Snæfellsbær Þyrlan kölluð út vegna slyss en afturkölluð Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í morgun en svo afturkölluð vegna slyss á Snæfellsnesi. Ásmundur Kristinn Ásmundsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að verið sé að vinna í málinu. Innlent 11.10.2024 11:45 Rukka fyrir stæðin í þjóðgarðinum Sérstök bílastæðagjöld verða tekin upp í Snæfellsjökulsþjóðgarði næsta sumar. Tekjurnar eru sögð munu breyta rekstrarumhverfi þjóðgarðsins og nýtast til að standa kostnað af þjónustu. Innlent 8.10.2024 12:57 Fluttur með þyrlu eftir bílveltu á Snæfellsnesi Einn var fluttur á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi í Reykjavík eftir bílveltu á Arnarstapavegi á Snæfellsnesi á tólfta tímanum í dag. Innlent 27.9.2024 12:43 Skrúfan óvirk eftir að hafa siglt á rekald Áhöfn björgunarskipsins Bjargar á Snæfellsnesi var kölluð út um 20:30 í gærkvöldi vegna lítils fiskibáts sem var í vandræðum. Báturinn hafi siglt á rekald í sjónum með þeim afleiðingum að skrúfan varð óvirk þó að vélin sjálf gengi. Innlent 30.8.2024 07:29 Björguðu manni úr sjálfheldu nærri Rauðfeldsgjá Björgunarsveitarmenn björguðu í gær manni sem hafði komið sér í sjálfheldu í gili austan Rauðfeldsgjár á Snæfellsnesi. Innlent 29.8.2024 07:30 Sérsveit þurfti ekki að skerast í leikinn vegna ferðamanns á tjaldstæði Lögreglan á Vesturlandi óskaði eftir aðstoð sérsveitar ríkislögreglustjóra í gærkvöldi vegna tilkynningar um mann með hnífa. Sérsveitin þurfti þó ekki að fara í neina sérstaka aðgerð vegna málsins, en lögreglan á Vesturlandi útkljáði málið sjálf. Innlent 17.7.2024 10:44 „Mjög mikil úrkoma“ veldur skriðuhættu Gert er ráð fyrir mjög mikilli úrkomu á sunnanverðum Vestfjörðum og á Snæfellsnesi um helgina. Veðurstofan varar við vatnavöxtum og aukinni skriðuhættu á þessum svæðum. Veður 12.7.2024 13:23 Myndir: Dýrðardagur á Snæfellsnesi Tvö skemmtiferðaskip komu við í Grundarfirði í gær og iðaði bærinn af lífi. Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Vísis var á Snæfellsnesi í gær með myndavélina á lofti og festi mannlífið á filmu. Lífið 9.7.2024 14:20 Fluttur á sjúkrahús eftir slys á Snæfellsnesi Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út fyrr í dag vegna slyss á Snæfellsnesi. Einn var fluttur með þyrlu og lenti við sjúkrahúsið í Fossvogi fyrir stuttu. Innlent 8.7.2024 19:00 Hugsi yfir lausagöngu fjár við vegi eftir að ferðamaður ók á lamb Ferðalangur sem varð vitni að því þegar bíl spænskra ferðamanna var ekið á lamb í gær segir lausagöngu kinda nærri þjóðvegum rómantík sem fari ekki saman við nútímann. Innlent 29.6.2024 14:56 Ísklumpur féll á ferðamann Maður lenti undir ísklumpi við Rauðfeldsgjá í morgun. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út en henni hefur nú verið snúið við. Betur fór en á horfðist í fyrstu. Innlent 28.6.2024 12:00 Sinubruni í Staðarsveit á Snæfellsnesi Eldur kviknaði í sinu í nágrenni eyðibýlisins Haga í Staðarsveit á Snæfellsnesi. Slökkviliðsmenn frá Snæfellsbæ og Grundafirði eru komnir á vettvang og slökkvilið Stykkishólms er á leiðinni. Innlent 5.6.2024 19:36 Snurvoðarbátur lenti í vanda við Melrakkaey Upp úr klukkan hálf níu í morgun var áhöfn björgunaskipsins Björg á Rifi kölluð út vegna snurvoðarbáts sem hafði misst vélarafl. Báturinn var þá vestur af Melrakkaey fyrir utan Grundarfjörð. Einnig var áhöfn á björgunarbátnum Reyni frá Grundarfirði kölluð