Vogar Kortleggja minjar sem gætu farið undir hraun Friðaðar og friðlýstar minjar, þar á meðal bæjarstæði, hús og kirkjur, gætu farið undir hraun ef gos hæfist á Reykjanesi. Minjastofnun hefur kortlagt hvaða menningarminjar sem hún hefur á skrá séu í hættu út frá nýjasta spálíkani eldfjallafræði- og náttúruváhóps Háskóla Íslands. Innlent 3.3.2021 17:31 Lögregla vaktar veginn við Keili Lögregla stendur nú vaktina á Reykjanesbrautinni við afleggjarann að fjallinu Keili. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sagði á upplýsingafundinum í dag að vísindafólk og almannavarnir þyrftu vinnufrið á svæðinu. Ekkert væri að sjá í augnablikinu, gos væri ekki hafið. Innlent 3.3.2021 16:18 Heyra hvorki drunur né finna skjálfta Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri í Vogum segir í samtali við Vísi að hann hafi ekki fundið fyrir neinum óróa. Engar drunur heyrist og jörð hafi varla skolfið frá því um hádegi í gær. Innlent 3.3.2021 15:46 Fólkið sem leitað var að við Keili komið í leitirnar Kona sem leitað var að skammt frá Keili á Reykjanesskaga er kominn í leitirnar. Hún varð viðskila við samstarfsmann sinn hjá Veðurstofu Íslands, en hann fannst fyrr í dag. Innlent 2.3.2021 18:46 Þyrla Gæslunnar aðstoðar við leit að manni sunnan við Keili Björgunarsveitir af Suðurnesjum studdar þyrlu Landshelgisgæslunnar leita nú karlmanns sem varð viðskila við konu sem var með honum á ferð sunnan við Keili í dag. Konan fannst eftir leit en björgunarsveitir telja sig vita staðsetningu mannsins. Innlent 2.3.2021 17:59 Telur kviku á sjö kílómetra dýpi vera að þrýsta sér upp Jarðskjálfti upp á 5,1 stig með upptök við Keili varð um hálffimmleytið nú síðdegis. Hann er sá öflugasti í dag í hinni miklu hrinu sem nú skekur suðvesturhorn Íslands og ekkert lát virðist á. Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur segir hrinuna núna skýrustu vísbendingu á síðari árum um að við séum að nálgast nýtt eldgosatímabil á Reykjanesskaga. Innlent 1.3.2021 22:06 Rýmingaráætlun ekki tilbúin en flóttaleiðir þó margar og greiðar Bæjarstjóri í Vogum hefði gjarnan viljað að rýmingaráætlun fyrir Suðurnes væri tilbúin, nú þegar jarðskjálftar skekja svæðið. Sem betur fer séu þó greiðar flóttaleiðir frá Vogum til margra átta, komi til eldgoss. Þá séu jarðskjálftarnir alltaf jafnóþægilegir þegar þeir ríða yfir. Innlent 1.3.2021 15:28 Ómögulegt að spá fyrir um framhaldið en „fólk getur verið rólegt heima hjá sér“ „Málið var nú fyrst og fremst að bera saman bækur, þannig að allir væru á sömu blaðsíðu,“ segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur um fund Vísindamannaráðs almannavarna sem lauk síðdegis. Innlent 27.2.2021 18:19 Samkvæmt spá um hraunflæði myndi það ekki ógna byggð Líklegustu eldgosasvæði vegna skjálftahrinunnar á Reykjanesi eru talin suður af Keili og í áttina að Þorbirni. Þetta kemur fram í spá Eldfjallafræði og náttúruváhóps Háskóla Íslands. Samkvæmt spá um hraunflæði myndi það ekki ógna byggð en gæti flætt yfir Reykjanesbraut. Innlent 27.2.2021 12:15 Hættustigi lýst yfir Hættustigi almannavarna hefur verið lýst yfir á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi vegna öflugrar jarðskjálftahrinu sem gengur nú yfir. Hættustigið er sett á til að samhæfa aðgerðir ýmissa verklagsaðila og stofnana og hefur ekki áhrif á almenning. Enn fremur er það sett á ef heilsu og öryggi manna, umhverfis