Reykjavík

Fréttamynd

Dóms­mála­ráð­herra stendur vörð um djammið

Eigendur skemmtistaða í miðbænum telja málflutning lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, um að sjá megi ávinning af styttri opnunartíma skemmtistaða vegna faraldursins, byggja á veikum forsendum. Lögreglan hefur kallað eftir samtali við hagsmunaaðila í miðborginni um endurskoðun á opnunartíma. Dómsmálaráðherra segir af og frá að reglum verði breytt á þessum forsendum.

Innlent
Fréttamynd

Bókaþyrstir skáluðu í opnunarteiti Sölku

Salka hefur opnað nýja bókabúð á Hverfisgötu. Í henni má finna bækur íslenskra útgefenda og einnig úrval erlendra bóka. Eigendur Sölku eru Anna Lea Friðriksdóttir og Dögg Hjaltalín en þær eru alvanar bóksölu og kynntust meira að segja í bókabúð.

Lífið
Fréttamynd

„Guð forði okkur frá því að verði byggt þarna“

Ný landfylling í Sundahöfn er mikið deilumál og eru íbúar í Laugarnesi ekki parsáttir við það að verið sé að bæta í fyllinguna þessa dagana. Áætlanir eru uppi um að nýjar höfuðstöðvar Faxaflóahafna rísi þar sem verið er að koma landfyllingunni niður og eru íbúar á svæðinu áhyggjufullir um að náttúru- og útsýnisspjöll fylgi þessari uppbyggingu.

Innlent
Fréttamynd

Útvistun ábyrgðar

Sömu kjör fyrir sömu störf eru einkunnarorð í jafnlaunastefnu borgarinnar. Það nær greinilega ekki til starfsfólks Strætó bs. þar sem réttindi og kjör vagnstjóra eru ólík eftir því hvaða fyrirtæki ræður þau til starfa.

Skoðun
Fréttamynd

Síðasta ár sýni á­vinning af styttri opnunar­tíma skemmti­staða

Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, kallar eftir samtali við hagsmunaaðila í miðborginni um endurskoðun á opnunartíma skemmtistaða. Hann segist hafa séð dramatíska breytingu síðasta árið, á þeim brotum sem lögregla sinnir venjulega um helgar.

Innlent
Fréttamynd

Leggur til að öryggis­mynda­vélar verði settar upp á leik­völlum borgarinnar

Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, lagði það til á fundi mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs borgarinnar í síðustu viku að settar verði upp myndavélar á öllum leikvöllum borgarinnar. Þetta lagði hún til í kjölfar fregna um að tilraun hafi verið gerð til að nema unga stúlku á brott af leikvelli í Grafarvogi í síðustu viku.

Innlent
Fréttamynd

Maðurinn ekki lengur talinn í bráðri lífs­hættu en honum haldið sofandi

Maðurinn sem ráðist var á með eggvopni á aðfaranótt sunnudags er ekki talinn í bráðri lífshættu lengur. Honum er þó haldið sofandi á gjörgæsludeild Landspítala. Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu. 

Innlent
Fréttamynd

Von á til­kynningu frá lög­reglu vegna hnífs­tungu­á­rásar

Karlmaður um tvítugt, sem ráðist var á með hnífi í miðbæ Reykjavíkur á aðfaranótt sunnudags, er enn á sjúkrahúsi. Ástand hans var talið lífshættulegt í gær en lögregla hefur ekki viljað gefa upplýsingar um stöðu hans í dag, það sem af er degi. Von er á tilkynningu eftir hádegið vegna málsins.

Innlent
Fréttamynd

Blómstrandi Breið­holt í sumar

Breiðholtið mun blómstra í sumar en styrkir Sumarborgarinnar 2021 munu sjá til þess að fjölbreyttir viðburðir og uppákomur verða að veruleika víðsvegar um hverfið.

Skoðun
Fréttamynd

Telur upp­setningu öryggis­mynda­véla á leik­völlum var­huga­verða

47 tælingarmál hafa verið tilkynnt til lögreglu frá árinu 2019 til dagsins í dag. Deildarsérfræðingur í upplýsinga- og áætlanadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að við skoðun á alvarleika þessara mála í gegnum tíðina hafi innan við 10% málanna verið flokkuð sem miðlungs alvarleg eða alvarleg.

Innlent
Fréttamynd

Ungir ökumenn á ógnarhraða

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast við umferðareftirlit í gærkvöldi og nótt. Fimm ökumenn voru til að mynda stöðvaðir í Seljahverfi í kjölfar hraðamælingar en þeir reyndust á 83-89 km/klst þar sem hámarkshraði er 50 km/klst.

Innlent
Fréttamynd

Í lífs­hættu eftir hnífs­tungu­á­rás í mið­bænum í nótt

Einn er í lífshættu eftir hnífstunguárás í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Einstaklingurinn er á gjörgæslu eftir að hafa verið stunginn í kviðinn en sá grunaði var handtekinn í morgun og er nú í haldi lögreglu. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu.

Innlent
Fréttamynd

Bættar samgöngur á höfuðborgarsvæðinu

Ríkisstjórnin fékk í liðinni viku samþykkta 120 milljón króna aukafjárveitingu til Strætó sem er í eigu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Undanfarin tíu ár hefur ríkissjóður styrkt Strætó um u.þ.b. 900 milljónir króna á ári.

Skoðun
Fréttamynd

Þrjár líkams­á­rásir til­kynntar til lög­reglu í nótt

Þrjár líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglu í nótt og gærkvöldi. Þær gerðust allar í miðbænum og tvær fyrir utan skemmtistaði í hverfinu. Í tveimur árásanna voru grunaðir handteknir og vistaðir í fangaklefa í þágu rannsóknarinnar. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Sex­tán ára drengur hand­tekinn fyrir vopna­laga­brot

Sextán ára gamall drengur var handtekinn á öðrum tímanum í nótt í Breiðholti grunaður um hótanir, brot á vopnalögum og brot gegn opinberum starfsmanni. Hann er sagður hafa verið að hóta fólki með eggvopni og er málið nú unnið með aðkomu föður drengsins og fulltrúa Barnaverndar. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Innlent