Rangárþing eystra

Fréttamynd

Rúta föst í Krossá

Rúta er föst í miðri Krossá. Straumur árinnar er sem stendur of mikill til að hægt sé að koma henni úr ánni, að sögn skálavarðar í Þórsmörk, en reynt verður á ný í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Rándýr samloka á Hvolsvelli

Dýrtíðin á ferðamannaslóð er farin að segja til sín. Teitur Þorkelsson leiðsögumanni brá í brún þegar hann fékk til sín strimilinn eftir að hafa greitt fyrir samloku og komst að því að hún kostaði 1.045 krónur.

Neytendur
Fréttamynd

Allar 150 kýrnar í fjósinu með nöfn

Vígdögg, Aðalborg, Stjörnuþoka, Lúpína, Hrun, Hrafnöld, Hornauga, Kleópatra , Ljósblá og Flatkaka. Hvaða nöfn skyldu þetta vera? Jú, þetta eru allt nöfn á kúm á bæ í Rangárvallasýslu en allar kýrnar í fjósinu, hundrað og fimmtíu eru með nöfn í stað númera.

Innlent
Fréttamynd

Tónlist fyrir óvær börn á nýrri plötu

Það stendur mikið til á Hellu og á Hvolsvelli á næstunni því þar á að halda tónleika, sem kallast “Hjartans mál”. Tónlistarfólkið verður allt í náttfötum og salirnir verða myrkvaðir og allt verður þakið í mottum, teppum og pullum fyrir tónleikagesti.

Lífið
Fréttamynd

Telja kýrnar fjórar hafa fallið í gegnum ís

Dauð kýr fannst í Víkurfjöru í gær. Þetta er fjórða kýrin sem finnst dauð á Suðurlandi síðustu daga. Fyrir höfðu tvær fundist á Ásólfsskálafjöru undir Eyjaföllum og ein við Markarfljót. 

Innlent
Fréttamynd

Þriðja dauða kýrin fannst á Suðurlandi

Dauð kýr fannst á strönd við árósa Markarfljóts í gær. Þetta er þriðja dauða kýrin sem finnst á Suðurlandi síðustu tvo daga. Héraðsdýralæknir segir ljóst að þetta verklag sé ekki samkvæmt reglunum og það sé því miður of algengt að bændur fargi hræjum þar sem þeim sýnist.

Innlent
Fréttamynd

Gekk fram á tvær dauðar kýr í fjörunni undir Eyjafjöllum

„Ég var bara á gangi í sakleysi mínu í dag í fjörunni og þá blöstu þessar tvær dauðu kýr í fjörunni við mér. Þetta er nánast óhuggulegt, ég skil ekkert í þessu. Þetta er á Ásólfsskálafjöru hér undir Eyjafjöllum“, segir Vigfús Andrésson, bóndi í Berjanesi undir Eyjafjöllum aðspurður um dauða kýrnar en hann birti myndir af þeim á Facebook síðu sinni.

Innlent
Fréttamynd

Tveimur fjall­göngu­mönnum bjargað á Hamra­garða­heiði

Tveir lentu í hremmingum í nótt þar sem þeir voru að klífa Fagrafell á Hamragarðaheiði við Eyjafjallajökul. Í tilkynningu frá Landsbjörg segir að annar maðurinn hafi fallið niður fellið nokkurn spöl og við það endaði hinn í sjálfheldu og komst ekki niður til félaga síns.

Innlent
Fréttamynd

Lionel Messi kominn á Hvolsvöll

Knattspyrnuhetjan Messi og átrúnaðargoð margra er nú mættur á Hvolsvöll, reyndar ekki í eigin persónu en níu ára strákur á staðnum fékk málverk af honum í afmælisgjöf, sem mamma hans málaði. Verkið hefur vakið mikla athygli.

Lífið
Fréttamynd

Geggjað jólaskreytt 45 metra mastur á Hvolsvelli

Ef einhvers staðar er hægt að tala um risa jólaskreytingu í ár, þá er það á Hvolsvelli því þar er búið að setja jólaseríur upp í fjörutíu og fimm metra hæð á símamastri, sem þar stendur. Rúmlega kílómetri af blikkandi seríum er á mastrinu.

Lífið
Fréttamynd

Fjölmenningarhátíð á Hvolsvelli í dag

Það stendur mikið til á Hvolsvelli í dag því þar verður haldin fjölmenningarhátíð í félagsheimilinu Hvolnum þar sem íbúar frá Póllandi, Búlgaríu og Portúgal kynna menningu sína fyrir öðrum íbúum í gegnum söng, dans og matarsmakk . Einnig munu íslensk ungmenni kynna sína menningu, siði og hefðir fyrir gestum og bjóða upp á hangikjöt og lifrarpylsu.

Innlent