Reykjavík

Fréttamynd

Flytja höfuð­stöðvarnar frá Naut­hóls­vegi á Flug­velli

Icelandair Group skrifaði í dag undir samning við fasteignafélagið Reiti um sölu á skrifstofuhúsnæði félagsins við Nauthólsveg 50. Söluverðið er tæplega 2,3 milljarðar króna, sem verður nýtt að hluta til uppgreiðslu láns sem er áhvílandi á fasteigninni og styrkja lausafjárstöðu félagsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sáttafundur Össurar og Eiðs eftir misskilning í strætó

Össur Pétur Valdimarsson vagnstjóri hjá Strætó og Eiður Welding, varaformaður CP-félagsins, áttu sáttafund í Mjódd í gærkvöldi eftir misskilning þeirra á milli í strætó um helgina. Málið rataði í fjölmiðla en hefur nú fengið farsæla lausn, að sögn upplýsingafulltrúa Strætó.

Innlent
Fréttamynd

Eldur í gistiheimili

Eldur kom upp á gistiheimili á Ránargötu í Vesturbæ Reykjavíkur upp úr klukkan tvö í dag.

Innlent
Fréttamynd

Eig­endurnir segja fjölda­tak­markanir í Ás­mundar­sal ekki hafa verið brotnar

Eigendur Ásmundarsalar segja að reglur um fjöldatakmarkanir eða opnunartíma hafi ekki verið brotnar á Þorláksmessu á sýningu sem fjármálaráðherra sótti. Fjöldi í húsinu hafi ekki farið yfir fimmtíu manns en salurinn hafi leyfi fyrir þeim fjölda. Grímunotkun hafi hins vegar verið ábótavant og því ljóst að mistök hafi verið gerð í að tryggja sóttvarnir.

Innlent
Fréttamynd

Fleiri útköll vegna veðurs

Fleiri björgunarsveitir hafa verið kallaðar út eftir hádegi vegna veðurs. Um foktjón er að ræða í öllum tilfellum en nokkrar beiðnir um aðstoð hafa meðal annars borist í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Dularfull skilaboð á auglýsingaskiltum bæjarins

Listamaðurinn CozYboy opnaði í gær sýninguna Becoming Richard á 287 auglýsingaskjám sem eru á strætóskýlum og risa LED skiltum við fjölförnustu gatnamót á á höfuðborgarsvæðinu. CozYboy gefur ekki upp raunverulegt nafn sitt en á auglýsingaskiltunum má sjá ýmiskonar skilaboð sem hafa vakið athygli vegfarenda.

Lífið
Fréttamynd

Vistaður í fanga­geymslu eftir líkams­á­rás

Líkamsárás átti sér stað í miðbæ Reykjavíkur á níunda tímanum í gær. Einn var handtekinn grunaður um líkamsárás og hótanir og var hann vistaður í fangageymslu lögreglu fyrir rannsókn málsins. Sá sem varð fyrir árásinni fór á bráðadeild til aðhlynningar, en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er ekki vitað um áverka.

Innlent
Fréttamynd

Missti stjórn á bifreið og ók á hús

Klukkan hálf tvö í nótt barst lögreglu tilkynning um umferðaróhapp í miðbæ Reykjavíkur. Þar hafði ökumaður misst stjórn á bifreið sinni og ók á hús með þeim afleiðingum að bifreiðin skemmdist.

Innlent
Fréttamynd

„Ég myndi ekki halda að kirkjan sé hættulegur staður“

Jakob Rolland, kanslari biskupsdæmis kaþólsku kirkjunnar á Íslandi og upplýsingafulltrúi, segir mögulegt að presturinn sem messaði í kirkjunni á aðfangadagskvöld hafi ekki áttað sig nægilega vel á gildandi sóttvarnareglum. Um pólska messu var að ræða og taldi lögregla hátt í annað hundrað manns þegar hún mætti á svæðið.

Innlent
Fréttamynd

Fjórir handteknir í umfangsmiklum aðgerðum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók rétt í þessu fjóra menn í íbúð í Fossvoginum. Leitað var að einum manni sem er grunaður um innbrot í sama hverfi í nótt en þrír aðrir voru í sömu íbúð þegar lögreglu bar að.

Innlent
Fréttamynd

Átta milljarða samningur um heimahjúkrun undirritaður

Átta milljarða samningur um heimahjúkrun í Reykjavík var undirritaður í dag og er hann meðal annars til þess fallinn að fækka sjúkrahúsinnlögnum meðal aldraðra. Ekki er hægt að útskrifa 89 manns vegna skorts á hjúkrunarrýmum.

Innlent
Fréttamynd

Kláraði stúdentinn á tveimur árum í fjarnámi

Hin átján ára gamla Birta Breiðdal getur farið brosandi inn í jólahátíðina. Hún skráði sig í sögubækurnar á föstudaginn þegar hún lauk stúdentsprófi við Fjölbrautarskólann í Ármúla. Hún er fyrsti nemandinn sem útskrifast við skólann sen stundaði námið alfarið í fjarnámi. Lauk hún auk þess stúdentsprófi á aðeins tveimur árum.

Innlent
Fréttamynd

Of margir á staðnum og gestir með leiðindi við lög­reglu

Lögreglan sinnti göngueftirliti í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöldi þar sem staðan var tekin á veitingahúsum bæjarins. Sérstaklega var hugað að þeim stöðum sem fengu athugasemdir síðustu helgi en samkvæmt dagbók lögreglu var ástandið almennt mjög gott. Einn staður var þó rýmdur vegna brota á samkomubanni.

Innlent