Skagafjörður

Fréttamynd

Kaup­fé­lag Skag­firðinga eigi ekki að flytja inn kjöt

Aðalfundur Kaupfélags Skagfirðinga, haldinn 6. júní, beindi því til stjórnar að Kaupfélagið og dótturfélög þess stæðu ekki í innflutningi á erlendum búvörum. Ályktunin kemur á sama tíma og Alþingi hættir tollfrjálsum innflutningi á úkraínsku kjöti.

Innlent
Fréttamynd

Enginn atvinnulaus í Skagafirði

Um sextíu fyrirtæki í Skagafirði taka nú þátt í atvinnulífssýningu um helgin á Sauðárkróki en sýningunni er ætlað að varpa ljósi á þann fjölbreytileika sem er í þjónustu, framleiðslu, mannlífi og menningu í Skagafirði. Auk þess að kynna sprota og nýsköpun í atvinnulífi og síðast en ekki síst skapa skemmtilegan viðburð fyrir heimafólk og gesti.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Verk­föll boðuð í sund­laugum um hvíta­sunnu­helgi

Sundlaugar í átta sveitarfélögum á landsbyggðinni verða lokaðar um hvítasunnuhelgina eftir að starfsfólk sundlaga og íþróttamannavirkja samþykktu að leggja niður störf í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag. Þeir bætast í hóp hátt í 1.600 félagsmanna BSRB sem eru á leið í verkfall.

Innlent
Fréttamynd

Þjóðskjalasafnið í Skagafjörð

Þjóðskjalasafn Íslands hefur nýlega stigið fram til að fullvissa stjórnmálamenn, fræðimenn og almenning um að safnið sé fullfært um að taka við öllum gögnum sveitarfélaga. Reyndar kemur líka fram að safnið þurfi aukið fjármagn, meiri mannskap, hækkun gjaldskráa og töluvert stærra húsnæði til að sinna þessu verkefni.

Skoðun
Fréttamynd

Rútan enn í ánni

Rútan, sem valt út í á skammt frá Vindheimamelum í Skagafirði um hálf þrjú í dag, liggur enn í ánni. Sex farþegar voru fluttir á slysadeild á Akureyri en hlúð var að öllum í húsi flugbjörgunarsveitar í Varmahlíð.

Innlent
Fréttamynd

Skiptar skoðanir um að loka grunn­skólanum

Fundur var haldinn í vikunni með foreldrum barna sem stunda nám í Grunnskólanum austan Vatna á Hólum. Á fundinum var ræddur sá möguleiki að leggja niður starfsemi í skólanum þar sem einungis níu börn stunda þar nám núna.

Innlent
Fréttamynd

Öll minkaskinn seldust upp í Kaupmannahöfn

Uppboð á minkaskinnum í Kaupmannahöfn í vikunni færir íslenskum loðdýrabændum vonarglætu á ný eftir sjö mögur ár. Öll skinn seldust upp og var meðalverð tólf prósentum hærra í dönskum krónum en í fyrra.

Innlent
Fréttamynd

Stærsti áfanginn sem er í boði á Íslandi

Pavel Ermolinskij segist alltaf hafa litið á Tindastól sem sinn helsta andstæðing á körfuboltavellinum, á sama tíma og hann hafi borið ómælda virðingu fyrir liðinu. Nú er hann fluttur í Skagafjörð og orðinn þjálfari í Síkinu þar sem alla dreymir um eitt og aðeins eitt; fyrsta Íslandsmeistaratitilinn. Það takmark er hið stærsta sem í boði er í íslensku íþróttalífi að mati Pavels.

Körfubolti
Fréttamynd

Margvíslegar verðhækkanir um áramót

Landsmenn geta átt von á margvíslegum verðhækkunum um áramótin en misjafnt er hvað snertir hvern. Vísir fór á stúfana og skautaði yfir landslagið hvað varðar verðhækkanir á þjónustu á landinu. Eðli máls samkvæmt er listinn þó langt í frá tæmandi.

Neytendur