Mosfellsbær

Fréttamynd

Fundu skamm­byssu í fjörunni í mið­bænum

Lögreglan fann gamla skammbyssu í fjörunni í hverfi í 101 Reykjavík í dag. Hún reyndist ónýt eftir langa dvöl í sjónum. Þá fannst gamall peningakassi utandyra í vesturbænum sem einnig reyndist ónýtur.

Innlent
Fréttamynd

Undur­fagurt og heillandi ein­býli í Mos­fells­bæ

Við Byggðarholt í Mosfellsbæ er að finna einstaklega fallegt 180 fermetra einbýlishús á einni hæð sem var byggt árið 1977. Húsið er innréttað á sjarmerandi máta og fengið heilmikla yfirhalningu og endurbætur á síðustu árum með tilliti til hins upprunalega byggingarstíls. 

Lífið
Fréttamynd

Tíu berjast um hverja lóð í út­sýnis­hlíð í Mos­fells­bæ

Í nýafstöðnu lóðaútboði í Mosfellsbæ bárust 389 umsóknir um 39 lóðir, en auglýstar voru 30 einbýlishúsalóðir, 8 parhúsalóðir og ein fjögurra eininga raðhúsalóð. Lóðirnar eru í suðurhlíðum í Helgafellslandinu. Bæjarstjóri segist gríðarlega ánægður með eftirspurnina.

Innlent
Fréttamynd

Palestínu­fánar í Mos­fells­bæ vekja upp mis­góð við­brögð

Í gær birti Hanna Símonardóttir mynd á X, áður Twitter, þar sem sjá má nokkra Palestínufána blakta ásamt fána með merki Mosfellsbæjar og íslenska fánanum. Yfirskrift Hönnu var „dagurinn sem Mosfellsbær varð öðrum til fyrirmyndar“, en færslan hefur vakið misgóð viðbrögð.

Innlent
Fréttamynd

Hópur ung­menna réðst á starfs­mann veitinga­staðar

Hópur ungmenna réðust á starfsmann veitingastaðar í Mosfellsbæ í gærkvöldi eða nótt. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar. Þar segir að málið hafi verið afgreitt með aðkomu foreldra og að barnavernd hafi verið upplýst um málið.

Innlent
Fréttamynd

Batt á sig klút til heiðurs Höllu

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir hélt ekki kosningavöku líkt og venjan er hjá þeim sem eru í forsetaframbjóðendum. Þess í stað fór hún heim til vinar síns og hafði það rólegt. Slökkt var á sjónvarpinu og rauluðu gestir Kumbaya, My Lord. 

Innlent
Fréttamynd

Skrifuðu bók um Sól­rúnu Öldu og brunann í Máva­hlíð

Nemendur í 6. bekk Varmárskóla afhentu í gær Sólrúnu Öldu Waldorff bók sem þeir sömdu um batagöngu hennar síðan hún slasaðist alvarlega í eldsvoða fyrir nokkrum árum. Fram kemur í tilkynningu um bókina að Sólrún Alda hafi heimsótt skólann fyrr í vetur og sagt nemendum sögu sína. Heimsóknin hafi verið liður í verkefni um eldvarnir.

Lífið
Fréttamynd

Byrjuðu saman sex árum eftir fyrstu skila­boðin

Ástarsaga Jóhönnu Helgu Jensdóttur, áhrifavalds og útvarpskonu á FM957, og Geirs Ulrich Skaftasonar viðskiptastjóra hjá Isavia á sér langan aðdraganda þar sem þau voru vinir um nokkurra ára skeið áður en þau felldu hugi saman.

Makamál
Fréttamynd

Hundar mæta í vinnuna með eig­endum sínum

Það færist sífellt í vöxt að dýr séu notuð í meðferðum með börnum til að bæta lífsgæði þeirra, ekki síst hundar. Gott dæmi um þetta er sálfræðingur í Reykjavík, sem ætlar sér að nýta sinn hund í tímum með skjólstæðingum sínum og í Fossvogsskóla mætir hundur tvisvar í viku með eiganda sínum í vinnuna.

Lífið
Fréttamynd

Útimarkaðurinn í Mosó hættir

Ákveðið hefur verið að úti­mark­aði Mosskóga í Mosfellsdal, þar sem hægt hefur verið að kaupa varn­ing frá rækt­end­um og framleiðend­um í ná­grenn­inu, verði hætt nú í sumar.

Innlent
Fréttamynd

Fundu hræ fimm hvolpa í Mos­fells­bæ

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fann poka í Mosfellsbæ í dag þar sem finna mátti hræ fimm hvolpa. Matvælastofnun hefur verið gert viðvart og grunur er um brot á lögum um velferð dýra.

Innlent
Fréttamynd

Mos­fells­bær kom út í plús

Afgangur af rekstri Mosfellsbæjar fyrir árið 2023 nam 341 milljón króna. Þetta kom í ljós í dag þegar ársreikningur var lagður fram á fundi bæjarráðs. 

Innlent
Fréttamynd

Töskurnar fundust tómar á þremur mis­munandi stöðum

Þjófar sem taldir eru hafa stolið spilakassafé að andvirði hátt í þrjátíu milljóna króna ganga enn lausir og peningarnir hafa heldur ekki fundist. Töskurnar sjö sem geymdu fjármunina eru allar fundnar. Tvær fundust við Lágafellskirkju í Mosfellsbæ, ein við Bugðufljót og fjórar úti í móa uppi við Esjumela.

Innlent
Fréttamynd

Fundu rangan bíl með rétt skráningar­númer

Heimir Ríkharðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni í Kópavogi, segir að litlar sem engar upplýsingar séu til staðar um þá tvo sem áttu í hlut í ráni á peningaflutningabíl í Hamraborg í Kópavogi í gærmorgun.

Innlent
Fréttamynd

Yngstu börnin inn­rituð í Garða­bæ og Mos­fells­bæ

Á höfuðborgarsvæðinu er nú unnið að því að innrita börn í leikskóla fyrir bæði næsta haust og sum þetta vorið. Um er að ræða árganga barna sem fæddust árin 2022 og 2023 en misjafnt er eftir sveitarfélögum hversu langt þau ná inn í árið 2023. 

Innlent
Fréttamynd

Heim­sókn í kakókastala Helga Jean

Í síðasta þætti af Heimsókn leit Sindri Sindrason við hjá Helga Jean Claessen í Mosfellsbænum sem tók hús sitt í gegn og byrjuðu framkvæmdir árið 2019.

Lífið