út. Innlent 23.5.2024 14:00 Fjölbreytt verkefni hjá björgunarsveitum í dag Björgunarsveitarfólk hafði í nógu að snúast í dag og þurfti að fara í margskonar útköll. Koma þurfti áhöfn smábáts til aðstoðar undan ströndum Snæfellsness og þar að auki þurfti að koma göngumanni til aðstoðar við gönguleiðina upp að Glym. Þá barst einnig tilkynning um slys á vélsleða við Háskerðing, norðan Mýrdalsjökuls. Innlent 25.4.2024 17:42 Íbúar björguðu því að öll kælivara á Grundarfirði færi í ruslið Kælarnir í Kjörbúðinni í Grundarfirði biluðu í dag og var útlit fyrir að henda þyrfti allri kælivöru. Með samhentu átaki Samkaupa, bæjarins og íbúa náði að tryggja að ekkert færi til spillis. Kælarnir eru nú aftur komnir í gang. Innlent 21.3.2024 22:00 Ferðamanni bjargað af flæðiskeri Björgunarsveitarmenn frá Lífsbjörg í Snæfellsbæ björguðu undir kvöld ferðamanni af flæðiskeri á sunnaverðu Snæfellsnesi. Maðurinn var fastur á skeri undan ströndum Ytri Tungu og var honum bjargað á síðustu stundu. Innlent 26.2.2024 20:33 Stóðu í ströngu í óveðrinu sem skall skyndilega á Björgunarsveitir aðstoðuðu ökumenn hátt í níutíu bíla sem sátu fastir við Vatnshorn í Húnaþingi vestra í gærkvöldi. Mikið álag var á björgunarsveitum á nær öllu Norðurlandi vestra í gær í óveðri sem skall skyndilega á. Innlent 23.2.2024 14:40 Aldrei séð svona öldugang við landið: Hurfu undir öldu á Arnarstapa Ferðamenn voru hætt komnir á Arnarstapa í fyrradag þegar þeir hurfu undir risastóra öldu sem skall á stapanum. Leiðsögumaður segist aldrei áður hafa séð slíkan öldugang og ekki bara á Arnarstapa heldur víðar um landið. Innlent 22.2.2024 10:45 Tvær ferðamannarútur fuku út af veginum Tvær litlar ferðamannarútur, með tuttugu farþega innanborðs, fuku af Útnesvegi utarlega á Snæfellsnesi í kvöld. Björgunarsveitir höfðu nóg að gera í kuldanum í dag. Innlent 23.12.2023 23:42 Fékk rangar upplýsingar og strandaði fjóra metra frá bryggju Því hefur verið beint til starfsmanna Ólafsvíkurhafnar að yfirfara verklag sitt við móttöku stærri skipa eftir að flutningaskipið Wilson Hook strandaði við komuna til hafnar í mars síðastliðnum. Innlent 16.12.2023 07:00 Máli Jóns Páls gegn Víkingi Ólafsvík vísað frá Landsréttur hefur úrskurðað að vísa máli knattspyrnuþjálfarans Jóns Páls Pálmasonar gegn Knattspyrnudeild Víkings Ólafsvíkur frá héraðsdómi. Héraðsdómur hafði áður sýknað deildina af kröfu Jóns Páls, en hann hafði krafið félagið um 26 milljónir króna auk dráttarvaxta. Íslenski boltinn 17.11.2023 15:06 Gamla fjárréttin í Ólafsvík hefur verið endurhlaðin Guðrún Tryggvadóttir í Ólafsvík lætur ekki deigan síga þegar kemur að endurhleðslu fjárréttanna á staðnum því hún hefur stýrt þar átaksverkefni við að gera réttina upp með því að endurhlaða hana úr grjóti. Guðrún hvetur bæjarbúa að taka að sér einn og einn dilk í réttinni til að sjá um þannig að sómi verði af. Innlent 15.11.2023 21:03 Vatnshellir á Snæfellsnesi nýtur mikilla vinsælda Ferðir í Vatnshelli á Snæfellsnesi með ferðamenn hafa heldur betur slegið í gegn því það eru farnar sextán ferðir á dag þegar mest er að gera. Um er að ræða tvö hundruð metra langan hraunhelli þar sem hátt er til lofts og vítt til veggja. Innlent 4.11.2023 20:30 Crossfitæði á Snæfellsnesi Crossfitæði hefur gripið um sig í Snæfellsbæ en ungar konur á staðnum setti upp stöð á Rifi, sem hefur algjörlega slegið í gegn. Vinsælast er þegar æfingarnar fara