Tryggingar

Fréttamynd

Ekin niður á skóla­lóðinni en ekki komin nægjan­lega langt í náminu

Tryggingafélagið VÍS, Vátryggingafélag Íslands, hefur verið sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur af kröfu konu sem fór fram á að félagið myndi greiða henni tæplega 6,5 milljónir króna, auk vaxta, vegna slyss sem hún varð fyrir. Konan vildi raunar fá tæplega ellefu milljónir, en hafði þegar fengið 4,6 milljónir greiddar.

Innlent
Fréttamynd

Ið­gjöld til NTÍ munu hækka um fimm­tíu prósent

Alþingi hefur samþykkt breytingu á lögum um Náttúruhamfaratryggingu Íslands, eða NTÍ, sem felur í sér heimild stofnunarinnar til þess að hækka iðgjöld tímabundið um fimmtíu prósent. Þessi heimild mun verða nýtt frá og með komandi nýársdegi.

Innlent
Fréttamynd

Settu bíl­slys á svið

Karlmaður hefur hlotið tveggja mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að sviðsetja bílslys í Hafnarfirði árið 2021.

Innlent
Fréttamynd

Stór­sigur fyrir líf­eyris­þega

Fyrir rúmu ári voru fjárlög ársins 2024 til afgreiðslu á Alþingi Íslendinga. Að vana er þar að finna ýmis fylgirit og svokallaða bandorma þar sem gert er fullt af litlum lagabreytingum sem í mörgum tilfellum eru einungis tæknilegs eðlis. Það vildi þó svo til að í einum þessara bandorma var breyting sem var langt frá því að vera ómerkileg vísitöluuppfærsla. Ég á hér við breytingu sem átti að fella niður persónuafslátt hjá íslenskum lífeyrisþegum búsettum erlendis.

Skoðun
Fréttamynd

Hafa til­kynnt E. coli veikindin til Sjó­vá

Enn eru þrjú börn inniliggjandi á Barnaspítalanum vegna E. coli sýkingar á leikskólanum Mánagarði. Tvö eru á legudeild og eitt á gjörgæslu. Barnið er ekki í lífshættu að sögn Valtýs Stefánssonar Thors yfirlæknis á barnaspítala Hringsins. Sjóvá hafa borist tilkynningar og fyrirspurnir vegna veikindanna en Félagsstofnun stúdenta er bótaskyld vegna þeirra. 

Innlent
Fréttamynd

Ör­yrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða

Velferðarnefnd Alþingis hefur lagt fram frumvarp um sjötíu þúsund króna skattfrjálsa eingreiðslu til öryrkja. Samkvæmt fjáraukalagafrumvarpi er gert ráð fyrir 1,7 milljörðum í eingreiðsluna.

Innlent
Fréttamynd

Reikna með fimm­tán milljarða kostnaði vegna tjóns

Náttúruhamfaratrygging Íslands áætlar að kostnaður vegna jarðskjálftanna í grennd við Grindavík sem urðu tilefni til þess að bærinn var rýmdur þann 10. nóvember í fyrra muni að endingu nema á sextánda milljarð króna.

Innlent
Fréttamynd

Fjöl­eignar­hús og vá­tryggingar

Frá örófi alda hafa margs konar slys og ólán dunið yfir mennina og híbýli þeirra og gera enn. Tjón sem verða á fasteignum eða vegna þeirra geta orðið mikil og gríðarlega kostnaðarsöm fyrir eigendur. Húseigendafélagið fær oft og tíðum til sín eigendur fjöleignarhúsa sem velta því fyrir sér hvort skynsamlegt sé að vátryggja fasteignir sínar.

Skoðun
Fréttamynd

Bóta­skylda FS vegna E.coli veikinda viður­kennd

Foreldrum barna á Mánagarði hefur verið tilkynnt af Félagsstofnun stúdenta, FS, að þau geti tilkynnt mál sín og veikindi barna þeirra vegna E. coli sýkingar á leikskólanum til Sjóva. FS hefur fundað með Sjóvá og var niðurstaðan af þeim fundi að bótaskyldan væri viðurkennd. Þetta kemur fram í pósti frá FS til foreldra.

Innlent
Fréttamynd

Fær ekki krónu eftir slys í Hús­dýra­garðinum

Kona sem lenti í slysi þegar hún renndi sér niður rennibraut í Fjölskyldu og húsdýragarðinum í Reykjavík á ekki rétt á skaðabótum frá borginni og tryggingafélagi hennar. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur.

Innlent
Fréttamynd

Líf­eyris­þeginn hefði átt að láta reyna á skerðinguna fyrr

Hæstiréttur hefur sýknað Tryggingastofnun ríkisins af kröfum lífeyrisþega og Öryrkjabandalags Íslands um afturvirka leiðréttingu á bótum, sem höfðu verið ólöglega skertar. Hæstiréttur taldi lífeyrisþegann og bandalagið hafa búið yfir nægum upplýsingum um kröfur sínar til að láta á þær reyna fyrir dómstólum fyrr.

