
Gana

Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana
Pétur Thor Gunnarsson, framkvæmdastjóri Freyju og Atli Einarsson, viðskiptastjóri Góu-Lindu, segja von á svipuðum verðhækkunum hjá þeim og hjá Nóa Síríus. Neytendur muni finna fyrir þeim um til dæmis páskana. Þeir fóru yfir alls kyns súkkulaðitengt í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Móðir ákærð fyrir stórfellda líkamsárás
Móðir um fjögurra ára drengs hefur verið ákærð fyrir stórfellda líkamsárás og heimilisofbeldi fyrir að láta umskera son sinn í heimahúsi sinn fyrir tveimur árum. Þá var drengurinn um 17 mánaða gamall. Héraðssaksóknari staðfestir að ákæra hafi verið gefin út. Hann segir líklegt að þinghald verði lokað í málinu.

„Erum hér í kvöld svo þetta gerist ekki í þögn“
Hópur fólks mótmælir nú við Keflavíkurflugvöll vegna yfirvofandi brottvísunar þriggja nígerískra kvenna. Útlendingastofnun hafnaði seinni partinn í dag beiðni lögmanns um frestun brottvísunar einnar þeirra, Blessing Uzoma Newton, af heilsufarsástæðum.

Kakóverð aldrei hærra og verðhækkanir á súkkulaði rétt að byrja
Verð á suðusúkkulaði frá Nóa Síríus hækkaði um 70 krónur á einum mánuði í Bónus eða úr 359 krónum í 429 krónur. Heimsmarkaðsverð á kakóbaunum hefur aldrei verið hærra. Auðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Nóa Síríus, segir neytendur geta átt von á frekari hækkunum.

Fjármálaráðuneytið hvetur forsetann til að undirrita ekki löggjöf gegn hinsegin fólki
Fjármálaráðuneyti Gana hefur hvatt forseta landsins til að undirrita ekki umdeilda löggjöf gegn hinsegin fólki sem var samþykkt í þinginu í síðustu viku.

Réðist á landsliðsþjálfara Gana
Maður var handtekinn fyrir að ráðast á þjálfara ganverska karlalandsliðsins í fótbolta eftir óvænt tap þess fyrir Grænhöfðaeyjum á Afríkumótinu í gær.

Isaac kominn aftur heim: „Get ekki lýst því hvað ég er þakklátur“
Isaac Kwateng, vallarstjóri Þróttar sem vísað var úr landi 16. október síðastliðinn, er mættur aftur heim til Íslands. Hann fékk dvalar- og atvinnuleyfi í upphafi mánaðar og kveðst eiga erfitt með að lýsa þakklæti sínu gagnvart vina sinna sem börðust fyrir rétti hans til að dvelja hér á landi.

Fer með farm af fótboltabúnaði heim um jólin: „Þetta skiptir þau öllu máli“
Hin ganverska Samira Suleman, fótboltakona og yngri flokka þjálfari hjá ÍA, safnar nú íþróttabúnaði sem hún fer með til Gana um jólin. Að hennar sögn breytir þetta öllu fyrir ungt fólk í heimabænum hennar.

Ganverskur þingmaður bað Maguire afsökunar
Harry Maguire, leikmaður Manchester United og enska fótboltalandsliðsins, hefur samþykkt afsökunarbeiðni frá þingmanni í Gana sem henti gaman að honum.

Isaac á leið aftur til Íslands
Isaac Kwateng, vallarstjóri Þróttar, hefur fengið dvalar-og atvinnuleyfi. Hann er því væntanlegur til Íslands frá Gana.

Framtíðin sé á Íslandi en verður sendur út eftir nokkra daga
Á dögunum kom lögreglumaður á skrifstofu Þróttar og tilkynnti að búið væri að kaupa flugmiða fyrir vallarstjóra félagsins. Honum á að vísa úr landi þann sextánda október næstkomandi.

Vill taka neitunarvaldið af Rússum
Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kallaði eftir því í dag að öryggisráði Sameinuðu þjóðanna yrði breytt á þann veg að hægt yrði að svipta ríki sem eiga fast sæti í ráðinu neitunarvaldi. Öryggisráðið og SÞ gætu ekkert gert vegna stríðsins þar sem árásaraðilinn, Rússland, væri með neitunarvald.

Óttast „stjórnlausan“ flaum hjúkrunarfræðinga frá bágstöddum ríkjum
Áhyggjur eru uppi vegna „stjórnlauss“ brottflutnings hjúkrunarfræðinga frá bágstöddum ríkjum á borð við Ghana til efnaðri ríkja, til að mynda Bretlands. Árið 2022 voru 1.200 hjúkrunarfræðingar frá Ghana nýskráðir á lista yfir hjúkrunarfræðinga á Bretlandseyjum.