fram við bryggju staðarins með bátana og sjóinn við hlið líkamsræktartækjanna. Lífið 4.10.2023 20:31 Íbúum Snæfellsbæjar fjölgar smátt og smátt Íbúum Snæfellsbæjar er smátt og smátt að fjölga en vandamálið þar eins og svo víða í öðrum sveitarfélögum úti á landi er vöntun á húsnæði fyrir nýja íbúa. Þá hefur fjöldi ferðamanna í Snæfellsbæ sjaldan eða aldrei verið eins mikill og í sumar og haust. Innlent 23.9.2023 13:30 Vantar einhvern til að halda lífi í líkhúsinu Yfirvöld í Snæfellsbæ munu ekki ráðast í endurbætur á líkhúsi sveitarfélagsins fyrr en einhver finnst sem vill sjá um þjónustuna. Skorað hefur verið á sveitarfélagið að breyta afstöðu sinni. Innlent 23.9.2023 08:00 Kvóti frá Reykjanesbæ til Ólafsvíkur Útgerðarfélagið Steinunn ehf. hefur lagt grunn að auknum umsvifum sínum í Ólafsvík með kaupum á fiskveiðiheimildum sem nema ríflega hundrað þorskígildistonnum af Saltveri ehf. í Reykjanesbæ fyrir um 300 milljónir króna. Viðskipti innlent 19.9.2023 14:23 Magnaður listamaður í Ólafsvík Þrátt fyrir að Vagn Ingólfsson í Ólafsvík sé alveg ólærður þegar kemur að því að skapa listaverk úr tré þá hefur hann náð ótrúlegri færni í listsköpun sinni. Lífið 18.9.2023 20:31 Búa í gömlum olíutanki á Rifi með stórglæsilegu útsýni Þau eru ánægð hjónin á Rifi í Snæfellsbæ, sem búa þar í gömlu olíutanki með stórkostlegt útsýni úr tankinum á Snæfellsjökul og út á sjó. Innlent 16.9.2023 08:05 Dúfna- og vínberjabóndi á Hellissandi Það er ekki nóg með það að Ari Bent Ómarsson sé dúfnabóndi á Hellissandi því hann bruggar líka vínberjavín úr berjunum úr gróðurskálanum sínum, en plantan hans er að gefa honum um þrjátíu kíló af vínberjum. Lífið 14.9.2023 20:30 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 6 ›
Þyrlan kölluð út vegna slyss en afturkölluð Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í morgun en svo afturkölluð vegna slyss á Snæfellsnesi. Ásmundur Kristinn Ásmundsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að verið sé að vinna í málinu. Innlent 11.10.2024 11:45
Rukka fyrir stæðin í þjóðgarðinum Sérstök bílastæðagjöld verða tekin upp í Snæfellsjökulsþjóðgarði næsta sumar. Tekjurnar eru sögð munu breyta rekstrarumhverfi þjóðgarðsins og nýtast til að standa kostnað af þjónustu. Innlent 8.10.2024 12:57
Fluttur með þyrlu eftir bílveltu á Snæfellsnesi Einn var fluttur á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi í Reykjavík eftir bílveltu á Arnarstapavegi á Snæfellsnesi á tólfta tímanum í dag. Innlent 27.9.2024 12:43
Skrúfan óvirk eftir að hafa siglt á rekald Áhöfn björgunarskipsins Bjargar á Snæfellsnesi var kölluð út um 20:30 í gærkvöldi vegna lítils fiskibáts sem var í vandræðum. Báturinn hafi siglt á rekald í sjónum með þeim afleiðingum að skrúfan varð óvirk þó að vélin sjálf gengi. Innlent 30.8.2024 07:29
Björguðu manni úr sjálfheldu nærri Rauðfeldsgjá Björgunarsveitarmenn björguðu í gær manni sem hafði komið sér í sjálfheldu í gili austan Rauðfeldsgjár á Snæfellsnesi. Innlent 29.8.2024 07:30
Sérsveit þurfti ekki að skerast í leikinn vegna ferðamanns á tjaldstæði Lögreglan á Vesturlandi óskaði eftir aðstoð sérsveitar ríkislögreglustjóra í gærkvöldi vegna tilkynningar um mann með hnífa. Sérsveitin þurfti þó ekki að fara í neina sérstaka aðgerð vegna málsins, en lögreglan á Vesturlandi útkljáði málið sjálf. Innlent 17.7.2024 10:44
