Kópavogur Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Sorpa lokaði fyrir áramót Efnismiðlun sinni í endurvinnslustöðinni á Sævarhöfða. Gunnar Dofri Ólafsson samskipta- og þróunarstjóri Sorpu segir lokunina tengda lokun endurvinnslustöðarinnar á Dalvegi síðar á árinu. Það verði að létta á Sævarhöfða samhliða því að stöðinni á Dalvegi verður lokað. Neytendur 3.1.2025 10:30 Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Harkalegur árekstur varð á Fífuhvammsvegi í Kópavogi á öðrum tímanum eftir hádegi í dag. Fólksbíll er mikið skemmdur eftir áreksturinn. Innlent 2.1.2025 14:23 Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að hafa afskipti af ungmennum sem höfðu kastað flugeldum upp á svalir fjölbýlishúss í gærkvöldi. Einnig hafði lögreglan afskipti af börnum sem köstuðu snjóboltum í bíla með þeim afleiðingum að ökumenn misstu nærri stjórn á bílum sínum. Innlent 31.12.2024 07:36 Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Þrír karlmenn hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 20. janúar. Þeir eru sakaðir um stórfellt fíkniefnalagabrot. Lögregla lagði hald á mikið magn fíkniefna í byrjun október. Innlent 30.12.2024 16:23 Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Minniháttar skemmdir urðu á skíðasvæði Bláfjalla í óveðrinu sem geysað hefur undanfarna daga. Verið er að meta skemmdir og vonast er til þess að hægt verði að opna svæðið eftir helgi. Innlent 26.12.2024 14:37 Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi Börn í Kársnesskóla völdu í vikunni nöfn á skólana á Kársnesi sem verða tveir frá og með næsta hausti. Niðurstaðan er sú að nýr skóli við Skólagerði mun heita Barnaskóli Kársness. Í honum verða börn a leikskólaaldri og í 1. til 4. bekk. Skólinn við Vallargerði fær nafnið Kársnesskóli en í honum verða börn í 5. til 10. bekk. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Kópavogsbæ. Innlent 20.12.2024 12:43 Trjádeila í Kópavogi fer fyrir Hæstarétt Hæstiréttur hefur veitt eigendum parhúss í Hjallahverfi Kópavogi áfrýunarleyfi í máli sem snýr að deilu um tré á lóð konu í hverfinu. Í Landsrétti var konunni gert að klippa af hluta trjáa á lóð sinni en nágrannarnir vildu að lengra yrði gengið. Innlent 18.12.2024 10:29 Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Hanna Borg Jónsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri farsældar á höfuðborgarsvæðinu. Hún mun leiða saman fagfólk sem vinnur að málefnum barna til þess að undirbúa svæðisbundið farsældarráð. Viðskipti innlent 17.12.2024 10:17 Hægt að borga með korti í strætó Frá og með deginum í dag er hægt að borga snertilaust með korti í Strætó í gegnum Klapp greiðslukerfið. Fyrirkomulagið hefur verið í prófun hjá fyrirtækinu og er nú komið í fullna virkni að því er segir í tilkynningu frá Strætó. Neytendur 17.12.2024 09:45 Ósanngjarnt að börn hafi úrslitavald Kennari við Kársnesskóla skorar á fulltrúa í menntaráði og bæjarstjórn Kópavogs að endurskoða þá ákvörðun að láta nemendur skólans frá fyrsta upp í tíunda bekk velja nafn á þá nýju skóla sem verða til við skiptingu Kársnesskóla í tvennt. Innlent 16.12.2024 18:49 Loka verslun í Smáralind Vodafone lokar verslun sinni í Smáralind í lok mánaðarins. Í staðinn munu viðskiptavinir geta farið í verslun Vodafone á Suðurlandsbraut 8 um helgar. Síðasti dagurinn í Smáralind er 29. desember og ný helgaropnun á Suðurlandsbraut hefst strax eftir áramót. Neytendur 15.12.2024 15:05 Grunur um vopnaða árás á krá í nótt Tveir voru handteknir í gærkvöldi eða í nótt vegna líkamsárásar á krá í