Hafnarfjörður

Fréttamynd

Áttmenningar ákærðir fyrir milljónasvik á Ábyrgðasjóði

Sjö karlmenn og ein kona eru ákærð fyrir að hafa með ólögmætum hætti haft fjármuni af Ábyrgðarsjóði launa. Talið er að heildarávinningur af brotunum nemi um sautján milljónum króna. Fólkið er ýmist ákært fyrir brotin eða hlutdeild í þeim. Á meðal hinna ákærðu eru feðgar og mæðgin.

Innlent
Fréttamynd

Hafnar­fjarðar­bær hyggst gefa ný­burum krútt­­körfur

Nýbakaðir foreldrar í Hafnarfirði mega með haustinu vænta þess að fá svokallaða krúttkörfu frá bænum sem inniheldur allar helstu nauðsynjar fyrir barnið á borð við samfellur, smekki og bleyjur. Ágúst Bjarni Garðarsson, formaður bæjarráðs í Hafnarfirði segir þetta vera leið til þess að taka á móti nýjum íbúum með táknrænni hætti en hefur verið gert hingað til.

Innlent
Fréttamynd

Fjórir laumu­far­þegar fluttir í sótt­varna­hús

Fjórir laumufarþegar voru um borð í skipi sem kom til hafnar í Straumsvík þann 8. júlí síðastliðinn. Mennirnir dvelja nú í sóttvarnarhúsi en talið er að þeir hafi komið um borð í skipið í Senegal um mánaðamótin maí/júní.

Innlent
Fréttamynd

Tækniskólinn í Hafnar­fjörð

Fram­­tíðar­­lausn á hús­­næðis­vanda Tækni­­­skólans hefur verið fundin og hafa allir sem koma að málinu sam­mælst um hana. Hún er í formi nýs hús­­næðis við Suður­höfnina í Hafnar­­firði.

Innlent
Fréttamynd

Segja lög­reglu hafa beitt raf­byssu og eytt mynd­böndum sjónar­votta

Tveir palestínskir flótta­menn voru hand­teknir í mót­töku Út­lendinga­stofnunar í gær eftir að þeir höfðu verið boðaðir þangað til að sækja bólu­setningar­vott­orð sín. Þeir voru fluttir af staðnum með valdi og sendir úr landi í morgun. Sjónar­vottur sakar lög­reglu um að hafa tekið af sér símann og eytt mynd­bandi sem var tekið upp.

Innlent
Fréttamynd

Kynntu fyrirhugaðar stofnvegaframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu

Betri samgöngur ohf. og Vegagerðin halda í dag fund þar sem farið verður yfir þær stofnvegaframkvæmdir sem fyrirhugaðar eru á höfuðborgarsvæðinu næstu árum. Um er að ræða kynningarfund um stofnvegaframkvæmdir Samgöngusáttmálans og verður streymt frá fundinum í beinni útsendingu.

Innlent
Fréttamynd

„Ég er með gott fréttanef“

Nítján ára fréttafíkill og vinkona hans hafa stofnað nýjan fréttamiðil á samfélagsmiðlinum Instagram, Fréttir með Finnboga, og ætla að flytja fréttir úr Hafnarfirði í allt sumar. Fréttamaðurinn hefur þó mestan áhuga á hamfarafréttum og segist vera með mjög gott fréttanef.

Innlent
Fréttamynd

Fjölgun starfa, fram­kvæmdir og menning í Hafnar­firði

Í lok maí samþykkti bæjarráð Hafnarfjarðar áframhaldandi aðgerðir vegna Covid19 sem eru til þess fallnar að styðja enn frekar við íbúa og atvinnulíf í bæjarfélaginu. Aðgerðirnar eru aukin fjárframlög til fjölgunar starfa, til innviðauppbyggingar og til sérstakra menningarviðburða sumarið 2021.

Skoðun
Fréttamynd

Hálfur álfur í Hellisgerði á sjómannadaginn

Landsmenn bíða margir spenntir eftir hátíðahöldum sumarsins eftir langan og óvenjulegan vetur. Það eru þó ekki eingöngu mennskir Íslendingar sem hlakka til að sletta úr klaufunum, sjálfir álfarnir í Hellisgerði í Hafnarfirði virðast hafa fengið nóg af slökun og bjóða því til mikillar gleði í garðinum á sunnudaginn.

Lífið
Fréttamynd

Skammbyssa reyndist Stjörnustríðs geislabyssa

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gær tilkynning um einstakling með skammbyssu í Hafnarfirði. Þegar betur var að gáð kom hins vegar í ljós að um var að ræða eftirlíkingu af Star Wars geislabyssu.

Innlent
Fréttamynd

Dönsk skip flytja koltvísýring til förgunar á Íslandi

Samið hefur verið um að danska skipafélagið Dan-Unity CO2 sjái um flutning á koltvísýringi til förgunar í fyrirhugaðri miðstöð Carbfix í Straumsvík. Siglingarnar eiga að hefjast árið 2025 en stefnt er að því að farga allt að þremur milljónum tonna af koltvísýringi árlega árið 2030.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fram­­kvæmd Suður­ne­sja­línu 2 í upp­­­námi

Fyrir­huguð fram­kvæmd Lands­nets á Suður­ne­sja­línu 2 er komin í upp­nám að sögn upp­lýsinga­full­trúa Lands­nets, Steinunnar Þor­steins­dóttir. Þetta kemur þeim sem fylgst hafa með málinu kannski ekki á ó­vart en það hefur farið fram og til baka í kerfinu síðan árið 2008, þegar leggja átti svo­nefnda Suð­vestur­línu.

Innlent