„Mjög mikil úrkoma“ veldur skriðuhættu Gert er ráð fyrir mjög mikilli úrkomu á sunnanverðum Vestfjörðum og á Snæfellsnesi um helgina. Veðurstofan varar við vatnavöxtum og aukinni skriðuhættu á þessum svæðum. Veður 12.7.2024 13:23
Myndir: Dýrðardagur á Snæfellsnesi Tvö skemmtiferðaskip komu við í Grundarfirði í gær og iðaði bærinn af lífi. Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Vísis var á Snæfellsnesi í gær með myndavélina á lofti og festi mannlífið á filmu. Lífið 9.7.2024 14:20
Fluttur á sjúkrahús eftir slys á Snæfellsnesi Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út fyrr í dag vegna slyss á Snæfellsnesi. Einn var fluttur með þyrlu og lenti við sjúkrahúsið í Fossvogi fyrir stuttu. Innlent 8.7.2024 19:00
Hugsi yfir lausagöngu fjár við vegi eftir að ferðamaður ók á lamb Ferðalangur sem varð vitni að því þegar bíl spænskra ferðamanna var ekið á lamb í gær segir lausagöngu kinda nærri þjóðvegum rómantík sem fari ekki saman við nútímann. Innlent 29.6.2024 14:56
Ísklumpur féll á ferðamann Maður lenti undir ísklumpi við Rauðfeldsgjá í morgun. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út en henni hefur nú verið snúið við. Betur fór en á horfðist í fyrstu. Innlent 28.6.2024 12:00
Sinubruni í Staðarsveit á Snæfellsnesi Eldur kviknaði í sinu í nágrenni eyðibýlisins Haga í Staðarsveit á Snæfellsnesi. Slökkviliðsmenn frá Snæfellsbæ og Grundafirði eru komnir á vettvang og slökkvilið Stykkishólms er á leiðinni. Innlent 5.6.2024 19:36
Snurvoðarbátur lenti í vanda við Melrakkaey Upp úr klukkan hálf níu í morgun var áhöfn björgunaskipsins Björg á Rifi kölluð út vegna snurvoðarbáts sem hafði misst vélarafl. Báturinn var þá vestur af Melrakkaey fyrir utan Grundarfjörð. Einnig var áhöfn á björgunarbátnum Reyni frá Grundarfirði kölluð út. Innlent 23.5.2024 14:00
Fjölbreytt verkefni hjá björgunarsveitum í dag Björgunarsveitarfólk hafði í nógu að snúast í dag og þurfti að fara í margskonar útköll. Koma þurfti áhöfn smábáts til aðstoðar undan ströndum Snæfellsness og þar að auki þurfti að koma göngumanni til aðstoðar við gönguleiðina upp að Glym. Þá barst einnig tilkynning um slys á vélsleða við Háskerðing, norðan Mýrdalsjökuls. Innlent 25.4.2024 17:42
Íbúar björguðu því að öll kælivara á Grundarfirði færi í ruslið Kælarnir í Kjörbúðinni í Grundarfirði biluðu í dag og var útlit fyrir að henda þyrfti allri kælivöru. Með samhentu átaki Samkaupa, bæjarins og íbúa náði að tryggja að ekkert færi til spillis. Kælarnir eru nú aftur komnir í gang. Innlent 21.3.2024 22:00
Ferðamanni bjargað af flæðiskeri Björgunarsveitarmenn frá Lífsbjörg í Snæfellsbæ björguðu undir kvöld ferðamanni af flæðiskeri á sunnaverðu Snæfellsnesi. Maðurinn var fastur á skeri undan ströndum Ytri Tungu og var honum bjargað á síðustu stundu. Innlent 26.2.2024 20:33
Stóðu í ströngu í óveðrinu sem skall skyndilega á Björgunarsveitir aðstoðuðu ökumenn hátt í níutíu bíla sem sátu fastir við Vatnshorn í Húnaþingi vestra í gærkvöldi. Mikið álag var á björgunarsveitum á nær öllu Norðurlandi vestra í gær í óveðri sem skall skyndilega á. Innlent 23.2.2024 14:40
Aldrei séð svona öldugang við landið: Hurfu undir öldu á Arnarstapa Ferðamenn voru hætt komnir á Arnarstapa í fyrradag þegar þeir hurfu undir risastóra öldu sem skall á stapanum. Leiðsögumaður segist aldrei áður hafa séð slíkan öldugang og ekki bara á Arnarstapa heldur víðar um landið. Innlent 22.2.2024 10:45
