Garðabær

Fréttamynd

Kæru Miðflokksins vegna meints ágalla á kjörseðlum hafnað

Úrskurðarnefnd kosningamála hafnaði kröfu Miðflokksins í Garðabæ um ógildingu sveitarstjórnarkosninganna þar vegna ágalla sem flokkurinn taldi á kjörseðlum. Frágangur kjörseðla hafi verið innan svigrúms sem yfirkjörstjórnir hafa um útlit þeirra.

Innlent
Fréttamynd

„Fjandinn laus þessa nóttina“

„Eftir rólega föstudagsnótt varð fjandinn laus þessa nóttina.“ Svona hefst dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem send var út á sunnudagsmorgun en hundrað mál voru skráð hjá lögreglunni frá klukkan 17 til 5. Gistu tíu manns fangaklefa eftir nóttina.

Innlent
Fréttamynd

Hundrað tonn af sælgæti á mánuði frá Helga í Góu

Helgi Vilhjálmsson í Góu er ekki að baki dottinn þó hann sé orðinn áttræður því hann framleiðir hundrað tonn af sælgæti á hverjum mánuði og hefur varla undan að framleiða ofan í landsmenn. Þá hefur hann byrgt lagerinn sinn upp vegna ástandsins í heiminum.

Innlent
Fréttamynd

D'Hondt haukur í horni xD í Garðabæ

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins bar sig vel eftir sveitarstjórnarkosningar þrátt fyrir tap flokksins víðs vegar um landið. Bjarni nefndi höfuðvígi Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ til vitnis um sterka stöðu flokksins en þá stöðu getur Bjarni meðal annars þakkað D'Hondt.

Innlent
Fréttamynd

Segir starfs­menn hugsa sér til hreyfings eftir fund um út­boð

Framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítala boðaði starfsfólk öldrunardeildar Landspítalans á Vífilsstöðum á fund og tilkynnti þeim að stæði til að bjóða starfsemina út. Trúnaðarmaður Sameykis á vinnustaðnum segir ráðamenn ekki hafa hugsað málið til enda.

Innlent
Fréttamynd

Endur­­talning skilaði sömu niður­­­stöðu í Garða­bæ

Nákvæmlega sama niðurstaða fékkst þegar atkvæði úr sveitarstjórnarkosningum í Garðabæ voru endurtalin í gær. Garðarbæjarlistinn fór fram á endurtalninguna en litlu munaði í upphaflegri talningu að listinn næði inn þriðja manni í sveitarstjórn á kostnað sjöunda manns Sjálfstæðismanna.

Innlent
Fréttamynd

C þig á kjör­stað

Á laugardaginn færð þú kæri kjósandi tækifæri til að nýta kosningaréttinn. Við hvetjum þig til að mæta á kjörstað og taka þannig þátt í virku lýðræði, sýna kjörnum fulltrúum aðhald og taka afstöðu. Frambjóðendur Viðreisnar er hópur fólks sem brennur fyrir upplýstari, sanngjarnari og skilvirkari Garðabæ þar sem ábyrg fjármálastjórn mun skila sér í aukinni þjónustu og velferð fyrir okkur öll.

Skoðun
Fréttamynd

Ef þú vilt breytingu í Garða­bæ setur þú X við G

Eftir sveitarstjórnarkosningar 2018 fengum við í Garðabæjarlistanum þrjá fulltrúa kjörna á móti átta fulltrúum Sjálfstæðisflokks. Við fengum rétt tæplega 30% atkvæða, sem telst frábær árangur hjá framboði sem var að koma saman í fyrsta sinn. Aðrir flokkar, Miðflokkur og Framsókn, náðu ekki inn manni og dóu því þau atkvæði sem þeir flokkar fengu.

Skoðun
Fréttamynd

Við völd í hálfa öld

Það er til umhugsunar fyrir kjósendur í Garðabæ að núverandi meirihluti Sjálfstæðismanna hefur stjórnað Garðabæ í tæp fimmtíu ár. Er það hollt fyrir bæinn okkar að einn og sami flokkurinn með sömu stefnu og áherslur sé við völd í tæpa hálfa öld?

