Akureyri

Fréttamynd

Spari­sjóðir skoða sam­einingu

Stjórnir Sparisjóðs Höfðhverfinga og Sparisjóðs Austurlands hafa samþykkt að hefja formlegar viðræður um mögulega sameiningu sjóðanna til að skapa grundvöll til sóknar, líkt og það er orðað í fréttatilkynningu frá stjórnum sparisjóðanna

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Nýjar stefnur kynntar og ný stjórn kjörin í dag

Landsfundur Vinstri grænna fer nú fram á Akureyri í skugga úrsagna á fjórða tug félagsmanna og voru líflegar umræður í gærkvöldi. Bæjarfulltrúi á Akureyri segir landsfundargesti virða ólíkar skoðanir en enn sé fólk í flokknum sem sé ósátt. Ný orkustefna og stefna um málefni fatlaðra voru kynntar í hádeginu og ný stjórn verður kjörin síðar í dag. 

Innlent
Fréttamynd

Barist um tvö embætti í VG

Barist verður um tvö embætti á landsfundi Vinstri grænna sem hefst í Hofi á Akureyri á morgun. Ekki hafa borist framboð til formanns og varaformanns. Á fundinum verður einnig kosnir fjörtíu fulltrúar í flokksráð.

Innlent
Fréttamynd

Kröfur KSÍ og bol­magn sveitar­fé­laga

Svo virðist sem sveitarstjórnarfólk sé að vakna upp af værum blundi gagnvart þeim ákvörðunum sem teknar eru af aðildarfélögum KSÍ á ársþingum. Þær ákvarðanir hafa bein áhrif á fjárhag sveitarfélaga, því uppbygging mannvirkjana er iðulega á hendi sveitarfélaga sem og rekstur. Þessar ákvarðanir eru teknar án nokkurrar aðkomu sveitarfélaga.

Skoðun
Fréttamynd

Hoppu­kastala­málinu ekki vísað frá

Dómari í Hoppukastalamálinu svokallaða féllst ekki á frávísun málsins. Úrskurður þess efnis var kveðinn upp í Héraðsdómi Norðurlands eystra nú síðdegis. Málið verður því tekið til efnismeðferðar.

Innlent
Fréttamynd

Árs bann þriggja heldri kylfinga stað­fest

Eins árs keppnisbann heldri kylfinganna Margeirs Ólafssonar, Kristjáns Ólafs Jóhannessonar og Helga Svanbergs Ingasonar hefur verið staðfest af dómstóli GSÍ. Málið snýst meðal annars um umdeilda staðarreglu á Jaðarsvelli og hefur dregið dilk á eftir sér.

Golf
Fréttamynd

Grunur um lyfja­byrlun og sam­úðin með brota­þolum

Aðfaranótt 4. maí 2021 var skipstjóri á Akureyri, Páll Steingrímsson, fluttur á bráðamóttöku sjúkrahússins á Akureyri. Hann var síðan fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur þar sem hann lá á gjörgæslu, dögum saman. Á meðan hann lá milli heims og helju í öndurnarvél var símanum hans stolið og hann afhentur blaðamanni. Undirrituð er réttargæslumaður Páls, sem hefur enn ekki náð sér af þessum veikindum.

Skoðun
Fréttamynd

Munu fljúga þrisvar í viku til Köben

Niceair mun fljúga þrisvar á viku frá Akureyrarflugvelli til Kaupmannahafnar frá og með byrjun júní. Flugfélagið hefur flogið tvisvar í viku til dönsku höfuðborgarinnar, á fimmtudögum og sunnudögum, en mun nú einnig fljúga á þriðjudögum í sumar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Veðrið stríðir skíðaþyrstum fjöl­skyldum í miðju vetrarfríi

Tvö vinsælustu skíðasvæði landsins eru lokuð í dag vegna veðurs á sama tíma og flestar fjölskyldur landsins eru í vetrarfríi en mikil hlýindi eru á landinu öllu. Forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli segir lægðirnar hafa verið fullmargar það sem af er ári. Rekstrarstjóri skíðasvæða Bláfjalla segir veturinn hafa verið svakalegan. Báðir eru þó bjartsýnir, ekki síst fyrir páskana.

Innlent
Fréttamynd

Margir hafa áhuga á að flytja í Hrísey

Mikil eftirspurn er eftir húsnæði í Hrísey og því er verið að skoða þann möguleika að byggja á nokkrum fjölbýlishúsalóðum í eyjunni til að bregðast við eftirspurninni. Um 120 íbúar búa í eyjunni að staðaldri.

Innlent
Fréttamynd

Met­dagur í gær en tuttugu metrar í kortunum

Metfjöldi heimsótti Hlíðarfjall á Akureyri í gær. Vetrarfrí í skólum standa yfir og höfðu fjölmargir skíðaáhugamenn lagt leið sína norður. Hvessa tók í dag og loka þurfti skíðasvæðinu snemma. Gert er ráð fyrir áframhaldandi suðvestanátt á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Mun láta af formennsku á næsta fundi

Björn Snæbjörnsson mun láta af formennsku hjá stéttarfélaginu Einingu-Iðju á næsta aðalfundi félagsins. Hann hefur gegnt embætti formanns í 24 ár. Anna Júlíusdóttir tekur við formennsku félagsins. 

Innlent
Fréttamynd

Hvað hefði gerst ef hundurinn Lúkas hefði ekki fundist?

Í sumar verða sextán ár liðin síðan kínverskur smáhundur hvarf frá heimili sínu á Akureyri. Lygasaga um misþyrmingu á hundinum varð til þess að kertavökur voru haldnar, lögregla kafaði eftir honum og ungum karlmanni var hótað og dæmdur af dómstól götunnar. Ómögulegt er að segja hver staða karlmannsins væri í dag ef ekki hefði verið fyrir þá staðreynd að hundurinn fannst sprelllifandi.

Innlent
Fréttamynd

Áskorun um að víkja vegna ákæru

Þetta gengur ekki, það er ljóst. Hér með skora ég á Heimi Örn Árnason forseta bæjarstjórnar Akureyrar að víkja úr embættum sínum á meðan ákæran vegna líkamsmeiðinga af gáleysi er til meðferðar hjá yfirvöldum. Það er sjálfsagt að hver maður verji sig fyrir dómi.

Skoðun
Fréttamynd

Neita sök í hoppu­kastala­máli

Heimir Örn Árnason, forseti bæjarstjórnarinnar á Akureyri, neitaði sök þegar hoppukastalamálið svokallaða var þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Það sama gerðu hinir fjórir sakborningarnir í málinu. Allir fimm krefjast þess að málinu verði vísað frá.

Innlent