Jafnréttismál

Fréttamynd

Bein út­sending: Hvatningar­verð­laun jafn­réttis­mála

Hvatningarverðlaun jafnréttismála verða afhent fyrir kynjajafnrétti á morgunfundi Samtaka atvinnulífsins og Háskóla Íslands um jafnréttismál sem hefst klukkan 08.30. Einnig verður Jafnréttissprotinn veittur vegna framtaks með tilliti til fjölmenningar, fötlunar og annarra brýnna viðfangsefna jafnréttismála.

Fréttir
Fréttamynd

Frá orðum til athafna

Atvinnulífið ber ótvíræðan hag af því að allt starfsfólk fái notið eigin verðleika og hafi jöfn tækifæri til launa, starfa og starfsþróunar óháð kynferði. Það liggur í augum uppi að ekkert fyrirtæki hefur hagsmuni af því að mismuna starfsfólki sínu eftir kynferði eða öðrum þáttum eins og kynþætti, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðun, fötlun, skertri starfsgetu, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum eða kyntjáningu.

Skoðun
Fréttamynd

Sannfæringin eða lífið?

Það er alltaf best að standa með sannfæringu sinni þótt það sé erfiðara en að sigla með straumnum. Ef þú gerir það áttu bæði betra með að sofa á nóttunni og horfa í spegilinn.

Skoðun
Fréttamynd

Ingibjörg Sólrún svartsýn í öryggis- og friðarmálum

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra segist ekki bjartsýn í friðar- og öryggismálum heimsins. Erfitt sé fyrir konur að koma að samningaborðinu þar sem í raun væri ekkert samningaborð til staðar. Forsætisráðherra segir mikilvægt að jafnréttismál hafi verið flutt til forsætisráðuneytisins.

Innlent
Fréttamynd

Framúrskarandi vísindakona

Það var gaman að heyra um hina framúrskarandi vísindakonu Unni Þorsteinsdóttursem talin er vera áhrifamesta vísindakona í Evrópu og sú fimmta í heiminum. Vísindaheimurinn hefur lengi verið ansi karllægur og vísindakonur ekki beinlínis átt upp á pallborðið þar.

Skoðun
Fréttamynd

Rússar hafa lagt skóla- og heilbrigðiskerfi Úkraínu í rúst

Viðhorf almennings í helstu iðnríkjum heims til kvenleiðtoga hefur versnað ef eitthvað er á undanförnum árum, að sögn ráðgjafa þings kvenleiðtoga í Reykjavík. Þingkona frá Úkraínu segir Rússa hafa sprengt hundruð skóla og heilbrigðisstofnana í loft upp.

Innlent
Fréttamynd

Þegar Bjarni hættir: Verður auglýst í starf forstjóra/forstýru?

„Ensk starfsheiti endurspegla oftast vel hvert hlutverk starfsins er á meðan þau íslensku eru oft frekar karllæg og tákn um stöðu viðkomandi. Við viljum komast út úr þessu og færa okkur frá stöðutitlum til starfsheita þannig að fólk sé ekki skilgreint eftir því að ,,vera“ starfið sitt, heldur frekar hvað starfið felur í sér,“ segir Ellen Ýr Aðalsteinsdóttir framkvæmdastýra Mannauðs og menningar hjá Orkuveitu Reykjavíkur.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Fjórir hug­búnaðar­sér­fræðingar til Empower

Nýtt starfsfólk nýsköpunarfyrirtækisins Empower vinnur að þróun hugbúnaðarlausnarinnar Empower Now, sem fer á alþjóðlegan markað á næsta ári. Lausnin gerir fyrirtækjum og stofnunum á alþjóðavísu kleift að ná yfirsýn yfir stöðu jafnréttis og fjölbreytni, setja mælanleg markmið og innleiða örfræðslu fyrir starfsfólk í gegnum stafrænar leiðir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kvenna­frí­dagurinn – inn­blástur til breytinga

Í dag er Kvennafrídagurinn og þó að orðið sjálft hljómi eins og dásamlegt frí fyrir konur með heitri sól, hvítum ströndum og tilheyrandi tásumyndum er raunin hins vegar ekki sú. Kvennafrí er ákall um samstöðu og breytingar, áminning um að á vinnumarkaðnum viðgengst kynbundið (launa)misrétti sem lengi hefur fengið að þrífast, sérstaklega í ákveðnum atvinnugreinum.

Skoðun
Fréttamynd

Konur á af­sláttar­kjörum?

Til hamingju með daginn! Á þessum degi fyrir 47 árum lögðu konur niður launuð sem ólaunuð störf til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna. Þessi ríka kvennasamstaða hefur skilað mörgum mikilvægum áföngum í átt að auknu jafnrétti en staða kynjanna er engu að síður enn ójöfn.