eða byggðar er ógnað af náttúru- eða mannavöldum en ekki svo alvarlegar að um neyðarástand sér að ræða. Innlent 24.2.2021 14:01 Suðvesturhornið nötrar og stærsti skjálftinn 5,7 að stærð Jörð hefur skolfið á suðvesturhorni landsins í morgun og virðist ekkert lát á skjálftavirkni. Fyrstu skjálftar fundust upp úr klukkan tíu og enn skelfur jörð þegar klukkan er að verða ellefu. Skjálftar hafa fundist á höfuðborgarsvæðinu, vestur í Stykkishólm og austur á Helllu. Innlent 24.2.2021 10:07 „Eins og fangar í búri“ þegar brotist var inn í húsbílinn Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað þýskan ferðamann af ákæru um stórfellda líkamsárás á mann sem reyndi að brjótast inn í Volkswagen Caddy húsbíl ferðamannsins og kærustu hans sem hafði verið lagt á bílastæði við hringtorg á mótum Reykjanesbrautar og Grindavíkurvegar febrúarnótt á síðasta ári. Innlent 5.2.2021 17:00 Rotaðist í fjallgöngu í skjálftanum Jarðskjálfti og rothögg voru ekki ofarlega í huga Benedikts Þórðar Jakobssonar sem skellti sér í fjallgöngu með hundi sínum á Keili á Reykjanesi eftir hádegið í gær. Innlent 21.10.2020 15:26 Einn stærsti skjálftinn á Reykjanesi í þrjátíu ár Náttúruvársérfræðingur segir að engin merki séu um gosóróa í tengslum við stóran jarðskjálfta sem varð á Reykjanesi á öðrum tímanum í dag. Innlent 20.10.2020 15:13 Hermann áfram í Vogunum Hermann Hreiðarsson verður áfram þjálfari Þróttar Vogum en hann hefur náð góðum árangri með liðið. Íslenski boltinn 19.10.2020 12:45 Þeim fjölgar hratt sem eru í sóttkví á Suðurnesjum Alls eru nú 25 í einangrun á svæðinu, smitaðir af kórónuveirunni og 145 eru í sóttkví, að því er fram kemur stöðuskýrslu almannavarna síðdegis í dag. Innlent 13.10.2020 23:46 Hvetur höfuðborgarbúa til að sýna skynsemi Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum hvetur höfuðborgarbúa til að sýna skynsemi og ferðast ekki út fyrir höfuðborgarsvæðið að óþörfu. Innlent 8.10.2020 20:36 Staðan slæm á Suðurnesjum þar sem raðir hafi myndast eftir fjárhags- og mataraðstoð Atvinnuleysið á Suðurnesjum er slæmt og á bara eftir að versna segir formaður verkalýðsfélags. Margir nái ekki endum saman og raðir hafi myndast eftir fjárhags- og mataraðstoð. Innlent 29.8.2020 18:30 David James aðstoðaði Hermann í Vogunum Það vantaði ekki reynsluna í þjálfarateymi Þróttar úr Vogum í 2. deildinni í gær. Íslenski boltinn 18.7.2020 12:01 Bjóða út umhverfismat og hönnun vegna breikkunar Reykjanesbrautar Vegagerðin hefur boðið út umhverfismat og hönnun vegna breikkunar 5,6 kílómetra langs kafla Reykjanesbrautar milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns. Þetta yrði síðasti kaflinn til að breikka í fjórar akreinar á leiðinni milli Hafnarfjarðar og Njarðvíkur. Innlent 26.6.2020 13:54 Björgunarsveitir kallaðar út vegna fiskikars Björgunarsveitir í Vogum og Reykjanesbæ voru kallaðar út um klukkan 21:20 eftir að tilkynning barst frá íbúa í Vogum um hlut sem sést hafði í sjónum um 300 metra frá landi. Innlent 23.6.2020 22:48 Hefja framkvæmdir við nýja byggð á Vatnsleysuströnd Framkvæmdir eru hafnar við nýtt íbúðahverfi í Vogum á Vatnsleysuströnd fyrir allt að 2.500 manna byggð. Bæjarstjórinn segir hverfið vel í sveit sett miðja vegu milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkursvæðisins. Innlent 20.6.2020 08:10 Munu ekki geta staðið undir lögbundinni þjónustu Ráðherra