Persónuvernd

Fréttamynd

Dýr­mætustu gögnin

Myrkur leikur um lífsýni og gögn sem aflað er í faraldrinum, enginn veit hvert þau fara, á grundvalli hvaða heimilda þeirra er aflað, til hvers þau verða notuð og þau virðast hvorki afturkallanleg né notkun þeirra kæranleg. Stjórnvöld og rannsóknarstofnanir eru í Villta Vestrinu.

Skoðun
Fréttamynd

Mun frið­helgi einka­lífs kosta meira í fram­tíðinni?

Síðasta föstudag birtist frétt á Vísi um nýjung sem tryggingafélagið VÍS hyggst setja á markað um næstu áramót. Nýjungin er kubbur sem settur er í bíla og er þeim eiginleikum búinn að geta fylgst með akstri bílstjóra, meðal annars hvort þeir keyri of hratt eða séu í símanum undir stýri.

Skoðun
Fréttamynd

Gátu ekki rofið nafnleynd þeirra sem kvörtuðu undan Atla Rafni eftir á

Ekki var hægt að láta einstaklinga sem kvörtuðu undan meintri kynferðislegri áreitni eða ofbeldi Atla Rafns Sigurðarsonar, leikara, hjá Borgarleikhúsinu sæta því að nafnleynd þeirra yrði rofin eftir á. Ríkislögmaður sagði að Leikfélag Reykjavíkur yrði að svara fyrir það sem það gerði með ásakanirnar í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Smitrakningaröpp og persónuvernd

Eitt af því sem hefur reynst árangursrík aðferð til að berjast gegn COVID-19 faraldrinum eru svokölluð smitrakningaröpp. Slík öpp geta eðli máls samkvæmt falið í sér söfnun og notkun persónuupplýsinga.

Skoðun