Akureyri

Fréttamynd

Akureyringar á leið heim eftir Evrópuferð í rútunni sem valt

Rúta sem valt skammt sunnan við Blönduós á sjötta tímanum í morgun var að ferja 23 Akureyringa til síns heima frá Keflavíkurflugvelli. Sjö voru flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar og sjúkraflugi á Landspítalann í Reykjavík. Aðrir voru fluttir á Sjúkrahúsið á Akureyri. Enginn lést í slysinu og ekki vitað til þess að nokkur sé í lífshættu.

Innlent
Fréttamynd

Illa í­grunduð á­form Ás­mundar

Tillaga Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra, um sameiningu Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskólans á Akureyri er vanhugsuð aðför að mennta- og samfélagsmálum á landsbyggðinni. Einsleitara skólaumhverfi er engum til hagsbóta, sækjum frekar fram og fögnum fjölbreytileikanum.

Skoðun
Fréttamynd

„Efling“ framhaldsskóla

Laust fyrir hádegið þann 5. september síðastliðinn fengu kennarar, nemendur og allt starfslið við MA og VMA tilkynningu í pósti um að skólahald við skólana yrði fellt niður frá kl. 14:00 og boð um fund kl. hálf þrjú um framtíðarskipulag náms á framhaldsskólastigi á Akureyri. 

Skoðun
Fréttamynd

Van­hugsuð sam­einingar­á­form

Umræðan um mögulega sameiningu MA og VMA fer hátt þessa dagana sem von er. Sitt sýnist hverjum og sem betur fer halda flest sig við málefnaleg rök en ekki ómerkileg skot á milli skólanna tveggja eða samanburð sem á sér fáar röksemdir. Það er þó alls ekki einhlítt (því miður) og ég legg áherslu á að mér finnast skólarnir tveir merkilegar og mikilvægar stofnanir.

Skoðun
Fréttamynd

Hlýr og ó­venju hæg­viðra­samur ágúst

Ágúst var hlýr, óvenju hægviðrasamur og tiltölulega þurr víðast á landinu. Víða féll meirihluti mánaðarúrkomunnar á aðeins einum til tveimur sólarhringum seint í mánuðinum. Sumarmánuðirnir voru afar ólíkir veðurfarslega.

Innlent
Fréttamynd

Sjokkeraðir nem­endur MA boða til mót­mæla á Ráð­hús­torgi

Nemendafélag Menntaskólans á Akureyri hefur boðað til mótmæla á Ráðhústorgi bæjarins í dag vegna mögulegrar sameiningar skólans og Verkmenntaskólans á Akureyri. Forseti nemendafélags MA segir nemendur í sjokki eftir fund með ráðherra í gær og óttast að rótgrónar hefðir innans skólans glatist með sameiningu.

Innlent
Fréttamynd

„Okkur finnst þetta hrein­lega svo­lítið van­hugsað“

Forseti Hugins, skólafélags Menntaskólans á Akureyri, segir að mikill meirihluti nemenda sé mótfallinn sameiningu skólans við Verkmenntaskólann á Akureyri. Hún sakar menntamálaráðherra um útúrsnúning og segir nemendur svikna eftir að hafa ekki fengið að tjá sig um málið.

Innlent
Fréttamynd

Funduðu með starfsfólki og nemum um sameiningu MA og VMA

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, Sigríður Huld Jónsdóttir, skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri, og Karl Frímannsson, skólameistari Menntaskólans á Akureyri, héldu í dag fund með starfsfólki og nemendum beggja skóla um sameiningu skólanna. Skólameistararnir eru jákvæðir fyrir sameiningu.

Innlent
Fréttamynd

„Allir nemendur sammála um að þetta sé alveg galið“

Það kastaðist í kekki milli nemenda Menntaskólans á Akureyri og rútubílstjóra á bílastæði skólans í síðustu viku. Rútubílstjórar nota enn bílastæðið til að hleypa ferðamönnum í Lystigarðinn og leggja um leið fyrir nemendur. Tveir nemendur svöruðu í sömu mynt og upp úr sauð á bílastæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Vaðlaheiðagöng töpuðu 1,3 milljarði vegna hárra fjármagnsgjalda

Há fjármagnsgjöld leiddu til þess að Vaðlaheiðargöng voru rekin með miklu tapi í fyrra. Félagið þarf að greiða að lágmarki tvisvar á ári allt laust fé umfram 50 milljónir króna inn á verðbættan höfuðstól láns, samkvæmt viðauka við lánasamning sem gerður var síðasta sumar þegar fjárhagur þess var endurskipulagður og eignarhaldið færðist nær alfarið í hendur ríkisins.

Innherji
Fréttamynd

Dómur fyrir hrottalega frelsissviptingu ekki bersýnilega rangur

Hæstiréttur hefur hafnað áfrýjunarleyfisbeiðni Þórðar Más Sigurjónssonar sem var sakfelldur fyrir frelsissviptingu, líkamsárás og hótanir, sem og önnur brot. Maðurinn vildi meina að dómar héraðsdóms og Landsréttar í málinu væru bersýnilega rangir, en Hæstiréttur féllst ekki á það.

Innlent
Fréttamynd

„Ég er heppin að vera á lífi“

Framhaldsskólakennari á Akureyri höfuðkúpu-, kinnbeins- og kjálkabrotnaði þegar hún féll af rafhlaupahjóli á dögunum undir áhrifum áfengis. Hún segist sannarlega ætla að læra af asnaskap sínum.

Innlent
Fréttamynd

FIMAK stefnir í gjald­þrot og bærinn reynir að þvinga sam­einingu

Fimleikafélag Akureyrar (FIMAK) glímir við umtalsverða fjárhagserfiðleika og mun að óbreyttu lýsa sig gjaldþrota. Fastráðnum starfsmönnum var sagt upp störfum en til stendur að ráða þá aftur í haust. Útlit er fyrir að félagið muni skulda yfir 20 milljónir króna í lok sumars. Stjórnarformaður segir að fimleikastarf muni halda áfram í bænum. 

Innlent
Fréttamynd

Lyklamaðurinn fékk 45 daga fangelsisdóm

Karlmaður búsettur á Akureyri hefur verið dæmdur í 45 daga fangelsi fyrir að hafa unnið skemmdarverk á tveimur bílum í bænum í febrúar með því að rispa lakk bílanna með húslyklum.

Innlent
Fréttamynd

Magnaður ævintýragarður á Akureyri þar sem er ókeypis inn

Það er mikið ævintýri að skoða Ævintýragarðinn við Oddeyrargötu á Akureyri því þar hefur eigandinn smíðað ýmsar skemmtilegar persónur úr þekktum ævintýrum og dreift um garðinn. Gamlir tannburstar eigandans eru í aðalhlutverki á einu verkanna. Sjón er sögu ríkari.

Innlent
Fréttamynd

Þjóðhátíðin í ár sé með þeim bestu hingað til

Verslunarmannahelgin sem nú er að líða undir lok fór að mestu leyti vel fram víðast hvar á landinu. Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir Þjóðhátíðina í ár með þeim bestu hingað til frá löggæslulegu sjónarmiði séð. Hátíðahöld fóru einnig almennt vel fram á Akureyri, Flúðum og í Neskaupstað. 

Innlent
Fréttamynd

Verslunar­manna­helgin fer vel af stað

Skemmtanahald og umferð hefur gengið vel nú þegar stærsta ferðahelgi ársins fer fram og hátíðarhöld víða um land. Gestir á Þjóðhátíð eru fleiri en síðustu ár en þeim hefur fækkað á Akureyri.

Innlent