sveitarstjórnarmála segir ljóst að einhver sveitarfélög muni þurfa á aðstoð á halda. Innlent 17.5.2020 20:25 Olíuleki í flutningabíl olli teppu á Reykjanesbraut Innlent 7.5.2020 17:30 Suðurnesjamenn kalla eftir því að ríkisstjórnin ráðist í frekari aðgerðir Suðurnes hafa farið einna verst út úr þeirri niðursveiflu sem nú ríður yfir landið vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar og hafa sumir íbúar kallað eftir sértækum ríkisaðgerðum á svæðinu. Innlent 6.4.2020 13:24 Reykjanesbraut og Biskupsbeygja meðal þess sem flýta á í vegagerð Breikkun Reykjanesbrautar á ólokna kaflanum framhjá Straumsvík milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns er meðal þeirra verkefna í vegagerð sem fá flýtifé, samkvæmt tillögu ríkisstjórnarinnar. Innlent 26.3.2020 15:16 Myndband sýnir björgun slasaðra skipverja frá upphafi til enda Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti tvo slasaða skipverja í erlent flutningaskip á laugardag sem statt var norður af Reykjanesi. Innlent 17.2.2020 15:58 „Mitt mat er að það verði alls ekki óbyggilegt á Reykjanesskaganum“ Vísindaráð almannavarna kom saman til fundar í dag vegna nýjustu gagna úr mælingum við Þorbjörn og Svartsengi. Innlent 30.1.2020 19:08 Ekki til viðbragðsáætlun vegna heita vatnsins á Suðurnesjum Ekki eru til neinar áætlanir um það hvernig bregðast skuli við því ef framboð á heitu vatni stöðvast til sveitarfélaga á Suðurnesjum vegna jarðhræringa eða eldsumbrota. Innlent 29.1.2020 07:52 Hér telur jarðeðlisfræðingurinn líklegast að gossprungan opnist Komi til eldgoss þykir líklegast að það verði á sprungu norðvestan Þorbjarnar. Þá myndi fjallið virka eins og varnargarður fyrir Grindvíkinga. Innlent 28.1.2020 20:44 « ‹ 4 5 6 7 8 9 … 9 ›
Kortleggja minjar sem gætu farið undir hraun Friðaðar og friðlýstar minjar, þar á meðal bæjarstæði, hús og kirkjur, gætu farið undir hraun ef gos hæfist á Reykjanesi. Minjastofnun hefur kortlagt hvaða menningarminjar sem hún hefur á skrá séu í hættu út frá nýjasta spálíkani eldfjallafræði- og náttúruváhóps Háskóla Íslands. Innlent 3.3.2021 17:31
Lögregla vaktar veginn við Keili Lögregla stendur nú vaktina á Reykjanesbrautinni við afleggjarann að fjallinu Keili. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sagði á upplýsingafundinum í dag að vísindafólk og almannavarnir þyrftu vinnufrið á svæðinu. Ekkert væri að sjá í augnablikinu, gos væri ekki hafið. Innlent 3.3.2021 16:18
Heyra hvorki drunur né finna skjálfta Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri í Vogum segir í samtali við Vísi að hann hafi ekki fundið fyrir neinum óróa. Engar drunur heyrist og jörð hafi varla skolfið frá því um hádegi í gær. Innlent 3.3.2021 15:46
Fólkið sem leitað var að við Keili komið í leitirnar Kona sem leitað var að skammt frá Keili á Reykjanesskaga er kominn í leitirnar. Hún varð viðskila við samstarfsmann sinn hjá Veðurstofu Íslands, en hann fannst fyrr í dag. Innlent 2.3.2021 18:46
Þyrla Gæslunnar aðstoðar við leit að manni sunnan við Keili Björgunarsveitir af Suðurnesjum studdar þyrlu Landshelgisgæslunnar leita nú karlmanns sem varð viðskila við konu sem var með honum á ferð sunnan við Keili í dag. Konan fannst eftir leit en björgunarsveitir telja sig vita staðsetningu mannsins. Innlent 2.3.2021 17:59
