Reykjavík

Fréttamynd

Öll sýni neikvæð á Grund

Öll sýni sem tekin voru hjá íbúum og starfsfólki á hjúkrunarheimilinu Grund eftir að smit greindist hjá starfsmanni reyndust neikvæð. 

Innlent
Fréttamynd

Vopnað rán og hópárás í miðbænum

Upp úr klukkan sjö í gærkvöldi barst lögreglu tilkynning um vopnað rán í verslun í miðbæ Reykjavíkur. Maður hafði ógnað starfsmanni með brotinni glerflösku og rænt peningum. Gerandinn var farinn af vettvangi þegar lögreglu bar að en fannst seinna um kvöldið.

Innlent
Fréttamynd

Allsendis óvíst hvernig Íslendingar taka Glerársandi

Íslenskir áhorfendur eru líklegir til að klóra sér í kollinum sem aldrei fyrr yfir skáldaða og margsamsetta bænum Glerársandi, sem er sögusvið einnar metnaðarfyllstu sjónvarpsseríu síðari tíma hér á landi. Leikstjórinn segir að serían verði „ógeðslega spennandi.“

Lífið
Fréttamynd

Hrækt framan í öryggisvörð í miðbænum

Upp úr klukkan átta í gærkvöldi barst lögreglu tilkynning um mann sem var að áreita gangandi vegfarendur auk viðskiptavina og starfsfólk verslunar í miðbænum. Maðurinn hrækti einnig framan í öryggisvörð verslunarinnar. Þetta og fleira segir í dagbók lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Hoppaði á bílum og stakk lög­regluna af

Rétt fyrir hádegi í dag fékk lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynningu um mann sem var að hoppa upp á bíla í miðbæ Reykjavíkur. Þegar lögreglu bar að garði tók maðurinn til fótanna og komst undan lögreglu, að því er fram kemur í dagbók lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Gosmóðan er komin aftur

Nokkur gosmengun mælist nú yfir höfuðborgarsvæðinu. Gosmóðan sem nú svífur yfir kemur ekki beint frá gosstöðvunum í Fagradalsfjalli heldur er um eldri gasmökk að ræða sem hefur verið fyrir utan landið.

Innlent
Fréttamynd

Tals­vert veikir í far­sóttar­húsi þrátt fyrir bólu­setningu

Tólf greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, þar af sjö utan sóttkvíar. Mjög hefur fjölgað í farsóttarhúsi síðustu daga en á fjórða tug eru þar í einangrun vegna kórónuveirusmits. Forstöðumaður segir að fólkið sé talsvert veikt, þrátt fyrir bólusetningu.

Innlent
Fréttamynd

Mikill erill vegna slagsmála á djamminu

Mikill erill var í miðbæ Reykjavíkur undir morgun og þurfti lögregla nokkrum sinnum að stíga inn í slagsmál sem brutust út fyrir utan skemmtistaði. Tvisvar var sjúkrabíll kallaður út að skemmtistað í nótt eftir að gestur datt og meiddi sig. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Starfsmaður á Jómfrúnni greindist með smit

Starfsmaður Jómfrúarinnar greindist með kórónuveirusmit í gær og voru 24 starfsmenn veitingastaðsins sendir í skimun vegna smitsins. Þeir hafa allir verið bólusettir líkt og sá smitaði sem mætti síðast í vinnuna á mánudag. Einn starfsmaður hefur verið sendur í sóttkví.

Innlent
Fréttamynd

Ölvunarónæði og hávaði í miðborginni

Næturvaktin hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur oft verið erilsamari ef marka má fréttaskeyti lögreglu til fjölmiðla í morgun. Vestan Elliðaár var það aðallega í miðborginni sem lögregla sinnti erindum.

Innlent