Árborg

Fréttamynd

Hinseginvika í Árborg

Hinseginvika verður haldin í fyrsta skipti í Sveitarfélaginu Árborg í næstu viku. Tilgangur vikunnar er að auka fræðslu og skapa umræður, sem tengjast hinseginmálum. Sérstakar hinseginkökur verða bakaðar.

Innlent
Fréttamynd

Um misopin bréf til skóla­fólks

Margrét Pétursdóttir skrifar opið bréf til skólastjórnenda í Sunnulækjarskóla á Selfossi þar sem hún biður um umfjöllun um það efni sem tekið er til umfjöllunar í skólum landsins í námi með ungmennum.

Skoðun
Fréttamynd

Svar við opnu bréfi - 7. bekkur

Ágæta MargrétÞakka þér fyrir opna bréfið til okkar varðandi íslenskuverkefnið í Sunnulækjarskóla sem er raunar í 7. bekk en ekki 6. bekk.

Skoðun
Fréttamynd

Opið bréf til Sunnu­lækja­skóla á Sel­fossi

Kæru skólastjórnendur. Það hefur borist mér til eyrna að framundan verði nýtt námsefni fyrir 12 ára börnin í íslensku sem mun standa yfir í 8 vikur. Endilega leiðréttið og vinsamlegast svarið örfáum spurningum.

Skoðun
Fréttamynd

Sóttvarnareglubrjótar og heimilisátök á Suðurlandi

Tvö mál komu upp í vikunni í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi þar sem aðilar sem áttu að vera í einangrun vegna Covid-19 eru grunaðir um að hafa virt þá skyldu að vettugi. Málin eru bæði komin á borð ákærusviðs.

Innlent
Fréttamynd

MS ætlar í miklar framkvæmdir á Selfossi og á Akureyri

Mjólkursamsalan (MS) ætlar að ráðast í nokkra milljarða króna framkvæmdir á Akureyri og á Selfossi á nýju ári með byggingu nýrra húsa og endurnýjun véla og tækja á stöðunum. Afkoma Mjólkursamsölunnar var með allra besta móti á nýliðnu ári.

Innlent
Fréttamynd

Skjálfti við Ingólfsfjall í nótt

Jarðskjálfti upp á 3 stig reið yfir í nótt, klukkan sextán mínútur yfir fjögur. Í þetta skiptið skalf jörð þó ekki í grennd við Fagradalsfjall, heldur átti skjálftinn upptök sín um átta kílómetra austur af Hveragerði, í Ingólfsfjalli.

Innlent
Fréttamynd

Margverðlaunað jólahús á Selfossi

Eitt glæsilegasta jólahús landsins á Suðurlandi og þó víðar væri leitað stendur við þjóðveg númer eitt í gegnum Selfoss. Húsið er myndað í bak og fyrir og þá hafa eigendur þess margneitað að taka á móti verðlaunum fyrir jólahúsið sitt.

Innlent
Fréttamynd

Mögnuð tólf ára söngstelpa á Selfossi

Þrátt fyrir að Bryndís Embla Einarsdóttir á Selfossi sé ekki nema tólf ára gömul þá hefur hún sungið í kórum í fimm ár. Hún hefur vakið athygli fyrir fallega rödd og er fengin til að syngja við hin ýmsu tækifæri. Henni finnst „Faðir vorið“ fallegasta lagið, sem hún syngur.

Innlent
Fréttamynd

Borða svið á Selfossi á aðfangadagskvöld

Reykdal Magnússon á Selfossi slær ekki slöku við því hann, sem er að verða 87 ára gengur 10 kílómetra á dag ganginn í blokkinni, þar sem hann býr. Hann notar peninga í göngunni og svo koma líka svið og rófustappa við sögu þegar Reykdal er annars vegar.

Innlent
Fréttamynd

Styttist í tilboð í fjármögnun og smíði brúar yfir Hornafjörð

Tilboð í smíði nýrrar brúar yfir Hornafjarðarfljót með einkafjármögnun og vegtolli verða opnuð um miðjan febrúar. Þetta er fyrsta verkið sem boðið er út á á grundvelli nýlegra laga um samvinnuverkefni. Á næsta ári er gert ráð fyrir að ný Ölfusárbrú og vegur yfir Öxi fari í samskonar útboðsferli.

