Samfylkingin

Fréttamynd

Traustið á sölu­ferli Ís­lands­banka horfið

„Almenna reglan held ég að menn hafi sent á allan sinn kúnnahóp tölvupósta um leið og þetta var tilkynnt svo allir vissu að þetta væri komið. Svo var þetta tilkynnt formlega. Söluaðilinn hefur líka hagsmuni af því að sem flestir frá honum skili sér inn því þóknanatekjurnar koma vegna þess. Þannig að allir hvatar hjá sölufyrirtækjunum eru til þess að reyna að fjölga sem mest þeim sem taka þátt.“

Skoðun
Fréttamynd

Meirihlutinn í Reykjavík fallinn og Framsókn í stórsókn

Meirihlutinn í Reykjavík er fallinn samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna, jafnvel þótt Sjálfstæðisflokkurinn tapi tveimur borgarfulltrúum frá síðustu kosningum. Framsóknarflokkurinn er í stórsókn og fengi þrjá borgarfulltrúa.

Innlent
Fréttamynd

Segir ráðherra reyna að stjórna umræðunni

Ragna Sigurðardóttir, forseti Ungra jafnaðarmanna, hefur ýmislegt við hegðun Sigurðar Inga Jóhannssonar, innviðaráðherra, að athuga. Bæði varðandi ummælin sem hann lét falla í garð Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, en líka hvernig hann hefur kosið að bregðast við eftir að fréttir af atvikinu tóku að spyrjast út.

Innlent
Fréttamynd

Engar efndir, en nóg af lof­orðum

Í ævintýrinu um Nýju fötin keisarans, þá var það barnið sem þorði að segja: „Nú, hann er þá ekki í neinu!”. Sú saga kemur upp í hugann, þegar lesið var viðtal við bæjarstjóra Hafnarfjarðar í Morgunblaðinu. Þar segir hún að mikið uppbyggingarskeið framundan í Hafnarfirði og tilgreindi nokkur svæði þar sem uppbyggingin á að fara fram.

Skoðun
Fréttamynd

Ungir jafnaðar­menn krefjast af­sagnar Sigurðar Inga

Ungir jafnaðarmenn, ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, hafa krafist afsagnar Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra vegna rasískra ummæla sem beindust að Vigdísi Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, og hann lét falla í boði Framsóknarflokksins í tengslum við Búnaðarþing síðastliðið fimmtudagskvöld. Framkoma aðstoðarmanns ráðherra er jafnframt fordæmd.

Innlent
Fréttamynd

Virkni er velferð

Reykjavík réðst í markvissar viðspyrnu aðgerðir í covid og einn liður í þeim voru aðgerðir til að bregðast við auknu atvinnuleysi og fjölgun fólks sem þurfti að reiða sig á fjárhagsaðstoð Reykjavíkur til framfærslu.

Skoðun
Fréttamynd

Í hverja var hringt?

Það er fyrir algjöra tilviljun að við vitum að litlir fjárfestar fengu að fjárfesta með afslætti í Íslandsbanka um daginn. Upplýsingar bárust um þrjá innherja. Einn aðili keypti fyrir 55 milljónir króna. Annar fyrir 27 milljónir króna. Og sá þriðji fyrir 11 milljónir króna.

Skoðun
Fréttamynd

Ekkert í raforkulögum sem tryggi að orkan fari í orkuskipti

Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að það sé ekkert í umgjörð raforkumála hér á landi sem geri stjórnvöldum kleift að ráðstafa roforku til orkuskipta því ekki sé búið að innleiða þriðja orkupakkann að fullu. Þar til það sé frágengið sé allt tal um fleiri virkjanir fyrir orkuskipti innantóm slagorð.

Innlent
Fréttamynd

Gylfi leiðir Í-listann og Arna Lára er bæjar­stjóra­efni

Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, mun leiða lista Í-listans á Ísafirði vegna komandi sveitarstjórnarkosninga sem fram fara 14. maí. Arna Lára Jónsdóttir, sem skipar fimmta sæti listans, er hins vegar bæjarstjóraefni listans.

Innlent
Fréttamynd

Getur orðið svakalega þungt fyrir Hildi

Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, telur að kosningabaráttan fram undan geti orðið þung fyrir nýkjörinn oddvita Sjálfstæðisflokksins, Hildi Björnsdóttur. Jón var ásamt Sigmari Vilhjálmssyni athafnamanni gestur í nýrri útgáfu Íslands í dag, sem verður héðan af í beinni á mánudagskvöldum eftir fréttir.

Innlent
Fréttamynd

Gjald­miðlar kynjanna

Stjórnmálaflokkurinn minn, Samfylkingin, er femíniskur flokkur sem lætur til sín taka. Við stofnun flokksins fengum við femíniska arfleifð í vöggugjöf frá Kvennalistanum. Í þingkosningum í haust voru fjórir af sex oddvitum flokksins konur.

Skoðun
Fréttamynd

Sakar Loga um ó­dýra hræðslu­pólitík

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður íslandsdeildar NATO-þingsins sakar formann Samfylkingarinnar um ódýra hræðslupólitík, en hann sagði í dag að tilefni væri til að setja umsókn um aðild að Evrópusambandinu aftur á dagskrá.

Innlent
Fréttamynd

Kurr í Suðurnesjamönnum vegna HSS

Þingmaður Samfylkingarinnar segir vanda Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja skrifast á vanrækslu stjórnvalda gagnvart Suðurnesjum. Kurr og óánægja sé í íbúum sem eigi skilið almennilega heilbrigðisþjónustu eins og aðrir landsmenn.

Innlent