Atsu lagður til hinstu hvílu
Útför fótboltamannsins Christian Atsu, sem lést í jarðskjálftanum mikla í Tyrklandi í síðasta mánuði, var í dag.

Lík Christian Atsu komið til Gana
Lík ganverska fótboltamannsins Christian Atsu var flutt til Gana en hann fórst í jarðskjálftanum ógurlega í Tyrklandi fyrir tveimur vikum.

Frökkum gert að yfirgefa Búrkína Fasó
Franskir hermenn munu yfirgefa Búrkína Fasó í næsta mánuði. Herforingjastjórn Afríkuríkisins hefur krafist þess að fyrrverandi nýlenduherrar þess fari á brott en herforingjastjórnin hefur að undanförnu leitað frekar til Rússlands eftir aðstoð gegn umsvifamiklum vígahópum á Sahel-svæðinu svokallaða.

Nær Gana að hefna fyrir tapið grátlega í Suður-Afríku?
Gana og Úrúgvæ eru saman í H-riðli á heimsmeistaramótinu í Katar sem hefst á morgun. Það verður í fyrsta sinn í tólf ár sem þjóðirnar mætast en þá var Gana einni vítaspyrnu frá því að verða fyrsta Afríkuþjóðin að komast í undanúrslit HM.

Sviss útvistar loftslagsmarkmiðum til snauðari þjóða
Stjórnvöld í Sviss hafa gert samninga við nokkur fátækari ríki um að þau dragi úr losun gróðurhúsalofttegunda en að Sviss fái heiðurinn af samdrættinum. Sérfræðingar vara við því að samningar af þessu tagi gætu tafið loftslagsaðgerðir í auðugri ríkjum heims.

Talinn hafa ætlað að stela ljónsungum en var drepinn
Maður var drepinn af ljónum í dýragarði í Gana, eftir að hann fór yfir girðingu í dýragarði í Accra, höfuðborg landsins, í gær. Talið er að maðurinn hafi mögulega ætlað að stela tveimur sjaldgæfum hvítum hvolpum sem hafa vakið mikla athygli í dýragarðinum.

Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar
Yfirvöld í Afríkuríkinu Gana hafa staðfest að tveir hafi nú látist í landinu af völdum Marburg veirunnar svokölluðu, en hún er afar smitandi sjúkdómur í ætt við Ebólu.

Miklar vonir bundnar við bóluefni gegn malaríu
Rúmlega ein milljón barna í Malaví, Gana og Kenía hafa þegar fengið einn eða fleiri bóluefnaskammta gegn malaríu en Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) væntir þess að bóluefnið geti bjargað fjörutíu til áttatíu þúsund börnum í Afríku frá dauða á ári hverju.

Útivallarmark tryggði Ganverjum sæti á HM
Gana tryggði sér í kvöld farseðilinn á HM í Katar sem fram fer í desember er liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Nígeríu.

Leiðtogafundur um stöðu fólks með fötlun
Í vikunni var haldinn í Ósló alþjóðlegur leiðtogafundur um stöðu fólks með fötlun. Talið er að 15 prósent jarðarbúa, einn milljarður manna, sé með fötlun. Af þeim búa 80 prósent í lág- og millitekjuríkjum.

Flytja alla hermenn frá Malí vegna versnandi samskipta við herstjórnina
Franskir hermenn og bandamenn þeirra munu yfirgefa Malí eftir nærri því tíu ára baráttu við vígamenn íslamista þar og í öðrum ríkjum Vestur-Afríku. Ástæðan er versnandi pólitískt samstarf með herstjórn Malí sem tók þar völd árið 2020.

Óttast að tugir séu látnir: Flutningabíll og mótorhjól skullu saman
Talið er að tugir hafi látist þegar flutningabíll sprakk í loft upp í Gana í Vestur-Afríku fyrr í dag. Í bílnum voru sprengiefni sem nota átti við námugröft.

Hyggjast bólusetja alla óbólusetta við komuna til Gana
Stjórnvöld í Gana hyggjast bólusetja alla borgara og íbúa landsins við komuna á flugvöllum frá og með mánudegi, ef þeir hafa ekki þegar þegið bóluefni. Þá verður þeim sem yfirgefa landið gert að framvísa sönnun um bólusetningu.

Fyrrverandi forseti Gana er látinn
Jerry John Rawlings, fyrrverandi forseti Gana, er látinn, 73 ára að aldri.

Ráku alla landsliðsþjálfarana sína á einu bretti
Það er óhætt að segja að yfirmenn knattspyrnusambands Gana hafi ákveðið að taka til í landsliðsstarfi sínu um áramótin.

Fyrrum landsliðsmaður Gana lést í London eftir heilablóðfall
Junior Agogo, fyrrum framherji meðal annars Nottingham Forest og landsliðs Gana, er látinn einungis fertugur að aldri.

Sextíu fórust í rútuslysi í Gana
Tvær rútur rákust saman á vegi í Gana í nótt.