Innlent
Fréttamynd

Bjarni Harðar með 32 nýjar bækur fyrir jól

„Það er ekki hægt að líka því saman hvað það er miklu skemmtilegra að vera bóksali heldur en alþingismaður“, segir Bjarni Harðarson á Selfossi en hann er að gefa út 32 titla af nýjum bókum fyrir jól. Bjarni, eða Bjarni Harðar eins og hann er alltaf kallaður, og Elín Gunnlaugsdóttir, eiginkona hans fengu í vikunni menningarverðlaun Árborgar fyrir árið 2021.

Innlent
Fréttamynd

Sterk systkini á Selfossi sem æfa þrjá tíma á dag

Þau kalla ekki allt ömmu sína systkinin á Selfossi þegar kemur að kröftum því þau hafa breytt bílskúrnum heima hjá sér í kraftlyftingaskúr. Hann, sem er 18 ára er nýkrýndur Norðurlandameistari í Ólympískum lyftingum og hún, sem er 14 ára hreppti silfrið í sínum flokki. Systkinin æfa að meðaltali í þrjá klukkutíma á dag.

Innlent
Fréttamynd

35 íbúðir afhentar á Selfossi í dag í hæsta húsnæði á Suðurlandi

Það eru ánægðir íbúðaeigendur, sem taka á móti lyklum sínum í dag í 35 nýjum íbúðum á Selfossi en blokkin, sem fólkið er að flytja í er hæsta húsnæði á Suðurlandi upp á sex hæðir. Allar íbúðirnar í blokkinni seldust án auglýsinga. Byggingarverktakinn er byrjaður að byggja aðra blokk við hlið þeirra nýju.

Innlent
Fréttamynd

Höfnuðu nýju svínabúi í Árborg vegna fjölda andmæla

Bæjarstjórn Árborgar hefur samþykkt tillögu skipulags- og byggingarnefndar sveitarfélagsins, sem lagði til að fallið yrði frá áformum um deiliskipulag fyrir svínabú á jörðinni Hólar. Þá lagði nefndin einnig til að fallið yrði frá hugmyndum um að skilgreina iðnaðarsvæði á umræddum stað.

Innlent
Fréttamynd

Kafli milli Hveragerðis og Ölfusborga boðinn út

Vegagerðin hefur boðið út næsta áfanga í breikkun Suðurlandsvegar um Ölfus, milli Hveragerðis og Selfoss. Útboðið sem núna er auglýst er tæplega áttahundruð metra langur tengivegur við austurjaðar Hveragerðis, ásamt smíði nýrrar brúar yfir Varmá norðan Suðurlandsvegar.

Innlent
Fréttamynd

Skemmtilegast að fara á bak – leiðinlegast að moka undan hestunum

Mikil ánægja er hjá krökkum á Selfossi að geta nú fengið að komast inn í félagshesthús Hestamannafélagsins Sleipnis þar sem krakkarnir fá hest og reiðtygi til afnota, auk þess að fá reiðkennslu. Þá þurfa krakkarnir að moka undan hestunum, kemba þeim og hugsa um þá í félagshesthúsinu.

Innlent
Fréttamynd

Skemmdarverk í Krónunni á Selfossi

Verslunarstjóri Krónunnar á Selfossi tilkynnti að verslunin hyggist hætta að gefa vörur vegna skemmdarverka. Verslunin hafði gefið vörur sem komnar höfðu verið fram yfir „best fyrirׅ“ dagsetninguna.

Innlent
Fréttamynd

Blóm allan sólarhringinn á Selfossi

Nýr blómasjálfsali í nýja miðbænum á Selfossi hefur slegið í gegn, ekki síst hjá karlmönnum, sem fara í sjálfsalann á kvöldin og jafnvel á nóttunni um helgar til að kaupa blóm handa elskunni sinni.

Innlent
Fréttamynd

Fyrsta sem Drífa gerði var að horfa til Heklu

„Ég náttúrlega stökk út í glugga til að kíkja á Heklu, vinkonu mína. Ég hef hana fyrir augunum og beint úr eldhúsglugganum,“ sagði Drífa Hjartardóttir, fyrrverandi alþingismaður og bóndi á Keldum á Rangárvöllum.

Innlent
Fréttamynd

Takmörkuð starfsemi á Litla-Hrauni vegna Covid-19 smits

Komið hefur upp Covid-19 smit meðal starfsmanna í fangelsinu Litla-Hrauni. Nokkur hópur starfsmanna er í sóttkví og ljóst að næstu daga verður starfsemi fangelsisins takmörkuð. Öllum heimsóknum gesta er frestað fram yfir helgina.

Innlent