Skóla- og menntamál

Fréttamynd

Telja prófa­hald stangast á við sótt­varna­reglur: „HA hefur verið að draga lappirnar“

Nemendur í viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri fengu í dag tölvupóst frá viðskiptadeildinni þar sem þeim var greint frá því að lokapróf deildarinnar muni fara fram í húsnæði skólans. Mikil óánægja ríkir meðal nemenda vegna þessa, enda aðeins tvær vikur í fyrstu lokapróf, og hafa nemendur tekið sig til og safnað undirskriftalista til þess að skora á yfirvöld skólans að halda fjarpróf.

Innlent
Fréttamynd

Leifur hættur sem skólastjóri Áslandsskóla

Leifur Sigfinnur Garðarsson er hættur sem skólastjóri Áslandsskóla. Þetta staðfestir Árdís Ármannsdóttir samskiptastjóri Hafnarfjarðarbæjar við Vísi og segir tilkynningu hafa borist frá Leifi þess efnis í morgun. Hann hefur verið í leyfi undanfarnar vikur.

Innlent
Fréttamynd

Viljum við einfalda þjónustuna eða bæta hana? Gerum bæði

Jóna og Gunna eru að sækja um leikskólapláss fyrir yngsta barnið. Miðbarnið er á Sunnuási og því vilja þær gjarnan sækja um ungbarnadeildina þar. Þær sjá hins vegar í Reykjavíkurappinu að biðlistinn á ungbarnadeildina í Langholti er nokkuð styttri.

Skoðun
Fréttamynd

Ingi skólastjóri kveður Verzló

Ingi Ólafsson, sem gegnt hefur stöðu skólastjóra Verzlunarskóla Íslands í fjórtán ár, lætur senn af störfum en staða skólastjóra hefur verið auglýst laus til umsóknar.

Innlent
Fréttamynd

Mygla fannst einnig í Korpuskóla

Rakaskemmdir og mygla fannst við úttekt verkfræðistofu á Korpuskóla þangað sem börn úr Fossvogsskóla voru flutt vegna mygluvanda. Unnið verður að viðgerðum á húsnæði Korpuskóla yfir páskana.

Innlent
Fréttamynd

Fram­halds­skóla­kennarar semja

Félag framhaldsskólakennara (FF) og Félag stjórnenda í framhaldsskólum (FS) skrifuðu í dag undir samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamningi við ríkið. 

Innlent
Fréttamynd

Svona verður skóla­starfi háttað eftir páska

Staðnám verður aftur leyft á öllum skólastigum eftir páskafrí með vissum takmörkunum. Grunn-, framhalds- og háskólum var lokað síðasta fimmtudag þegar hertar sóttvarnatakmarkanir tóku gildi eftir fjölgun kórónuveirusmita.

Innlent
Fréttamynd

Stefnt á að opna skólana eftir páska

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segist vona að það takist að halda kórónuveirufaraldrinum niðri svo opna megi skólana strax aftur eftir páska. Þetta kom fram í viðtali við hann í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Páskahret

Við þekkjum öll þá tilfinningu að gleðjast yfir því að loksins sé komið vor, að sjá brumið á trjánum og krókusa sem kíkja upp úr moldinni rétt fyrir páska. Við förum að sofa í góðri trú og vöknum í sólbjörtu húsi, hellum upp á kaffi og setjumst niður til að taka fyrsta sopann þegar ský dregur fyrir sólu og hríðskotahaglél tekur að lemja á gluggana.

Skoðun
Fréttamynd

Norður­slóða­mið­stöð verður á Akur­eyri

Það dylst engum að málefni Norðurslóða vega stöðugt þyngra í þjóðmálaumræðunni og líklega verða þau þungamiðja stjórnmálanna á þessari öld. Fyrir viku voru utanríkisráðherra færðar tillögur að nýrri stefnu Íslands í málefnum norðurslóða en í framhaldinu leggur ráðherra fram þingsályktunartillögu sem byggir á stefnunni.

Skoðun
Fréttamynd

Skúrkar og hetjur vísindanna

Senn líður að því að framhaldskólanemendur þurfa að ákveða framtíð sína innan menntakerfisins að lokinni útskrift. Það er mín einlæga vona að sem flestir sjái framtíðina í raungreinum og beri ástríðu í brjósti til þess að tileinka líf sitt vísindunum.

Skoðun
Fréttamynd

Ekki stendur til að byrja að bólusetja börn

Ekki stendur til að breyta forgangsröðun í bólusetningu við Covid-19 hér á landi eða hefja bólusetningar á börnum. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag.

Innlent
Fréttamynd

Smit í fjórum grunn­skólum í Reykja­vík

Nemandi í unglingadeild Hlíðaskóla greindist með kórónuveiruna í gær og því hefur verið ákveðið að senda alla nemendur skólans í 8., 9. og 10. bekk í sóttkví. Þetta kom fram í bréfi skólastjórnenda til foreldra í gærkvöldi.

Innlent
Fréttamynd

Nemandi í Laugalækjarskóla greindist með veiruna

Nemandi í 8. bekk í Laugalækjarskóla hefur greinst smitaður af kórónuveirunni.  Þetta staðfestir Jón Páll Haraldsson, skólastjóri Laugalækjarskóla, í samtali við Vísi. Ákveðið hefur verið að allir nemendur skólans verið sendir í sóttkví fram á mánudag og þeir kennarar sem kenndu umræddum bekk auk annars starfsfólks skólans.

Innlent