Nú hljóti félagatalið að nást úr krumlum forystu Eflingar Máni Snær Þorláksson skrifar 6. febrúar 2023 15:45 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Egill Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins býst við því að þar til bærir embættismenn muni einhenda sér í það verkefni að „ná atkvæðaskránni úr krumlum forystu Eflingar.“ Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, er vonsvikinn með niðurstöðu Félagsdóms sem féllst ekki á kröfur SA um að boðað verkfall hjá félagsmönnum Eflingar væri ólögmætt. Hann bendir þó á að sigur Eflingar hefði ekki getað verið tæpari. Þrír dómarar af fimm töldu verkfallsboðunina lögmæta en tveir skiluðu sératkvæði. „Ég sé að dómurinn er klofinn. Það eru þrír dómarar sem dæma með þessum hætti en síðan er sératkvæði tveggja dómara. Þannig þetta fellur á minnsta mögulegan mun,“ segir Halldór í samtali við fréttastofu. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, í húsnæði Félagsdóms í dag.Vísir Hann segir Samtök atvinnulífsins hafa vonað að dómurinn myndi falla á annan veg: „Kannski ekki síst í því ljósi að það er ekkert sem forysta Eflingar óttast meira en að félagsmenn þeirra fái að kjósa um miðlunartillöguna. Þetta verkfall sem er boðað og mun þá koma til framkvæmda á morgun mun auðvitað stöðvast um leið og búið er að kjósa eða greiða atkvæði um miðlunartillöguna. Í því ljósi er komin upp enn ein fordæmalaus staðan í þessu máli og samskiptum Samtaka atvinnulífsins og stjórnvalda við forystu Eflingar.“ Fagnar því sem „forysta Eflingar óttast mest“ Halldór segir þó aðalatriðið vera að fyrr í dag féll dómur í héraðsdómi sem gerir Eflingu skylt að afhenda félagatal sitt. „Sem þýðir að það sem forysta Eflingar óttast mest, að fram fari kosningar meðal félagsmanna um miðlunartillögu ríkissáttasemjara, sú atkvæðagreiðsla mun fara fram og ég fagna því,“ segir hann. „Við hljótum að velta fyrir okkur núna í beinu framhaldi hvort ekki sé eðlilegt að gera þá kröfu á hendur Eflingu að þau fresti boðun verkfalls í ljósi þess að ekki er lengur ágreiningur um það hvort þeim beri að afhenda atkvæðaskrá til ríkissáttasemjara.“ Finnst þér líklegt að þau geri það? „Ég ætla ekkert að lesa í það en ég hins vegar veit að lögin eru alveg skýr og úrskurðurinn í morgun er eins kristalskýr og hugsast getur og er auðvitað aðalatriðið í þessu samhengi. Það mun núna koma í ljós á næstu dögum hvort að forysta Eflingar muni hlíta niðurstöðu dómsins og ef ekki þá geri ég ráð fyrir að ríkisvaldið hafi úrræði til þess að knýja á um það.“ Klippa: Vonbrigði en embættismenn hljóti að ná félagatalinu úr krumlum Eflingar Halldór segir að Samtök atvinnulífsins muni að sjálfsögðu gera þá kröfu að þetta fari strax af stað, að Efling afhendi félagatalið: „Ég meina, það hlýtur að vera þannig að eftir að dómur hefur úrskurðað um innsetningarbeiðni að þá hljóta þar til bærir embættismenn að einhenda sér í það verkefni að ná atkvæðaskránni úr krumlum forystu Eflingar eins og lög kveða á.“ Efling óskaði eftir því að réttaráhrifum yrði frestað, meðan beðið yrði niðurstöðu Landsréttar, féllist héraðsdómur á að Efling ætti að veita sáttasemjara kjörskrána. Á það féllst héraðsdómur ekki. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Verkfall Eflingar fær grænt ljós og Sólveig heldur fast í kjörskrána Félagsdómur fellst ekki á kröfur Samtaka atvinnulífsins að boðað verkfall hjá félagsmönnum Eflingar hafi verið ólögmætt. Verkfallsaðgerðir Eflingar á Íslandshótelum hefjast að óbreyttu á hádegi á morgun. Formaður Eflingar fagnar sigri og ætlar ekki að afhenda sáttasemjara kjörskrá Eflingarfélaga strax. 6. febrúar 2023 14:34 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunnar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Sjá meira