Kópavogi eða Breiðholti. Grunur er á að vopnum hafi verið beitt við árásina. Lögregla var kölluð til vegna málsins og má gera ráð fyrir að málið sé nú rannsakað hjá þeim. Innlent 15.12.2024 07:17 Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Karlmaður hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps vegna meintar hnífaárásar sem er sögð hafa átt sér stað skömmu eftir miðnætti föstudaginn 9. júní á gistiheimili í Kópavogi. Innlent 12.12.2024 07:02 Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Karlmaður hefur verið dæmdur í sex mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir tvö brot sem hann framdi á þessu ári. Innlent 11.12.2024 20:42 Stöðvuðu átta bifreiðar með jólaseríur Lögreglan stöðvaði átta ökumenn í Reykjavík þar sem meðal annars var búið að skreyta bifreiðarnar með jólaseríu. Þær voru í kjölfarið boðaðar í skoðun. Innlent 8.12.2024 09:04 Vígðu bleikan bekk við skólann til minningar um Bryndísi Klöru Bleikur bekkur til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur sem lést eftir stunguáras á menningarnótt var vígður við Salaskóla í Kópavogi síðdegis í dag. Lífið 5.12.2024 21:05 Þyngri refsing fyrir hnífstungu fæli ekki endilega frá Margrét Valdimarsdóttir dósent í félags- og afbrotafræði við HÍ segir fjögurra ára fangelsisdóm Daníels Arnar Unnarssonar í samræmi við önnur sambærileg mál þar sem dæmt var fyrir tilraun til manndráps. Þá segir hún þyngri refsingar ekki endilega hafa meiri fælingarmátt. Innlent 5.12.2024 20:57 Fjögur ár fyrir að reyna að myrða lækninn Daníel Örn Unnarsson, þrítugur, hefur verið dæmdur til fjögurra ára fangelsisvistar fyrir tilraun til manndráps. Hann stakk lækni á kvöldgöngu ásamt konu sinni og vinahjónum ítekað í Lundi í Kópavogi í sumar. Innlent 5.12.2024 14:45 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Tólf starfsmönnum Heimkaupa hefur verið sagt upp störfum vegna skipulagsbreytinga. Vefverslun félagsins hefur verið rekin með tapi undanfarið og aukin áhersla verður lögð á rekstur lágvöruverðsverslunarinnar Prís. Viðskipti innlent 2.12.2024 14:04 Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sakborningur í Elko-málinu svokallaða er grunaður um fjölda annarra afbrota, þar eru átta þjófnaðarbrot og sex umferðarlagabrot. Hann er einnig grunaður um heimilisofbeldi og hlaut dóm fyrir ýmis brot í haust. Innlent 29.11.2024 09:01 Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur stórfellt fíkniefnamál til rannsóknar þar sem lagt hefur verið hald á tæplega þrjú kíló af MDMA-kristöllum og 1781 stykki af MDMA-töflum. Innlent 27.11.2024 08:01 Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Rannsókn á margra milljóna króna þjófnaði í Hamraborg í Kópavogi, sem var framið í byrjun mars, er lokið og hefur verið sent til ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 26.11.2024 13:06 Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Tennisparið Paula Badosa og Stefano Tsitsipas er statt hér á landi. Þau litu meðal annars við í tennishöllina í Kópavogi, þar sem þeim var vel tekið. Lífið 25.11.2024 22:28 Tara Sif og Elfar selja íbúðina Tara Sif Birgisdóttir, fasteignasali og dansari, og eiginmaður hennar Elfar Elí Schweitz Jakobsson lögfræðingur, hafa sett íbúð sína við Álalind í Kópavogi á sölu. Ásett verð er 96,8 milljónir. Lífið 25.11.2024 12:50 Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út skömmu fyrir ellefu í dag vegna reyks við Borgarholtsbraut í Kópavogi. Innlent 22.11.2024 11:13 Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Fasteignafélagið