Skoðun
Fréttamynd

Látum verkin tala í Garða­bæ

Kæru Garðbæingar.Nú er komið að lokasprettinum í kosningabaráttunni. Við í Miðflokknum, höfum farið fram með mörg sterk málefni og verið samkvæm sjálfum okkur.

Skoðun
Fréttamynd

Para­dís hjól­reiða­fólks eða slysa­gildra?

Álftanes er ein af náttúruperlum höfuðborgarsvæðisins. Svo vinsæl er hún að það er algeng sjón að sjá tugi vegfarenda, jafnvel hundruði, fara um Álftanesveginn og samhliða honum; gangandi, hlaupandi, eða hjólandi.

Skoðun
Fréttamynd

Tölum um tölur

Nú keppast bæjarfulltrúar og frambjóðendur í Garðabæ við að skrifa greinar um allt það sem ætlunin er að gera í bænum næstu fjögur árin. Það er mikið talað um leikskólamál, sundlaugar og aðstöðu til íþróttaiðkunnar. Engin umræða hefur verið um fjármál bæjarins.

Skoðun
Fréttamynd

Far­sæl börn á höfuð­borgar­svæðinu

Á laugardaginn fara fram sveitarstjórnarkosningar og er mikilvægt að hver og einn einstaklingur kjósi þá forystu sem viðkomandi vill sjá í sínu nærumhverfi. Sveitarstjórnir landsins stýra og/eða framkvæma stóran hluta af þeirri þjónustu sem við, sem íbúar á Íslandi, njótum í nærumhverfi okkar daglega og því mikilvægt að við nýtum öll okkar raddir á laugardaginn og höfum áhrif á næstu fjögur ár.

Skoðun
Fréttamynd

Hjól í skjól og hollur morgunmatur

Hin fullkomnu sveitarstjórnarmál. Einfaldar breytingar sem bæta líf íbúa, gera hversdagsleikann léttari og sem enginn vill vera án þegar þær hafa fest sig í sessi. Tillögur sem munu auðvelda líf Garðbæinga og sem Garðabæjarlistinn ætlar að koma til framkvæmda í samfélaginu okkar á næsta kjörtímabili.

Skoðun
Fréttamynd

Til móts við nýja tíma í Garða­bæ

Við höfum góða sögu í Garðabæ. Samfélagið okkar hefur eflst og dafnað í gegnum tíðina undir forystu okkar í Sjálfstæðisflokknum og rekstur bæjarins er traustur. Fólk vill búa í Garðabæ því það veit að hér er gott, öflugt og traust samfélag og bæjarbúar eru ánægðari með þjónustuna en víðast annars staðar.

Skoðun
Fréttamynd

Hvers virði eru 13.200 mínútur?

Mikið er rætt um bættar samgöngur í Garðabæ og bætta samgönguinnviði. Umferðarþungi milli Garðabæjar og Reykjavíkur er viðvarandi vandamál. Flestir íbúar Garðabæjar þurfa að sækja vinnu eða nám til Reykjavíkur. Sá tími sem tekur að aka í mikilli umferð til og frá vinnu skerðir lífsgæði fjölskyldna í bæjarfélaginu. Þessi mikli akstur er einnig mjög óumhverfisvænn og stækkar kolvetnisspor bæjarins til muna.

Skoðun
Fréttamynd

Lúxusvandamál eða gleymt hverfi

Á síðustu árum hefur Garðabær stækkað ört eða um tæp 5%. Fjölgunin er einna helst komin til með nýja vistvæna hverfinu í Urriðaholti sem nú er yngsta hverfið í Garðabæ.

Skoðun
Fréttamynd

Tón­listin á næsta leik - 284 börn á bið­lista

Tónlistarskólakerfið á Íslandi eins og við þekkjum það í dag er að þakka framsýnum og snjöllum menntamálaráðherra, Gylfa Þ. Gíslasyni, sem kom því á í sinni ráðherratíð á sjöunda áratug síðustu aldar.

Skoðun