Tvær ferðamannarútur fuku út af veginum Tvær litlar ferðamannarútur, með tuttugu farþega innanborðs, fuku af Útnesvegi utarlega á Snæfellsnesi í kvöld. Björgunarsveitir höfðu nóg að gera í kuldanum í dag. Innlent 23.12.2023 23:42
Fékk rangar upplýsingar og strandaði fjóra metra frá bryggju Því hefur verið beint til starfsmanna Ólafsvíkurhafnar að yfirfara verklag sitt við móttöku stærri skipa eftir að flutningaskipið Wilson Hook strandaði við komuna til hafnar í mars síðastliðnum. Innlent 16.12.2023 07:00
Máli Jóns Páls gegn Víkingi Ólafsvík vísað frá Landsréttur hefur úrskurðað að vísa máli knattspyrnuþjálfarans Jóns Páls Pálmasonar gegn Knattspyrnudeild Víkings Ólafsvíkur frá héraðsdómi. Héraðsdómur hafði áður sýknað deildina af kröfu Jóns Páls, en hann hafði krafið félagið um 26 milljónir króna auk dráttarvaxta. Íslenski boltinn 17.11.2023 15:06
Gamla fjárréttin í Ólafsvík hefur verið endurhlaðin Guðrún Tryggvadóttir í Ólafsvík lætur ekki deigan síga þegar kemur að endurhleðslu fjárréttanna á staðnum því hún hefur stýrt þar átaksverkefni við að gera réttina upp með því að endurhlaða hana úr grjóti. Guðrún hvetur bæjarbúa að taka að sér einn og einn dilk í réttinni til að sjá um þannig að sómi verði af. Innlent 15.11.2023 21:03
Vatnshellir á Snæfellsnesi nýtur mikilla vinsælda Ferðir í Vatnshelli á Snæfellsnesi með ferðamenn hafa heldur betur slegið í gegn því það eru farnar sextán ferðir á dag þegar mest er að gera. Um er að ræða tvö hundruð metra langan hraunhelli þar sem hátt er til lofts og vítt til veggja. Innlent 4.11.2023 20:30
Crossfitæði á Snæfellsnesi Crossfitæði hefur gripið um sig í Snæfellsbæ en ungar konur á staðnum setti upp stöð á Rifi, sem hefur algjörlega slegið í gegn. Vinsælast er þegar æfingarnar fara fram við bryggju staðarins með bátana og sjóinn við hlið líkamsræktartækjanna. Lífið 4.10.2023 20:31
Íbúum Snæfellsbæjar fjölgar smátt og smátt Íbúum Snæfellsbæjar er smátt og smátt að fjölga en vandamálið þar eins og svo víða í öðrum sveitarfélögum úti á landi er vöntun á húsnæði fyrir nýja íbúa. Þá hefur fjöldi ferðamanna í Snæfellsbæ sjaldan eða aldrei verið eins mikill og í sumar og haust. Innlent 23.9.2023 13:30
Vantar einhvern til að halda lífi í líkhúsinu Yfirvöld í Snæfellsbæ munu ekki ráðast í endurbætur á líkhúsi sveitarfélagsins fyrr en einhver finnst sem vill sjá um þjónustuna. Skorað hefur verið á sveitarfélagið að breyta afstöðu sinni. Innlent 23.9.2023 08:00
Kvóti frá Reykjanesbæ til Ólafsvíkur Útgerðarfélagið Steinunn ehf. hefur lagt grunn að auknum umsvifum sínum í Ólafsvík með kaupum á fiskveiðiheimildum sem nema ríflega hundrað þorskígildistonnum af Saltveri ehf. í Reykjanesbæ fyrir um 300 milljónir króna. Viðskipti innlent 19.9.2023 14:23
Magnaður listamaður í Ólafsvík Þrátt fyrir að Vagn Ingólfsson í Ólafsvík sé alveg ólærður þegar kemur að því að skapa listaverk úr tré þá hefur hann náð ótrúlegri færni í listsköpun sinni. Lífið 18.9.2023 20:31
Búa í gömlum olíutanki á Rifi með stórglæsilegu útsýni Þau eru ánægð hjónin á Rifi í Snæfellsbæ, sem búa þar í gömlu olíutanki með stórkostlegt útsýni úr tankinum á Snæfellsjökul og út á sjó. Innlent 16.9.2023 08:05
Dúfna- og vínberjabóndi á Hellissandi Það er ekki nóg með það að Ari Bent Ómarsson sé dúfnabóndi á Hellissandi því hann bruggar líka vínberjavín úr berjunum úr gróðurskálanum sínum, en plantan hans er að gefa honum um þrjátíu kíló af vínberjum. Lífið 14.9.2023 20:30