Telur kviku á sjö kílómetra dýpi vera að þrýsta sér upp Jarðskjálfti upp á 5,1 stig með upptök við Keili varð um hálffimmleytið nú síðdegis. Hann er sá öflugasti í dag í hinni miklu hrinu sem nú skekur suðvesturhorn Íslands og ekkert lát virðist á. Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur segir hrinuna núna skýrustu vísbendingu á síðari árum um að við séum að nálgast nýtt eldgosatímabil á Reykjanesskaga. Innlent 1.3.2021 22:06
Rýmingaráætlun ekki tilbúin en flóttaleiðir þó margar og greiðar Bæjarstjóri í Vogum hefði gjarnan viljað að rýmingaráætlun fyrir Suðurnes væri tilbúin, nú þegar jarðskjálftar skekja svæðið. Sem betur fer séu þó greiðar flóttaleiðir frá Vogum til margra átta, komi til eldgoss. Þá séu jarðskjálftarnir alltaf jafnóþægilegir þegar þeir ríða yfir. Innlent 1.3.2021 15:28
Ómögulegt að spá fyrir um framhaldið en „fólk getur verið rólegt heima hjá sér“ „Málið var nú fyrst og fremst að bera saman bækur, þannig að allir væru á sömu blaðsíðu,“ segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur um fund Vísindamannaráðs almannavarna sem lauk síðdegis. Innlent 27.2.2021 18:19
Samkvæmt spá um hraunflæði myndi það ekki ógna byggð Líklegustu eldgosasvæði vegna skjálftahrinunnar á Reykjanesi eru talin suður af Keili og í áttina að Þorbirni. Þetta kemur fram í spá Eldfjallafræði og náttúruváhóps Háskóla Íslands. Samkvæmt spá um hraunflæði myndi það ekki ógna byggð en gæti flætt yfir Reykjanesbraut. Innlent 27.2.2021 12:15
Hættustigi lýst yfir Hættustigi almannavarna hefur verið lýst yfir á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi vegna öflugrar jarðskjálftahrinu sem gengur nú yfir. Hættustigið er sett á til að samhæfa aðgerðir ýmissa verklagsaðila og stofnana og hefur ekki áhrif á almenning. Enn fremur er það sett á ef heilsu og öryggi manna, umhverfis eða byggðar er ógnað af náttúru- eða mannavöldum en ekki svo alvarlegar að um neyðarástand sér að ræða. Innlent 24.2.2021 14:01
Suðvesturhornið nötrar og stærsti skjálftinn 5,7 að stærð Jörð hefur skolfið á suðvesturhorni landsins í morgun og virðist ekkert lát á skjálftavirkni. Fyrstu skjálftar fundust upp úr klukkan tíu og enn skelfur jörð þegar klukkan er að verða ellefu. Skjálftar hafa fundist á höfuðborgarsvæðinu, vestur í Stykkishólm og austur á Helllu. Innlent 24.2.2021 10:07
„Eins og fangar í búri“ þegar brotist var inn í húsbílinn Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað þýskan ferðamann af ákæru um stórfellda líkamsárás á mann sem reyndi að brjótast inn í Volkswagen Caddy húsbíl ferðamannsins og kærustu hans sem hafði verið lagt á bílastæði við hringtorg á mótum Reykjanesbrautar og Grindavíkurvegar febrúarnótt á síðasta ári. Innlent 5.2.2021 17:00
Rotaðist í fjallgöngu í skjálftanum Jarðskjálfti og rothögg voru ekki ofarlega í huga Benedikts Þórðar Jakobssonar sem skellti sér í fjallgöngu með hundi sínum á Keili á Reykjanesi eftir hádegið í gær. Innlent 21.10.2020 15:26
Einn stærsti skjálftinn á Reykjanesi í þrjátíu ár Náttúruvársérfræðingur segir að engin merki séu um gosóróa í tengslum við stóran jarðskjálfta sem varð á Reykjanesi á öðrum tímanum í dag. Innlent 20.10.2020 15:13
Hermann áfram í Vogunum Hermann Hreiðarsson verður áfram þjálfari Þróttar Vogum en hann hefur náð góðum árangri með liðið. Íslenski boltinn 19.10.2020 12:45
Þeim fjölgar hratt sem eru í sóttkví á Suðurnesjum Alls eru nú 25 í einangrun á svæðinu, smitaðir af kórónuveirunni og 145 eru í sóttkví, að því er fram kemur stöðuskýrslu almannavarna síðdegis í dag. Innlent 13.10.2020 23:46