Innlent
Fréttamynd

Gestur greiðir ekki krónu þó að palla­olía hafi hellst í bílinn

Gestur Breiðfjörð Gestsson viðskiptamaður var sýknaður af öllum kröfum bílaumboðsins BL ehf. fyrir Héraðsdómi Reykjaness í gær. BL krafðist þess að Gestur yrði dæmdur til að greiða 2.633.469 króna skuld eftir að pallaolíudósir fóru á flug inn í bílaleigubíl BL, sem hann var með til afnota, en við það opnuðust dósirnar og helltist pallaolían niður sem olli umtalsverðu tjóni í bílnum. 

Innlent
Fréttamynd

Veitinga­staður ber ekki á­byrgð á hnefa­höggi starfs­manns

Landsréttur hefur sýknað veitingastaðinn Fish house og tryggingafélag hans, Sjóvá, af kröfum manns sem varð fyrir líkamsárás af hendi starfsmanns staðarins á staðnum árið 2019. Áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur komist að þeirri niðurstöðu að maðurinn ætti rétt á bótum frá árásarmanninum, tryggingarfélaginu og skemmtistaðnum vegna tjónsins sem hann hlaut af árásinni.

Innlent
Fréttamynd

Sýndi lög­reglu löngu­töng og var ekinn út af

Vátryggingafélagið Sjóvá hefur verið dæmt til að greiða Ríkislögreglustjóra tjón sem varð af því þegar sérsveitarbíl var ekið á bíl manns sem ekið hafði á ofsahraða. Hann hafði sýnt lögreglumönnum „ósæmilega löngutöng“ á gatnamótum áður en eftirför hófst.

Innlent
Fréttamynd

Reyna enn að ná í mann sem er grunaður um að svið­setja bíl­slys

Lögbirtingablaðið hefur í annað skipti birt fyrirkall á hendur manni sem er talinn vera á Ítalíu vegna ákæru á hendur honum. Maðurinn er ákærður, ásamt öðrum manni sem er með skráð lögheimili í Reykjavík, um að setja á svið umferðarslys á gatnamótum Breiðhellu og Gjáhellu í Hafnarfirði þann 5. apríl 2021.

Innlent
Fréttamynd

Tryggja selt til Þýska­lands

Tryggja ehf., sem er elsta vátryggingamiðlunin á Íslandi, hefur verið selt til samevrópsku tryggingasamstæðunnar GGW Group í Þýskalandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Tryggja sem verður með sölunni samstarfsfyrirtæki Leading Brokers United. Undir þeim hatti eru vátryggingarmiðlanir GGW Group sameinaðar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hagnaður Skaga fyrstu sex mánuði ársins 273 milljónir

Kraftmikill viðsnúningur er í tryggingastarfsemi en á sama tíma litar krefjandi markaðsumhverfi afkomu Skaga, sem er samstæða Vátryggingafélags Íslands, áður VÍS. Hagnaður samstæðunnar fyrstu sex mánuði ársins eftir skatta voru 273 milljónir króna sem er töluvert lægri en á sama tíma í fyrra þegar hagnaður var rúmur milljarður. Þetta kemur fram í sex mánaða uppgjöri samstæðunnar fyrir árið í ár.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hundurinn í hættu eftir að súkku­laði var sett inn um lúguna

Eigandi hunds sem veiktist alvarlega, eftir að hafa étið sendingu frá tryggingafélagi sem kom inn um bréfalúguna, bendir á að fólk viti aldrei hver sé hinu megin við dyrnar, hvort sem það er gæludýr eða barn með bráðaofnæmi. Því sé ekki ráðlegt að senda fólki mat í pósti.

Innlent
Fréttamynd

Miklar skemmdir á bíl eftir að þyrla lenti við hliðina

Sverrir Tryggvason varð fyrir því óláni í vikunni að flugmaður þyrlu ákvað að lenda á malarplani á Suðurnesjum þar sem bílnum hans var lagt. Hann segir grjótkast undan þyrlunni hafa valdið miklum skemmdum á bílnum, en fyrirtækið á bak við þyrluna neitar að borga tjónið, og segir ekki ljóst hvort skemmdirnar séu vegna þyrlunnar.

Innlent
Fréttamynd

Úr boltanum í tryggingarnar

Bjarni Guðjónsson hefur verið ráðinn forstöðumaður fyrirtækjaviðskipta hjá VÍS. Hann kemur til félagsins frá KR þar sem hann hefur verið framkvæmdastjóri undanfarin þrjú ár.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Brennt barn forðast eldinn

Borið hefur á því ítrekað að eldur komi upp á byggingar- og framkvæmdasvæðum. Nýlegt atvik er eldur sem braust út í Kringlunni á dögunum og olli þar gríðarlegu tjóni, þótt blessunarlega hafi betur farið en á horfðist og enginn slasast alvarlega. 

Skoðun