Heimar hefur sett af stað umfangsmiklar framkvæmdir í austurenda Smáralindar en þar á að rísa nýtt veitingasvæði. Áætlað er að þrettán veitingastaðir verði opnaðir á þessu nýja svæði í Smáralind fyrir lok árs 2025. Um verður að ræða allt frá skyndibita yfir í fínni veitingastaði sem einnig verða opnir á kvöldin. Viðskipti innlent 21.11.2024 10:15 Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Fyrsta lota borgarlínu hefur tekið nokkrum breytingum samkvæmt nýjum tillögum. Opnað verður fyrir tilboð í fyrsta áfanga Fossvogsbrúar í byrjun desember og framkvæmdastjóri Betri samgangna væntir þess að framkvæmdir geti hafist snemma á næsta ári. Innlent 20.11.2024 20:01 Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Flæði umferðar í kringum Tjörnina í miðborg Reykjavíkur breytist verulega með tillögum að breyttri legu borgarlínu þar. Fríkirkjuvegur og hluti Skothúsvegar yrði lagður eingöngu undir borgarlínuna en aftur mætti aka í báðar áttir eftir Suðurgötu í staðinn. Innlent 19.11.2024 09:04 Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Tveggja barna móðir átti fótum sínum fjör að launa þegar að hún og fjölskylda hennar komust heil á húfi undan eldsvoða sem kom upp í íbúð þeirra um miðja nótt. Hún segir ótrúlega tilviljun hafa orðið til þess að þau komust öll lífs af. Innlent 18.11.2024 19:02 Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Í hjarta Reykjavíkur, þar sem ævintýri borgarlífsins og náttúrunnar mætast, búa íbúar við lífsgæðaskerðingu vegna stóraukinnar starfsemi Reykjavíkurflugvallar. Þetta á sérstaklega við um íbúa í hverfum sem liggja í nágrenni flugvallarins, svo sem við Hlíðar, Miðbæ, Vesturbæ og Kópavog en einnig þau hverfi sem liggja undir fluglínum. Skoðun 18.11.2024 14:45 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 55 ›
Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Sorpa lokaði fyrir áramót Efnismiðlun sinni í endurvinnslustöðinni á Sævarhöfða. Gunnar Dofri Ólafsson samskipta- og þróunarstjóri Sorpu segir lokunina tengda lokun endurvinnslustöðarinnar á Dalvegi síðar á árinu. Það verði að létta á Sævarhöfða samhliða því að stöðinni á Dalvegi verður lokað. Neytendur 3.1.2025 10:30
Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Harkalegur árekstur varð á Fífuhvammsvegi í Kópavogi á öðrum tímanum eftir hádegi í dag. Fólksbíll er mikið skemmdur eftir áreksturinn. Innlent 2.1.2025 14:23
Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að hafa afskipti af ungmennum sem höfðu kastað flugeldum upp á svalir fjölbýlishúss í gærkvöldi. Einnig hafði lögreglan afskipti af börnum sem köstuðu snjóboltum í bíla með þeim afleiðingum að ökumenn misstu nærri stjórn á bílum sínum. Innlent 31.12.2024 07:36
Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Þrír karlmenn hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 20. janúar. Þeir eru sakaðir um stórfellt fíkniefnalagabrot. Lögregla lagði hald á mikið magn fíkniefna í byrjun október. Innlent 30.12.2024 16:23
Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Minniháttar skemmdir urðu á skíðasvæði Bláfjalla í óveðrinu sem geysað hefur undanfarna daga. Verið er að meta skemmdir og vonast er til þess að hægt verði að opna svæðið eftir helgi. Innlent 26.12.2024 14:37
Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi Börn í Kársnesskóla völdu í vikunni nöfn á skólana á Kársnesi sem verða tveir frá og með næsta hausti. Niðurstaðan er sú að nýr skóli við Skólagerði mun heita Barnaskóli Kársness. Í honum verða börn a leikskólaaldri og í 1. til 4. bekk. Skólinn við Vallargerði fær nafnið Kársnesskóli en í honum verða börn í 5. til 10. bekk. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Kópavogsbæ. Innlent 20.12.2024 12:43