Hvetur höfuðborgarbúa til að sýna skynsemi Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum hvetur höfuðborgarbúa til að sýna skynsemi og ferðast ekki út fyrir höfuðborgarsvæðið að óþörfu. Innlent 8.10.2020 20:36
Staðan slæm á Suðurnesjum þar sem raðir hafi myndast eftir fjárhags- og mataraðstoð Atvinnuleysið á Suðurnesjum er slæmt og á bara eftir að versna segir formaður verkalýðsfélags. Margir nái ekki endum saman og raðir hafi myndast eftir fjárhags- og mataraðstoð. Innlent 29.8.2020 18:30
David James aðstoðaði Hermann í Vogunum Það vantaði ekki reynsluna í þjálfarateymi Þróttar úr Vogum í 2. deildinni í gær. Íslenski boltinn 18.7.2020 12:01
Bjóða út umhverfismat og hönnun vegna breikkunar Reykjanesbrautar Vegagerðin hefur boðið út umhverfismat og hönnun vegna breikkunar 5,6 kílómetra langs kafla Reykjanesbrautar milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns. Þetta yrði síðasti kaflinn til að breikka í fjórar akreinar á leiðinni milli Hafnarfjarðar og Njarðvíkur. Innlent 26.6.2020 13:54
Björgunarsveitir kallaðar út vegna fiskikars Björgunarsveitir í Vogum og Reykjanesbæ voru kallaðar út um klukkan 21:20 eftir að tilkynning barst frá íbúa í Vogum um hlut sem sést hafði í sjónum um 300 metra frá landi. Innlent 23.6.2020 22:48
Hefja framkvæmdir við nýja byggð á Vatnsleysuströnd Framkvæmdir eru hafnar við nýtt íbúðahverfi í Vogum á Vatnsleysuströnd fyrir allt að 2.500 manna byggð. Bæjarstjórinn segir hverfið vel í sveit sett miðja vegu milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkursvæðisins. Innlent 20.6.2020 08:10
Munu ekki geta staðið undir lögbundinni þjónustu Ráðherra sveitarstjórnarmála segir ljóst að einhver sveitarfélög muni þurfa á aðstoð á halda. Innlent 17.5.2020 20:25
Suðurnesjamenn kalla eftir því að ríkisstjórnin ráðist í frekari aðgerðir Suðurnes hafa farið einna verst út úr þeirri niðursveiflu sem nú ríður yfir landið vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar og hafa sumir íbúar kallað eftir sértækum ríkisaðgerðum á svæðinu. Innlent 6.4.2020 13:24
Reykjanesbraut og Biskupsbeygja meðal þess sem flýta á í vegagerð Breikkun Reykjanesbrautar á ólokna kaflanum framhjá Straumsvík milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns er meðal þeirra verkefna í vegagerð sem fá flýtifé, samkvæmt tillögu ríkisstjórnarinnar. Innlent 26.3.2020 15:16
Myndband sýnir björgun slasaðra skipverja frá upphafi til enda Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti tvo slasaða skipverja í erlent flutningaskip á laugardag sem statt var norður af Reykjanesi. Innlent 17.2.2020 15:58
„Mitt mat er að það verði alls ekki óbyggilegt á Reykjanesskaganum“ Vísindaráð almannavarna kom saman til fundar í dag vegna nýjustu gagna úr mælingum við Þorbjörn og Svartsengi. Innlent 30.1.2020 19:08
Ekki til viðbragðsáætlun vegna heita vatnsins á Suðurnesjum Ekki eru til neinar áætlanir um það hvernig bregðast skuli við því ef framboð á heitu vatni stöðvast til sveitarfélaga á Suðurnesjum vegna jarðhræringa eða eldsumbrota. Innlent 29.1.2020 07:52
Hér telur jarðeðlisfræðingurinn líklegast að gossprungan opnist Komi til eldgoss þykir líklegast að það verði á sprungu norðvestan Þorbjarnar. Þá myndi fjallið virka eins og varnargarður fyrir Grindvíkinga. Innlent 28.1.2020 20:44