Skoðun
Fréttamynd

Vissuð þið þetta?

Vissu þið, að konur eru um 50% Íslendinga? Vissu þið að um 90% þeirra sem stjórna kauphallarfyrirtækjum, fjármálafyrirtækjum, lífeyrissjóðum, orkufyrirtækjum og lánasjóða á Íslandi eru karlar? Vissu þið að um 75% stjórnarmanna í íslenskum fyrirtækjum eru karlar?

Skoðun
Fréttamynd

Það munar um minna

Það eru hátt í 70 ár frá því Ísland fullgilti jafnlaunasamþykkt Alþjóðavinnumálastofnunarinnar hér á landi og skuldbatt sig þannig til að tryggja jöfn laun karla og kvenna fyrir jafnverðmæt störf. Árið 1961 var launajafnrétti lögfest hér á landi og kvenna- og karlataxtar þar með aflagðir.

Skoðun
Fréttamynd

Konur! Hættum að vinna ó­keypis!

Í dag höldum við kvennafrídag, 47 árum síðan kvennasamtök, kvenfélög og stéttarfélög tóku sig fyrst saman og konur lögðu niður vinnu til að leggja áherslu á mikilvægi vinnuframlags kvenna á Íslandi árið 1975.

Skoðun
Fréttamynd

Upp­rætum kerfis­bundið van­mat á störfum kvenna

Í dag eru 47 ár síðan konur á Íslandi gengu fyrst út á kvennafrídegi. Þá notuðu tugþúsundir kvenna fæturna til að mótmæla því kerfislæga misrétti sem þær eru beittar á vinnumarkaði. Nærri hálfri öld síðar er enn ástæða til að ganga út.

Skoðun
Fréttamynd

Segja öryggissveitir hafa barið unglingsstúlku til bana

Kennarar við skóla í norðvestanverðu Íran fullyrða að öryggissveitarmenn hafi barið fimmtán ára gamla stúlku til bana þegar þeir gerðu rassíu þar. Stúlkan var ein nokkurra nemenda sem fengu að kenna á því þegar þeir neituðu að syngja lofsöng um æðstaklerk landsins.

Erlent
Fréttamynd

Bein út­sending: Maður, manneskja, man eða menni?

Eiríkur Rögnvaldsson flytur þriðja fyrirlestur hádegisraðar RIKK – Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands á haustmisseri 2022 en yfirskrift raðarinnar er sú sama og á vormisseri: Hinsegin Ísland í alþjóðlegu samhengi. Fyrirlestur Eiríks nefnist „Maður, manneskja, man eða menni?“ og mun hann fjalla um merkingu orðsins maður í sögulegu samhengi og vandkvæði á að nota það í kyn­hlut­lausri merkingu.

Innlent
Fréttamynd

Verða konur fyrir for­dómum í heil­brigðis­kerfinu?

Ég hef átt fjölmörg samtöl við vinkonur mínar og kunningjakonur um viðmót í heilbrigðiskerfinu og hvort það kunni að vera litað af kynjuðum staðalmyndum. Þegar ég komst að því að nýlega hefði heilsufar á Íslandi verið kortlagt í úttekt á vegum heilbrigðisráðuneytisins út frá kynja- og jafnréttissjónarmiðum, ákvað ég að beina fyrirspurn að heilbrigðisráðherra um eftirfylgni vegna þeirrar vinnu.

Skoðun
Fréttamynd

Íslenskar konur í hættu á að heltast úr lestinni

Ný skýrsla ráðgjafafyrirtækisins Deloitte leiðir í ljós að Ísland virðist vera að standa í stað á undanförnum árum þegar kemur að hlutfalli kvenna í stjórnunarstöðum í viðskiptalífinu. Einn af meðeigendum Deloitte á Íslandi segir það hafa komið sér á óvart að sum lönd, sem við höfum hingað til talið okkur standa framar í þessum efnum, vera með jafnari kynjahlutföll en um 30 til 35 prósent stjórnarmanna í íslenskum félögum eru konur.

Innherji
Fréttamynd

Kynsegin fólk fær sinn eigin flokk í stærstu hlaupum Íslands

Íþróttabandalag Reykjavíkur ætlar að opna fyrir skráningar fyrir kynsegin þátttakendur í hlaupaviðburðum bandalagsins á næsta ári. Um er að ræða hlaup á borð við Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, Laugavegshlaupið og Miðnæturhlaup Suzuki. Veitt verða verðlaun í þremur flokkum í fyrsta sinn.

Sport