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, er vonsvikinn með niðurstöðu Félagsdóms sem féllst ekki á kröfur SA um að boðað verkfall hjá félagsmönnum Eflingar væri ólögmætt. Hann bendir þó á að sigur Eflingar hefði ekki getað verið tæpari. Þrír dómarar af fimm töldu verkfallsboðunina lögmæta en tveir skiluðu sératkvæði. „Ég sé að dómurinn er klofinn. Það eru þrír dómarar sem dæma með þessum hætti en síðan er sératkvæði tveggja dómara. Þannig þetta fellur á minnsta mögulegan mun,“ segir Halldór í samtali við fréttastofu. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, í húsnæði Félagsdóms í dag.Vísir Hann segir Samtök atvinnulífsins hafa vonað að dómurinn myndi falla á annan veg: „Kannski ekki síst í því ljósi að það er ekkert sem forysta Eflingar óttast meira en að félagsmenn þeirra fái að kjósa um miðlunartillöguna. Þetta verkfall sem er boðað og mun þá koma til framkvæmda á morgun mun auðvitað stöðvast um leið og búið er að kjósa eða greiða atkvæði um miðlunartillöguna. Í því ljósi er komin upp enn ein fordæmalaus staðan í þessu máli og samskiptum Samtaka atvinnulífsins og stjórnvalda við forystu Eflingar.“ Fagnar því sem „forysta Eflingar óttast mest“ Halldór segir þó aðalatriðið vera að fyrr í dag féll dómur í héraðsdómi sem gerir Eflingu skylt að afhenda félagatal sitt. „Sem þýðir að það sem forysta Eflingar óttast mest, að fram fari kosningar meðal félagsmanna um miðlunartillögu ríkissáttasemjara, sú atkvæðagreiðsla mun fara fram og ég fagna því,“ segir hann. „Við hljótum að velta fyrir okkur núna í beinu framhaldi hvort ekki sé eðlilegt að gera þá kröfu á hendur Eflingu að þau fresti boðun verkfalls í ljósi þess að ekki er lengur ágreiningur um það hvort þeim beri að afhenda atkvæðaskrá til ríkissáttasemjara.“ Finnst þér líklegt að þau geri það? „Ég ætla ekkert að lesa í það en ég hins vegar veit að lögin eru alveg skýr og úrskurðurinn í morgun er eins kristalskýr og hugsast getur og er auðvitað aðalatriðið í þessu samhengi. Það mun núna koma í ljós á næstu dögum hvort að forysta Eflingar muni hlíta niðurstöðu dómsins og ef ekki þá geri ég ráð fyrir að ríkisvaldið hafi úrræði til þess að knýja á um það.“ Klippa: Vonbrigði en embættismenn hljóti að ná félagatalinu úr krumlum Eflingar Halldór segir að Samtök atvinnulífsins muni að sjálfsögðu gera þá kröfu að þetta fari strax af stað, að Efling afhendi félagatalið: „Ég meina, það hlýtur að vera þannig að eftir að dómur hefur úrskurðað um innsetningarbeiðni að þá hljóta þar til bærir embættismenn að einhenda sér í það verkefni að ná atkvæðaskránni úr krumlum forystu Eflingar eins og lög kveða á.“ Efling óskaði eftir því að réttaráhrifum yrði frestað, meðan beðið yrði niðurstöðu Landsréttar, féllist héraðsdómur á að Efling ætti að veita sáttasemjara kjörskrána. Á það féllst héraðsdómur ekki.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Verkfall Eflingar fær grænt ljós og Sólveig heldur fast í kjörskrána Félagsdómur fellst ekki á kröfur Samtaka atvinnulífsins að boðað verkfall hjá félagsmönnum Eflingar hafi verið ólögmætt. Verkfallsaðgerðir Eflingar á Íslandshótelum hefjast að óbreyttu á hádegi á morgun. Formaður Eflingar fagnar sigri og ætlar ekki að afhenda sáttasemjara kjörskrá Eflingarfélaga strax. 6. febrúar 2023 14:34 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunnar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Sjá meira
Verkfall Eflingar fær grænt ljós og Sólveig heldur fast í kjörskrána Félagsdómur fellst ekki á kröfur Samtaka atvinnulífsins að boðað verkfall hjá félagsmönnum Eflingar hafi verið ólögmætt. Verkfallsaðgerðir Eflingar á Íslandshótelum hefjast að óbreyttu á hádegi á morgun. Formaður Eflingar fagnar sigri og ætlar ekki að afhenda sáttasemjara kjörskrá Eflingarfélaga strax. 6. febrúar 2023 14:34