við meiriháttar orkukreppu – höfum við allar forsendur til að vinna smám saman bug á verðbólgunni. Það gerist samt aðeins ef allir armar hagstjórnarinnar róa í sömu átt.

Umræðan
Fréttamynd

Seinagangur ósiður á íslenskum vinnumarkaði

Friðriki Jónssyni, formanni BHM, hefur verið falið af öllum 27 formönnum aðildarfélaga BHM viðræðuumboð vegna komandi kjaraviðræðna en síðustu ár hafa aðildarfélögin sjálf farið með sitt umboð. Hann vill setjast að samningaborðinu sem fyrst.

Innlent
Fréttamynd

Veruleikatenging

309 kjarasamningar renna út næstu mánuði. Meðal þeirra eru samningar allra aðildarfélaga Kennarasambands Íslands, auk kjarasamnings BSRB við sveitarfélögin og fjöldi samninga ýmissa félaga háskólamenntaðra við ríki og sveitarfélög.

Skoðun
Fréttamynd

„Þetta veikinda­leyfi fer í súginn og ég hef enga peninga“

Ungverskur maður sakar fyrrverandi vinnuveitanda sinn um að hafa af sér á annað hundrað þúsund krónur í vangreiddum veikindadögum. Fyrirtækið skráði hann ekki í stéttarfélag, þrátt fyrir óskir hans þess efnis. Launaþjófnaður sem þessi getur hlaupið á milljónum króna, að sögn ASÍ. 

Innlent
Fréttamynd

Vinnuaflið sjálft eigi að leiða Alþýðusambandið

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, telur að með sigri nýfrjálshyggju frá níunda áratug 20. aldar hafi farið að fjara undan markvissri stéttabaráttu. Í kjölfarið hafi innleiðing og yfirtaka „sérfræðingastétta“ átt sér stað innan verkalýðshreyfingarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Hafa til­kynnt þrjú mögu­leg mansals­mál til lög­reglu í ágúst

Verkefnastjóri hjá ASÍ kallar eftir harðari viðbrögðum við launaþjófnaði eftir að eigandi tveggja veitingastaða í Reykjavík var sakaður um stórfelld svik við starfsfólk. Málum sem þessum fari fjölgandi en bara í þessum mánuði hefur ASÍ tilkynnt þrjú mál til mansalsteymis lögreglu. 

Innlent
Fréttamynd

Taka þurfi á launa­þjófnaði af meiri festu en hingað til

Félagsmálaráðherra segir unnið að því að setja skýrari lagaramma um launaþjófnað, en samstaða hafi ekki náðst um aðgerðir meðal aðila vinnumarkaðarins. Grunur er um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum í Reykjavík, í eigu sömu aðila. 

Innlent