Trjádeila í Kópavogi fer fyrir Hæstarétt Hæstiréttur hefur veitt eigendum parhúss í Hjallahverfi Kópavogi áfrýunarleyfi í máli sem snýr að deilu um tré á lóð konu í hverfinu. Í Landsrétti var konunni gert að klippa af hluta trjáa á lóð sinni en nágrannarnir vildu að lengra yrði gengið. Innlent 18.12.2024 10:29
Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Hanna Borg Jónsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri farsældar á höfuðborgarsvæðinu. Hún mun leiða saman fagfólk sem vinnur að málefnum barna til þess að undirbúa svæðisbundið farsældarráð. Viðskipti innlent 17.12.2024 10:17
Hægt að borga með korti í strætó Frá og með deginum í dag er hægt að borga snertilaust með korti í Strætó í gegnum Klapp greiðslukerfið. Fyrirkomulagið hefur verið í prófun hjá fyrirtækinu og er nú komið í fullna virkni að því er segir í tilkynningu frá Strætó. Neytendur 17.12.2024 09:45
Ósanngjarnt að börn hafi úrslitavald Kennari við Kársnesskóla skorar á fulltrúa í menntaráði og bæjarstjórn Kópavogs að endurskoða þá ákvörðun að láta nemendur skólans frá fyrsta upp í tíunda bekk velja nafn á þá nýju skóla sem verða til við skiptingu Kársnesskóla í tvennt. Innlent 16.12.2024 18:49
Loka verslun í Smáralind Vodafone lokar verslun sinni í Smáralind í lok mánaðarins. Í staðinn munu viðskiptavinir geta farið í verslun Vodafone á Suðurlandsbraut 8 um helgar. Síðasti dagurinn í Smáralind er 29. desember og ný helgaropnun á Suðurlandsbraut hefst strax eftir áramót. Neytendur 15.12.2024 15:05
Grunur um vopnaða árás á krá í nótt Tveir voru handteknir í gærkvöldi eða í nótt vegna líkamsárásar á krá í Kópavogi eða Breiðholti. Grunur er á að vopnum hafi verið beitt við árásina. Lögregla var kölluð til vegna málsins og má gera ráð fyrir að málið sé nú rannsakað hjá þeim. Innlent 15.12.2024 07:17
Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Karlmaður hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps vegna meintar hnífaárásar sem er sögð hafa átt sér stað skömmu eftir miðnætti föstudaginn 9. júní á gistiheimili í Kópavogi. Innlent 12.12.2024 07:02
Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Karlmaður hefur verið dæmdur í sex mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir tvö brot sem hann framdi á þessu ári. Innlent 11.12.2024 20:42
Stöðvuðu átta bifreiðar með jólaseríur Lögreglan stöðvaði átta ökumenn í Reykjavík þar sem meðal annars var búið að skreyta bifreiðarnar með jólaseríu. Þær voru í kjölfarið boðaðar í skoðun. Innlent 8.12.2024 09:04
Vígðu bleikan bekk við skólann til minningar um Bryndísi Klöru Bleikur bekkur til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur sem lést eftir stunguáras á menningarnótt var vígður við Salaskóla í Kópavogi síðdegis í dag. Lífið 5.12.2024 21:05
Þyngri refsing fyrir hnífstungu fæli ekki endilega frá Margrét Valdimarsdóttir dósent í félags- og afbrotafræði við HÍ segir fjögurra ára fangelsisdóm Daníels Arnar Unnarssonar í samræmi við önnur sambærileg mál þar sem dæmt var fyrir tilraun til manndráps. Þá segir hún þyngri refsingar ekki endilega hafa meiri fælingarmátt. Innlent 5.12.2024 20:57
Fjögur ár fyrir að reyna að myrða lækninn Daníel Örn Unnarsson, þrítugur, hefur verið dæmdur til fjögurra ára fangelsisvistar fyrir tilraun til manndráps. Hann stakk lækni á kvöldgöngu ásamt konu sinni og vinahjónum ítekað í Lundi í Kópavogi í sumar. Innlent 5.12.2024 14:45
Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Tólf starfsmönnum Heimkaupa hefur verið sagt upp störfum vegna skipulagsbreytinga. Vefverslun félagsins hefur verið rekin með tapi undanfarið og aukin áhersla verður lögð á rekstur lágvöruverðsverslunarinnar Prís. Viðskipti innlent 2.12.2024 14:04
Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sakborningur í Elko-málinu svokallaða er grunaður um fjölda annarra afbrota, þar eru átta þjófnaðarbrot og sex umferðarlagabrot. Hann er einnig grunaður um heimilisofbeldi og hlaut dóm fyrir ýmis brot í haust. Innlent 29.11.2024 09:01
Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur stórfellt fíkniefnamál til rannsóknar þar sem lagt hefur verið hald á tæplega þrjú kíló af MDMA-kristöllum og 1781 stykki af MDMA-töflum. Innlent 27.11.2024 08:01
Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Rannsókn á margra milljóna króna þjófnaði í Hamraborg í Kópavogi, sem var framið í byrjun mars, er lokið og hefur verið sent til ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 26.11.2024 13:06
Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Tennisparið Paula Badosa og Stefano Tsitsipas er statt hér á landi. Þau litu meðal annars við í tennishöllina í Kópavogi, þar sem þeim var vel tekið. Lífið 25.11.2024 22:28
Tara Sif og Elfar selja íbúðina Tara Sif Birgisdóttir, fasteignasali og dansari, og eiginmaður hennar Elfar Elí Schweitz Jakobsson lögfræðingur, hafa sett íbúð sína við Álalind í Kópavogi á sölu. Ásett verð er 96,8 milljónir. Lífið 25.11.2024 12:50
Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út skömmu fyrir ellefu í dag vegna reyks við Borgarholtsbraut í Kópavogi. Innlent 22.11.2024 11:13
Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Fasteignafélagið Heimar hefur sett af stað umfangsmiklar framkvæmdir í austurenda Smáralindar en þar á að rísa nýtt veitingasvæði. Áætlað er að þrettán veitingastaðir verði opnaðir á þessu nýja svæði í Smáralind fyrir lok árs 2025. Um verður að ræða allt frá skyndibita yfir í fínni veitingastaði sem einnig verða opnir á kvöldin. Viðskipti innlent 21.11.2024 10:15
Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Fyrsta lota borgarlínu hefur tekið nokkrum breytingum samkvæmt nýjum tillögum. Opnað verður fyrir tilboð í fyrsta áfanga Fossvogsbrúar í byrjun desember og framkvæmdastjóri Betri samgangna væntir þess að framkvæmdir geti hafist snemma á næsta ári. Innlent 20.11.2024 20:01
Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Flæði umferðar í kringum Tjörnina í miðborg Reykjavíkur breytist verulega með tillögum að breyttri legu borgarlínu þar. Fríkirkjuvegur og hluti Skothúsvegar yrði lagður eingöngu undir borgarlínuna en aftur mætti aka í báðar áttir eftir Suðurgötu í staðinn. Innlent 19.11.2024 09:04
Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Tveggja barna móðir átti fótum sínum fjör að launa þegar að hún og fjölskylda hennar komust heil á húfi undan eldsvoða sem kom upp í íbúð þeirra um miðja nótt. Hún segir ótrúlega tilviljun hafa orðið til þess að þau komust öll lífs af. Innlent 18.11.2024 19:02
Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Í hjarta Reykjavíkur, þar sem ævintýri borgarlífsins og náttúrunnar mætast, búa íbúar við lífsgæðaskerðingu vegna stóraukinnar starfsemi Reykjavíkurflugvallar. Þetta á sérstaklega við um íbúa í hverfum sem liggja í nágrenni flugvallarins, svo sem við Hlíðar, Miðbæ, Vesturbæ og Kópavog en einnig þau hverfi sem liggja undir fluglínum. Skoðun 18.11.2024 14:45