Fjarðabyggð

Fréttamynd

Þjónustu­mið­­stöð al­manna­varna verður opnuð á Seyðis­firði

Almannavarnir munu fljótlega opna þjónustumiðstöð fyrir íbúa á Seyðisfirði. Verkefni slíkrar miðstöðvar felst meðal annars í upplýsingagjöf til almennings og þjónustu við þá aðila sem hafa orðið fyrir tjóni og þá sem hættan hefur haft önnur bein áhrif á. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum.

Innlent
Fréttamynd

Telja jarð­lög enn ó­stöðug vegna skriðu sem féll í morgun

Óheft umferð um Seyðisfjörð verður óheimil í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá embætti ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Austurlandi. Þá verða rýmingar á Seyðisfirði og Eskifirði áfram í gildi. Skriða sem féll í morgun gefur vísbendingar um óstöðugleika í jarðlögum.

Innlent
Fréttamynd

Áfram hættustig á Seyðisfirði og aurskriða féll í Eskifirði

Hættustig almannavarna mun áfram vera í gildi á Seyðisfirði vegna skriðuhættu. Þá er óvissustig einnig í gildi á Austurlandi vegna skriðuhættu. Þrjú hlaup urðu í Búðará í dag auk aurskriðuflóðs við Selsstaði sem lokaði vegi. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Almannavarna.

Innlent
Fréttamynd

Fjár­hags­á­ætlun Fjarða­byggðar 2021 – Með fjöl­skyldur í fyrir­rúmi

Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar fyrir árið 2021, ásamt þriggja ára áætlun 2021 – 2024, var samþykkt eftir síðari umræðu í bæjarstjórn þann 3.desember. Eins og gefur að skilja liggur alltaf mikil vinna að baki gerðar fjárhagsáætlunar hvers árs og koma þar að bæði starfsmenn og kjörnir fulltrúar sveitarfélagsins og vil ég hér í byrjun þakka þeim góð störf.

Skoðun
Fréttamynd

Kafarar könnuðu ástand togarans í höfninni

Þrír kafarar Landhelgisgæslunnar könnuðu ástand togarans Drangs ÁR 307 sem sökk í höfninni í Stöðvarfirði í morgun. Þá kom áhöfn varðskipsins Þórs upp mengunarvarnargirðingu til að hafa hemil á mögulegri olíumengun frá skipinu.

Innlent
Fréttamynd

Heldur enn í vonina um myndarlega loðnuvertíð

Þriðja árið í röð stefnir í loðnubrest en Hafrannsóknastofnun lagði til í dag að áður útgefinn upphafskvóti yrði afturkallaður. Talsmaður sjávarútvegsfyrirtækja heldur enn í vonina og hvetur til öflugrar loðnuleitar í vetur.

Innlent
Fréttamynd

Jón Björn tekur við af Karli Óttari

Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar mun setjast í bæjarstjórastól eftir að Karl Óttar Pétursson óskaði eftir að láta af störfum sem bæjarstjóri.

Innlent
Fréttamynd

Innáskiptingar hjá Síldarvinnslunni

Síldarvinnslan hefur ráðið rekstrarstjóra útgerðar, uppsjávarfrystingar og fiskimjölsverksmiðju auk þess sem nýir menn eru í brúnni í viðhaldsmálum í fiskiðjuverinu og við stjórnun verksmiðjunnar á Seyðisfirði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vill umsagnir um hvort rétt sé að friða Eyjafjörð fyrir laxeldi í sjó

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur óskað eftir því að Fiskistofa, Matvælastofnun og Hafrannsóknastofnun veiti umsagnir um hvort rétt sé að lýst verði yfir banni við eldi laxfiska af eldisstofni í sjókvíum í Eyjafirði, Jökulfjörðum og í sunnanverðum Norðfjarðarflóa, það er í Viðifirði og Hellisfirði.

Innlent
Fréttamynd

Sinubruni á Reyðarfirði

Slökkvilið Fjarðabyggðar var kallað út laust fyrir klukkan hálffjögur í dag vegna sinubruna sem hafði kviknað skammt fyrir ofan íbúðabyggð á Reyðarfirði.

Innlent