Reykjavík

Fréttamynd

Grunaðir um líkams­á­rás og vopna­laga­brot

Tilkynnt var um líkamsárás í Árbæ upp úr klukkan ellefu í gærkvöldi, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þrír menn voru handteknir grunaðir um árásina og brot á vopnalögum.

Innlent
Fréttamynd

Samfylkingin í Reykjavík fordæmir árásirnar

Stjórn Samfylkingarfélagsins í Reykjavík fordæmir þær árásir sem starfsstöðvar stjórnmálaflokka á Íslandi hafa orðið fyrir síðustu misserin sem og skotárás sem gerð var á einkabíl borgarstjóra.

Innlent
Fréttamynd

VG fordæmir skotárásirnar

Flokkráðsfundur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs fordæmir árásir við heimili borgarstjóra og höfuðstöðvar stjórnmálasamtaka.

Innlent
Fréttamynd

204 brautskráðir frá HR

204 nemendur voru brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík við tíu hátíðlegar athafnir í Hörpu í dag. Vegna samkomutakmarkanna var hátíðinni skipt upp í minni athafnir þar sem að hámarki tuttugu voru brautskráðir í hverri athöfn.

Innlent
Fréttamynd

Tveir verið handteknir í kjölfar skotárásarinnar

Tveir karlmenn hafa verið handteknir í tengslum við skotárásina á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Sá fyrri var handtekinn um miðja viku en á heimili hans fannst töluvert magn skotvopna, líkt og fréttastofa greindi frá í dag. Sá síðari er á fimmtugsaldri og var handtekinn í gær.

Innlent
Fréttamynd

Stúdentar á Vetrar­garði þurfa ekki að flytja á meðan samningur er í gildi

Félagsstofnun Stúdenta tilkynnti íbúum á Vetrargarði, Eggertsgötu 6-8, í gær að þeir muni ekki þurfa að flytja úr íbúðum sínum vegna framkvæmda fyrr en leigusamningar þeirra renna út. Íbúar töldu, vegna tölvupósts sem FS sendi á fimmtudaginn, að hluti þeirra þyrfti að yfirgefa íbúðir sínar í febrúar með einungis mánaðarfyrirvara.

Innlent
Fréttamynd

Sextán ára fangelsi fyrir morð í Úlfarsárdal

Arturas Leimontas, Lithái á sextugsaldri, hefur verið dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir að hafa banað landa sínum á sextugsaldri í Úlfarsárdal þann 8. desember 2019. Leimontas var sakfelldur fyrir að hafa hrint manninum fram af svölum á þriðju hæð fjölbýlishúss við Skyggnisbraut í Grafarholti.

Innlent
Fréttamynd

Óhugnanlegt hvað árásirnar hafa vakið lítil viðbrögð

„Við tölum um íslensk stjórnmál sem ónýt og um stjórnmálamenn sem gjörspillt illmenni og þetta endar bara í ofbeldi. Það svo stutt þarna á milli. Það er ofboðslega sorglegt að við skulum vera að missa samfélagið í þessa átt. Af því að þetta var ekki svona,“ segir Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur.

Innlent
Fréttamynd

„Orðræðan er mjög harkaleg og oft hatursfull“

„Ég fordæmi þessa árás og finnst hún alvarleg, því þarna er verið að beita skotvopnum fyrir utan heimili stjórnmálamanns. Ég lít þetta alvarlegum augum,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um skotárás á bíl borgarstjóra um liðna helgi sem lögregla hefur til skoðunar.

Innlent
Fréttamynd

Borgarstjóri fellur ekki undir lög um vernd æðstu stjórnar

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segist hafa rætt við og fundað með Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra vegna skotárásar á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra sem lögregla hefur til rannsóknar. Áslaug Arna lítur málið alvarlegum augum.

Innlent
Fréttamynd

Um­­ræða um berja­runna muni ekki breyta stefnu borgarinnar

Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir borgina seilast of langt inn í einkalíf fólks þegar deiliskipulag og skilmálar kveði á um hvernig íbúar eigi að hafa bakgarðinn sinn. Pawel Bartozek, borgarfulltrúi Viðreisnar og starfandi formaður skipulags- og samgönguráðs, segir að Sjálfstæðismenn hafi átt að gera athugasemdir áður en fulltrúar flokksins samþykktu umrætt deiliskipulag.

Innlent
Fréttamynd

Stúdentar þurfa að flytja með mánaðar­fyrir­vara og gætu þurft að greiða hærri leigu

Félagsstofnun Stúdenta tilkynnti íbúum Vetrargarða, við Eggertsgötu 6-8, með tölvupósti í dag að hafist yrði handa við framkvæmdir á húsnæðinu í byrjun mars. Hluti íbúa mun þurfa að yfirgefa íbúðir sínar í febrúar og mun fá íbúðir á vegum FS við Skógarveg í Fossvogi á meðan á framkvæmdunum stendur. Sumir munu þurfa að flytja í stærri og dýrari íbúðir og munu þeir þurfa að greiða fulla leigu af þeim sem íbúar gagnrýna.

Innlent
Fréttamynd

Fregnir af hvarfi konu orðum auknar

Erlend kona, sem lýst var eftir á samfélagsmiðlum í dag, er heil á húfi, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu á höfuðborgarsvæðinu á tíunda tímanum í kvöld. Lögregla segir fregnir af hvarfi konunnar orðum auknar.

Innlent
Fréttamynd

Mikill við­búnaður vegna elds í Fells­múla

Lið frá öllum slökkviliðsstöðvum höfuðborgarsvæðisins var kallað út um kvöldmatarleytið vegna elds í fjölbýlishúsi í Fellsmúla. Eldur kviknaði í íbúð í húsinu en húsráðendur komust sjálfir út. Slökkvistarfi lauk á áttunda tímanum.

Innlent
Fréttamynd

Degi afar brugðið vegna skotárásarinnar

Degi B. Eggertssyni borgarstjóra er afar brugðið vegna skotárásarinnar. Lögreglan hefur vaktað hús borgarstjóra frá því málið kom upp en hún hefur fundið byssukúlur í hurð bíls hans.

Innlent
Fréttamynd

Lítur lífið öðrum augum eftir brunann í Kaldaseli

Karlmaður sem missti húsið sitt í eldsvoða í Breiðholti á mánudagsmorgun segir atburðinn hafa markað mikil og djúpstæð áhrif á sig. Litlu hafi munað að hann yrði sjálfur bráð eldsins. Altjón varð þegar einbýlishús sem maðurinn hafði nýverið fest kaup á brann til kaldra kola.

Innlent
Fréttamynd

Rannsaka hvort skotið hafi verið á bíl borgarstjóra

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú hvort skotið hafi verið á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að skemmdir hafi verið unnar á bílnum og að málið sé litið mjög alvarlegum augum.

Innlent