Innlent

Fjöldi bíla skemmdist þegar dýnamít sprakk á vinnu­svæði

Árni Sæberg skrifar
Sprengingin varð þegar unnið var að fleygin í klöpp. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Sprengingin varð þegar unnið var að fleygin í klöpp. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm

Snemma í morgun varð sprenging í Hafnarfirði sem olli skemmdum á um tug ökutækja. Skemmdir urðu einnig á vinnuvélum.

Sprengingin varð þegar unnið var að fleygun í klöpp sem í leyndist ósprungið dýnamít. Í dagbók lögreglu segir að mesta mildi hafi verið að ekki hafi orðið slys á fólki en ekki hafi miklu mátt muna.

Þá segir að tvö umferðarslys hafi orðið á höfuðborgarsvæðinu í dag. Það fyrra varð á Reykjanesbraut um hádegisbil þegar bifhjólamaður féll af hjóli sínu. Maðurinn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar.

Þá hlúðu sjúkraflutningamenn að ökumanni rafhlaupahjóls sem ekið hafði ofan í ræsi og fallið við það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×